Hækkun áfengisgjalds yfirgengileg 1. desember 2006 19:07 Ísland og Noregur eru með hæstu áfengisgjöld í veröldinni, en ef frumvarp fjármálaráðherra um tæplega 60% hækkun áfengisgjalds gengur í gegn mun Ísland tróna eitt á toppnum. Hækkunin er yfirgengileg aðgerð að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna, og hefði í för með sér að minnsta kosti þriggja milljarða tekjuaukningu fyrir ríkissjóð.Útreikningar Félags íslenskra stórkaupmanna miðast við forsendur síðustu 12 mánaða og ganga þvert á yfirlýsingar Árna Mathiesens fjármálaráðherra sem hefur haldið því fram í fjölmiðlum að hækkunin muni ekki skila tekjuaukningu til ríkissjóðs og áfengisgjaldið sé einungis hækkað til að mæta lækkun virðisaukaskatts.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna segir fullyrðingu ráðherra ekki standast, hann segir tekjurnar verða í það minnst þrjá milljarða.Andrés segir hækkunina óskiljanlega og sama hvernig menn leggi dæmið upp, tekjuaukning ríkissjóðs verður veruleg.Þá hefur ráðherra sagt möguleika á að lækka álagningu ÁTVR á áfengi til að mæta hækkun áfengisgjaldsins. Álagning ÁTVR á léttvíni og bjór er um 9%, en einungis 6% á sterk vín. Þetta er með því lægsta sem þekkist í smásölu og segir Andrés að einkarekstur gæti ekki staðið undir jafn lágri álagningu. Hann segir hækkun áfengisverðs muni skila sér beint út í almennt verðlag og leiða til hækkunar vísitölu.Þegar leitað var eftir viðtali við fjármálaráðherra í dag sagði aðstoðarmaður hans ráðherra ekki telja tímabært að gefa yfirlýsingu þar sem verið væri að vinna að nánari útfærslu frumvarpsins. Fréttir Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ísland og Noregur eru með hæstu áfengisgjöld í veröldinni, en ef frumvarp fjármálaráðherra um tæplega 60% hækkun áfengisgjalds gengur í gegn mun Ísland tróna eitt á toppnum. Hækkunin er yfirgengileg aðgerð að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna, og hefði í för með sér að minnsta kosti þriggja milljarða tekjuaukningu fyrir ríkissjóð.Útreikningar Félags íslenskra stórkaupmanna miðast við forsendur síðustu 12 mánaða og ganga þvert á yfirlýsingar Árna Mathiesens fjármálaráðherra sem hefur haldið því fram í fjölmiðlum að hækkunin muni ekki skila tekjuaukningu til ríkissjóðs og áfengisgjaldið sé einungis hækkað til að mæta lækkun virðisaukaskatts.Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna segir fullyrðingu ráðherra ekki standast, hann segir tekjurnar verða í það minnst þrjá milljarða.Andrés segir hækkunina óskiljanlega og sama hvernig menn leggi dæmið upp, tekjuaukning ríkissjóðs verður veruleg.Þá hefur ráðherra sagt möguleika á að lækka álagningu ÁTVR á áfengi til að mæta hækkun áfengisgjaldsins. Álagning ÁTVR á léttvíni og bjór er um 9%, en einungis 6% á sterk vín. Þetta er með því lægsta sem þekkist í smásölu og segir Andrés að einkarekstur gæti ekki staðið undir jafn lágri álagningu. Hann segir hækkun áfengisverðs muni skila sér beint út í almennt verðlag og leiða til hækkunar vísitölu.Þegar leitað var eftir viðtali við fjármálaráðherra í dag sagði aðstoðarmaður hans ráðherra ekki telja tímabært að gefa yfirlýsingu þar sem verið væri að vinna að nánari útfærslu frumvarpsins.
Fréttir Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira