Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano tileinkaði liðsfélögum sínum hjá Inter markið sem hann skoraði gegn Atalanta á laugardag. Markið var hans fyrsta í átta mánuði fyrir félagið, en Adriano hefur verið í mikilli lægð á þessu ári eftir frábært tímabil í fyrra.
“Ég er himinlifandi,” sagði Adriano í viðtali við sjónvarpsstöð Inter á Ítalíu. “Samherjar mínir hafa aldrei misst trúna á mér og þeir hafa hjálpað mér í gegnum mín vandamál. Ég vona að þetta mark verði til þess að nýr kafli hefjist í mínu lífi. Ég á félögum mínum í liðinu allt að þakka, stuðningur þeirra hefur verið ómetanlegur,” sagði Adriano með kökkinn í hálsinum.