Sautján ára piltur, sem stunginn var með hnífi í Kópavogi aðfaranótt laugardags, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Hann er nú á almennri deild og verður útskrifaður af spítalanum í dag.
Pilturinn var stunginn í hópslagsmálum við skemmtistaðinn Shooters í Engihjalla. Stungan náði þrjá sentímetra inn í kviðarhol piltsins og var hann í bráðri lífshættu.