Þjóðverjar sigruðu á heimsmótinu 11. desember 2006 19:51 Bernhard Langer og Marcel Siem fagna hér sigrinum NordicPhotos/GettyImages Þjóðverjar fögnuðu sigri á heimsmótinu í golfi sem lauk á Barbados eyjum í gærkvöldi eftir spennandi lokasprett gegn Skotum en bráðabana þurfti til að skera úr um úrslit. Bæði Þjóðverjar og Skotar voru á sextán höggum undir pari eftir fjóra hringi á Sandy Lane vellinum á Barbados og því þurfti bráðabana til. Svíar voru þó ekki nema einu höggi á eftir og urðu í þriðja sæti en það voru Carl Pettersson og Henrik Stenson sem kepptu fyri þeirra hönd. Keppt var í tvímenningi en lið Þjóðverja skipuðu þeir Bernhard Langer og Marcel Siem en lið Skota þeim Colin Montgomerie og Marc Warren. Það er ekki hægt að segja að bráðabaninn hafi dregið á langinn en úrslitin réðust strax á fyrstu holunni. Fyrsta teighögg Montgomerie í bráðabananum hitti ekki inn á flöt fyrir Skotana en Warren vippaði inn á hana í öðru högginu og skildi eftir fjögur fet. Langer tók teighöggið fyrir Þjóðverjana og líkt og Montgomerie hitti hann heldur ekki flötina. Siem vippaði alveg upp að holu svo Langer þurfti bara að reka það pútt niður fyrir pari. En Montgomerie hitti ekki úr fjögurra feta púttinu fyrir Skota og því var sigurinn Þjóðverja. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þjóðverjar fögnuðu sigri á heimsmótinu í golfi sem lauk á Barbados eyjum í gærkvöldi eftir spennandi lokasprett gegn Skotum en bráðabana þurfti til að skera úr um úrslit. Bæði Þjóðverjar og Skotar voru á sextán höggum undir pari eftir fjóra hringi á Sandy Lane vellinum á Barbados og því þurfti bráðabana til. Svíar voru þó ekki nema einu höggi á eftir og urðu í þriðja sæti en það voru Carl Pettersson og Henrik Stenson sem kepptu fyri þeirra hönd. Keppt var í tvímenningi en lið Þjóðverja skipuðu þeir Bernhard Langer og Marcel Siem en lið Skota þeim Colin Montgomerie og Marc Warren. Það er ekki hægt að segja að bráðabaninn hafi dregið á langinn en úrslitin réðust strax á fyrstu holunni. Fyrsta teighögg Montgomerie í bráðabananum hitti ekki inn á flöt fyrir Skotana en Warren vippaði inn á hana í öðru högginu og skildi eftir fjögur fet. Langer tók teighöggið fyrir Þjóðverjana og líkt og Montgomerie hitti hann heldur ekki flötina. Siem vippaði alveg upp að holu svo Langer þurfti bara að reka það pútt niður fyrir pari. En Montgomerie hitti ekki úr fjögurra feta púttinu fyrir Skota og því var sigurinn Þjóðverja.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira