Tvö vinnuslys á Kárahnjúkum í gær 17. desember 2006 18:34 Ekkert lát virðist vera á vinnuslysum við Kárahnjúka, en tvö slys urðu þar í gær. Vinnueftirlitið vill stöðva framkvæmdir þar til búið er að gera úrbætur í öryggismálum.Fyrra slysið í gær varð með þeim hætti að kínverskur verkamaður fékk ofan á sig steypuklump þar sem verið var að steypusprauta göng, en síðan féll maður niður úr stiga. Hvorugur er alvarlega slasaður en báðir voru fluttir á sjúkrahús.Fyrir helgina, fór vinnueftirlitið fram á það bréflega, að öryggi yrði tryggt á svæðinu og það staðfest af eftirlitsaðila vinnueftirlits ríkisins áður en vinna verði leyfð áfram. Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins segir að slaknað hafi verulega á daglegu innra öryggiseftirliti og hann segir það lágmarkskröfu að mál verði þegar í stað sett í rétta forgangsröð; "Öryggið númer eitt, verkið númer tvö."Fjórir hafa látist við Kárahnjúka og tæplega tólf hundruð vinnuslys hafa verið tilkynnt til vinnueftirlitsins frá því bygging virkjunarinnar hófst.Oddur Friðriksson yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkasvæðinu segir að kerfislægt séu öryggismál í ágætu lagi, en nú séu menn að horfa fram á aukna áhættuhegðun starfsfólks og verkstjóra og það sé vandamálið í dag. Þá telur Oddur ákveðið kæruleysi einkenna framkvæmdir á lokaspretti þeirra. Eyjólfur tekur undir það og nefnir sem dæmi að yfirmaður öryggismála hjá Impregilo sé farinn í jólafrí. Það sé með engu móti hægt að fallast á. Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á vinnuslysum við Kárahnjúka, en tvö slys urðu þar í gær. Vinnueftirlitið vill stöðva framkvæmdir þar til búið er að gera úrbætur í öryggismálum.Fyrra slysið í gær varð með þeim hætti að kínverskur verkamaður fékk ofan á sig steypuklump þar sem verið var að steypusprauta göng, en síðan féll maður niður úr stiga. Hvorugur er alvarlega slasaður en báðir voru fluttir á sjúkrahús.Fyrir helgina, fór vinnueftirlitið fram á það bréflega, að öryggi yrði tryggt á svæðinu og það staðfest af eftirlitsaðila vinnueftirlits ríkisins áður en vinna verði leyfð áfram. Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins segir að slaknað hafi verulega á daglegu innra öryggiseftirliti og hann segir það lágmarkskröfu að mál verði þegar í stað sett í rétta forgangsröð; "Öryggið númer eitt, verkið númer tvö."Fjórir hafa látist við Kárahnjúka og tæplega tólf hundruð vinnuslys hafa verið tilkynnt til vinnueftirlitsins frá því bygging virkjunarinnar hófst.Oddur Friðriksson yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkasvæðinu segir að kerfislægt séu öryggismál í ágætu lagi, en nú séu menn að horfa fram á aukna áhættuhegðun starfsfólks og verkstjóra og það sé vandamálið í dag. Þá telur Oddur ákveðið kæruleysi einkenna framkvæmdir á lokaspretti þeirra. Eyjólfur tekur undir það og nefnir sem dæmi að yfirmaður öryggismála hjá Impregilo sé farinn í jólafrí. Það sé með engu móti hægt að fallast á.
Fréttir Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira