Norðurljós og snjór heilla 25. desember 2006 18:34 Hundruð erlendra ferðamanna, frá öllum heimshornum, koma árlega hingað til lands í þeim tilgangi að vera hér yfir jólin. Frekar dauft er yfir höfuðborginni jóladagana og lítið um að vera fyrir útlendinga. Þó geta hlutir eins og snjór og norðurljós, gert gæfumuninn fyrir margan ferðamanninn. Það var frekar tómlegt um að litast í höfuðborginni í dag og nánast öll verslun og þjónusta lokuð. Það sem helst var við að vera fyrir útlendinga voru ferðir í Bláa Lónið, Gullfoss og Geysi. Þá var eitthvað um hestaferðir og jeppaferðir fyrir utan höfuðborgina. Ástæður þess að fólk ákveður að dvelja á Íslandi yfir jólin eru afar mismunandi. Dennis Eveleigh frá Englandi fór í Bláa Lónið í dag með konu sinni, hann segist velja lónið fram yfir að vera bara heima, horfa á sjónvarp og borða kalkún. Stephen og Sonja Graham frá Birmingham í Bretlandi fara eitthvað um hver jól, en segja samanburðinn við Egyptaland í fyrra vera heitt, og kalt. Þeim finnst landslagið hér þó taka Egyptalandi fram og lýsa því sem stórkostlegu. Mæðgurnar Camel og Sara Donohue eru alla leið frá Victoria í Ástralíu. Þær áttu ekki von á snjó, en voru himinlifandi að vakna upp við snjókomu. Mæðgurnar hafa eytt jóladegi í að labba um bæinn og njóta þess að vera í snjónum. Margir ferðamannanna biðu eftir ákvörðun um norðurljósaferð hjá Kynnisferðum í kvöld, og Stephen og Sonja ætla ekki að missa af þeirri henni ef af verður. Þau hafa aldrei séð norðurljós og segja það verða hápunkt ferðarinnar ef það tekst. Fréttir Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Hundruð erlendra ferðamanna, frá öllum heimshornum, koma árlega hingað til lands í þeim tilgangi að vera hér yfir jólin. Frekar dauft er yfir höfuðborginni jóladagana og lítið um að vera fyrir útlendinga. Þó geta hlutir eins og snjór og norðurljós, gert gæfumuninn fyrir margan ferðamanninn. Það var frekar tómlegt um að litast í höfuðborginni í dag og nánast öll verslun og þjónusta lokuð. Það sem helst var við að vera fyrir útlendinga voru ferðir í Bláa Lónið, Gullfoss og Geysi. Þá var eitthvað um hestaferðir og jeppaferðir fyrir utan höfuðborgina. Ástæður þess að fólk ákveður að dvelja á Íslandi yfir jólin eru afar mismunandi. Dennis Eveleigh frá Englandi fór í Bláa Lónið í dag með konu sinni, hann segist velja lónið fram yfir að vera bara heima, horfa á sjónvarp og borða kalkún. Stephen og Sonja Graham frá Birmingham í Bretlandi fara eitthvað um hver jól, en segja samanburðinn við Egyptaland í fyrra vera heitt, og kalt. Þeim finnst landslagið hér þó taka Egyptalandi fram og lýsa því sem stórkostlegu. Mæðgurnar Camel og Sara Donohue eru alla leið frá Victoria í Ástralíu. Þær áttu ekki von á snjó, en voru himinlifandi að vakna upp við snjókomu. Mæðgurnar hafa eytt jóladegi í að labba um bæinn og njóta þess að vera í snjónum. Margir ferðamannanna biðu eftir ákvörðun um norðurljósaferð hjá Kynnisferðum í kvöld, og Stephen og Sonja ætla ekki að missa af þeirri henni ef af verður. Þau hafa aldrei séð norðurljós og segja það verða hápunkt ferðarinnar ef það tekst.
Fréttir Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira