Níðstöng veldur vandræðum 21. desember 2006 18:28 Bóndinn í Otradal við Bíldudal hefur reist manni í plássinu níðstöng með áfestum kálfshausi og ósk um útlegð eða dauða. Þetta er gert til að hefna hvolps sem varð fyrir átta tonna dráttarvél fyrir ári síðan og drapst. Sá sem varð fyrir níðinu varð hefur kært málið til lögreglu sem morðhótun. Sjaldgæft er á síðari tímum að menn reisi níðstangir þó það hafi verið siður á Sturlungu. Bregður svo við að Þorvaldur Stefánsson, bóndi í Otradal hefur reist eina slíka í landi sínu og blasir hún við frá þjóðveginum. Má rekja þessa níðstöng til þess að fyrir ári varð Óskar Björnsson, sem býr á Bíldudal, fyrir því óláni að aka yfir hvolp sem Þorvaldur bóndi átti. Taldi hann að þetta væri viljaverk og hafa deilur milli þeirra magnast síðan. Á dögunum slátraði Þorvaldur bóndi tveimur kálfum en hausinn á öðrum skóf hann og setti á níðstöngina. Á hana eru rist þessi mergjuðu orð: "Hér set ég upp níðstöng og sný þessu níði að Óskari Björnssyni. Sný ég þessu níði á landvættir þær er land þetta byggja, svo að allar fari þær villu vegar. Engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Óskar Björnsson úr landi eða gangi að honum dauðum." Undirritað Þorvaldur Stefánsson, Otradal. Óskar Björnsson hefur kært Þorvald til lögreglu fyrir morðhótun. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði verður talað við manninn, en ekki er ljóst til hvaða aðgerða verður gripið þar sem ekki er liggur fyrir hvernig bregðast skuli lögum samkvæmt við níðstöngum í dag. Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Bóndinn í Otradal við Bíldudal hefur reist manni í plássinu níðstöng með áfestum kálfshausi og ósk um útlegð eða dauða. Þetta er gert til að hefna hvolps sem varð fyrir átta tonna dráttarvél fyrir ári síðan og drapst. Sá sem varð fyrir níðinu varð hefur kært málið til lögreglu sem morðhótun. Sjaldgæft er á síðari tímum að menn reisi níðstangir þó það hafi verið siður á Sturlungu. Bregður svo við að Þorvaldur Stefánsson, bóndi í Otradal hefur reist eina slíka í landi sínu og blasir hún við frá þjóðveginum. Má rekja þessa níðstöng til þess að fyrir ári varð Óskar Björnsson, sem býr á Bíldudal, fyrir því óláni að aka yfir hvolp sem Þorvaldur bóndi átti. Taldi hann að þetta væri viljaverk og hafa deilur milli þeirra magnast síðan. Á dögunum slátraði Þorvaldur bóndi tveimur kálfum en hausinn á öðrum skóf hann og setti á níðstöngina. Á hana eru rist þessi mergjuðu orð: "Hér set ég upp níðstöng og sný þessu níði að Óskari Björnssyni. Sný ég þessu níði á landvættir þær er land þetta byggja, svo að allar fari þær villu vegar. Engi hendi né hitti sitt inni, fyrr en þær reka Óskar Björnsson úr landi eða gangi að honum dauðum." Undirritað Þorvaldur Stefánsson, Otradal. Óskar Björnsson hefur kært Þorvald til lögreglu fyrir morðhótun. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði verður talað við manninn, en ekki er ljóst til hvaða aðgerða verður gripið þar sem ekki er liggur fyrir hvernig bregðast skuli lögum samkvæmt við níðstöngum í dag.
Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira