Woosnam íhugaði að segja af sér 22. desember 2006 15:15 Ian Woosnam sést hér á góðri stundu eftir Ryder-keppnina í haust. MYND/Getty Ian Woosnam, fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-keppninni fyrr á þessu ári, segist hafa íhugað að segja af sér eftir að danski kylfingurinn Thomas Bjorn gagnrýndi hann harðlega fyrir að velja sig ekki í lið Evrópu. Það kom mörgum á óvart að Woosnam skyldi taka Lee Westwood frá Englandi fram yfir Björn, en sá danski hafði náð mun betri árangri í mótum ársins. Woosnam fór hins vegar eftir eigin sannfæringu og stýrði evrópska liðinu til frækins sigur, eins og eflaust flestir muna. “Þetta var einn erfiðasti tími sem ég hef upplifað á mínum ferli. Ég var tilbúinn að segja starfi mínu lausu,” sagði Woosnam í samtali við Independent. “Gagnrýnin sem ég fékk frá Björn var mjög óvæginn og hún særði mig mikið. En ummæli hans um að ég nyti ekki traust sumra þeirra kylfinga sem væru í liðinu fengu mest á mig. En þau áttu ekki við rök að styðjast,” sagði Woosnam. Björn var sár og bitur fyrir því að vera ekki valinn og kallaði hann Woosnam hræsnara og svikara. Hann baðst síðar afsökunar á ummælum sínum og fékk háa sekt. Golf Íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ian Woosnam, fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-keppninni fyrr á þessu ári, segist hafa íhugað að segja af sér eftir að danski kylfingurinn Thomas Bjorn gagnrýndi hann harðlega fyrir að velja sig ekki í lið Evrópu. Það kom mörgum á óvart að Woosnam skyldi taka Lee Westwood frá Englandi fram yfir Björn, en sá danski hafði náð mun betri árangri í mótum ársins. Woosnam fór hins vegar eftir eigin sannfæringu og stýrði evrópska liðinu til frækins sigur, eins og eflaust flestir muna. “Þetta var einn erfiðasti tími sem ég hef upplifað á mínum ferli. Ég var tilbúinn að segja starfi mínu lausu,” sagði Woosnam í samtali við Independent. “Gagnrýnin sem ég fékk frá Björn var mjög óvæginn og hún særði mig mikið. En ummæli hans um að ég nyti ekki traust sumra þeirra kylfinga sem væru í liðinu fengu mest á mig. En þau áttu ekki við rök að styðjast,” sagði Woosnam. Björn var sár og bitur fyrir því að vera ekki valinn og kallaði hann Woosnam hræsnara og svikara. Hann baðst síðar afsökunar á ummælum sínum og fékk háa sekt.
Golf Íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira