Körfubolti

Iverson greiðir fyrir útför látins stuðningsmanns

Allen Iverson
Allen Iverson NordicPhotos/GettyImages

Allen Iverson, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, hefur boðist til að greiða fyrir útför 22 ára gamals drengs frá Philadelphia sem lést í gær, þremur árum eftir að hann varð fyrir skotárás í borginni.

Þetta ljóta sakamál tengist Iverson á þann hátt að 19 ára gamall drengur í Philadelphia var skotinn aftan í hálsinn eftir að hann neitaði að afhenda hóp unglinga Iverson-treyju sem hann klæddist. Drengurinn hét Kevin Johnson og hélt mikið upp á lið Philadelphia. Hann skaðaðist alvarlega af völdum skotsins og hafði honum verið haldið sofandi í öndunarvél í tæp þrjú ár, en vélin bilaði á dögunum og í kjölfarið hlaut drengurinn varanlegan heilaskaða. Foreldrar hans ákváðu þá að láta taka vélina úr sambandi.

Atvik þetta fékk mikið á Iverson, sem hefur nú boðið fjölskyldu drengsins að greiða fyrir útförina. "Ég hefði gefið þessum mönnum 100 treyjur ef ég hefði vitað að það kæmi í veg fyrir svona lagað," sagði Iverson hryggur í viðtali. Fjölskyldan bauð Iverson að vera við útförina, en hann þurfti að afþakka því hún var á leikdegi hjá liði 76ers. Drengurinn verður lagður til grafar næsta miðvikudag og verður grafinn í treyju Iverson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×