OECD spáir hækkun stýrivaxta og 20% viðskiptahalla á árinu 28. nóvember 2006 11:49 Davíð Oddsson, seðlabanakstjóri, að tilkynna vaxtahækkun í haust. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. Sagt er frá skýrslunni í Morgunkorni Glitnis. OECD segir að á Íslandi sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og útlit fyrir að nokkurn tíma taki að vinda ofan af því þótt um hægist í hagkerfinu á næstunni. Snarpt gengisfall á borð við það sem varð í vetrarlok geti einnig valdið usla í íslensku hagkerfi ef erlendir markaðir missa trúna á að til betri vegar horfi hérlendis. OECD spáir 1% hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5%. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári og verði að meðaltali tæplega 13% það ár. Stofnunin er einnig mun svartsýnni á þróun viðskiptajafnaðar en greining Glitnis og aðrir spáaðilar. Er í spánni gert ráð fyrir að viðskiptahalli reynist ríflega 20% af vergri landsframleiðslu (VLF) á yfirstandandi ári en tæp 14% af VLF á því næsta. Hvetur OECD stjórnvöld til frekara aðhalds í útgjöldum til mótvægis við fyrirhugaða skattalækkun til að slá á innlenda eftirspurn. Raunar sér OECD hættumerki víðar á Norðurlöndum en hér á landi. Telur stofnunin að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta og aðhaldi í ríkisfjármálum í löndunum þremur. Þá telur stofnunin að nokkuð muni hægja á hjólum hagkerfisins í stærstu hagkerfum heims á næstunni og öllu meira í Japan og Bandaríkjunum en á evrusvæði. Þannig telur OECD líklegt að saman dragi með hagvaxtartakti í þessum hagkerfum og að hann verði á bilinu 2-2,4% á næsta ári. Á móti komi að vöxtur verði myndarlegur í stóru nýmarkaðsríkjunum Kína, Indlandi og Rússlandi. Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. Sagt er frá skýrslunni í Morgunkorni Glitnis. OECD segir að á Íslandi sé mikið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og útlit fyrir að nokkurn tíma taki að vinda ofan af því þótt um hægist í hagkerfinu á næstunni. Snarpt gengisfall á borð við það sem varð í vetrarlok geti einnig valdið usla í íslensku hagkerfi ef erlendir markaðir missa trúna á að til betri vegar horfi hérlendis. OECD spáir 1% hagvexti á næsta ári en að vöxturinn glæðist á ný 2008 og verði 2,5%. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári og verði að meðaltali tæplega 13% það ár. Stofnunin er einnig mun svartsýnni á þróun viðskiptajafnaðar en greining Glitnis og aðrir spáaðilar. Er í spánni gert ráð fyrir að viðskiptahalli reynist ríflega 20% af vergri landsframleiðslu (VLF) á yfirstandandi ári en tæp 14% af VLF á því næsta. Hvetur OECD stjórnvöld til frekara aðhalds í útgjöldum til mótvægis við fyrirhugaða skattalækkun til að slá á innlenda eftirspurn. Raunar sér OECD hættumerki víðar á Norðurlöndum en hér á landi. Telur stofnunin að hætta sé á ofhitnun hagkerfisins í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og mælir með hækkun stýrivaxta og aðhaldi í ríkisfjármálum í löndunum þremur. Þá telur stofnunin að nokkuð muni hægja á hjólum hagkerfisins í stærstu hagkerfum heims á næstunni og öllu meira í Japan og Bandaríkjunum en á evrusvæði. Þannig telur OECD líklegt að saman dragi með hagvaxtartakti í þessum hagkerfum og að hann verði á bilinu 2-2,4% á næsta ári. Á móti komi að vöxtur verði myndarlegur í stóru nýmarkaðsríkjunum Kína, Indlandi og Rússlandi.
Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Sjá meira