Innlent

Tekinn á 165 kílómetra hraða

Maðurinn getur átt von á 90.000 króna sekt og ökuleyfissviptingu í sex mánuði.
Maðurinn getur átt von á 90.000 króna sekt og ökuleyfissviptingu í sex mánuði. MYND/Stefán

Lögreglan á Akranesi stöðvaði í morgun ökumann á 165 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi í Kollafirði. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í dag, um sektir og viðurlög vegna brota á umferðarlögum, getur maðurinn átt von á 90.000 króna sekt og ökuleyfissviptingu í sex mánuði.

Nokkrum mínútum síðar stöðvaði lögreglan annan ökumann á sama stað á 116 kílómetra hraða. Grunur lék á að ökumaðurinn væri ölvaður og var hann því handtekinn. Hann var færður til yfirheyrslu og blóðsýni tekið úr honum áður en honum var sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×