Skítlegt eðli kvótakerfisins 11. janúar 2007 05:00 Almennt gera landsmenn sér nú fyllilega grein fyrir algjöru árangursleysi kvótakerfisins í sjávarútvegi við að þjóna upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að byggja upp þorskstofninn.Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kerfisins og landaður afli af Íslandsmiðum hefur ekki verið minni um árabil. Árangursleysið segir í raun allt sem segja þarf um kerfið og þau „fræði“ sem uppbyggingarstarfið hvílir á. Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Á einum áratug hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 180 milljarða en tekjur greinarinnar hafa ekkert vaxið frá síðustu aldamótum. Það hefur verið í tísku á síðustu árum að halda lærða fyrirlestra um bætt viðskiptasiðferði. Aldrei hef ég í þessu sambandi séð að fjallað hafi verið um það siðferði sem hefur viðgengist með aflaheimildir sem eru í raun og sanni sameign íslensku þjóðarinnar. Í þessum viðskiptum hefur nánast viðgengist skítlegt siðferði þar sem gerðir samningar eru þverbrotnir. Loforð hafa ítrekað verið gefin íbúum byggðarlaga um að aflaheimildir verði ekki fluttar úr þeim þegar fyrirtæki hafa fest kaup á þeim en þau hafa oftar en ekki verið svikin með þeim afleiðingum að heilu byggðarlögin hafa staðið eftir án atvinnuréttar. Á Siglufirði stóð ríkið sjálft fyrir mjög umdeildri sölu á fyrirtækinu Þormóði ramma fyrir á að giska 15 árum en í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem finna má á ágætri heimasíðu stofnunarinnar, http://www.rikisendurskodun,is, má lesa þungan áfellisdóm yfir því hvernig þáverandi fjármálaráðherra stóð að þeirri sölu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi verið selt á hálfvirði og að stjórnvöld hafi hunsað það að ræða við kaupendahóp sem samanstóð af hátt í 200 Siglfirðingum. Í 5. grein kaupsamnings sem fjármálaráðherra gerði við kaupendur Þormóðs ramma var það skilyrði að kaupendur, sem vel að merkja reka fyrirtækið enn, skyldu skuldbinda sig til að nýta aflakvóta í þágu útgerðar og vinnslu á Siglufirði. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði hingað til og nú berast fréttir af því að ganga eigi lengra í að svíkja gerðan kaupsamning. Uppsagnir á áhöfnum skipa fyrirtækisins hafa verið boðaðar og eru skýringarnar sagðar vera þær að til standi að endurnýja skipaflota félagsins sem er kominn til ára sinna. Þessar skýringar eru hreint fráleitar þar sem ekki er von á nýju skipunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta og þarnæsta ári. Eina haldbæra skýringin á þessum uppsögnum er því sú að fyrirtækið ætli að leigja aflaheimildirnar. Ekki ætla ég að skera úr um hvort brot á kaupsamningi sem gerður var við ríkið varði við lög en óumdeilt er að forráðamenn fyrirtækisins hafa ekki staðið við gerða samninga og loforð. Það er áhugaverð spurning hvort íslenskir viðskiptamenn telji eðli þessara viðskipta sem gerð eru með eigur almennings, þ.e. kvótann, vera að einhverju leyti frábrugðið eðli annarra viðskipta og þess vegna sé í góðu lagi að svíkja gefin loforð. Dæmin eru fjölmörg, s.s. sala Guðbjargarinnar frá Ísafirði og loforð sem gefin voru Stöðfirðingum um áframhald fiskvinnslu í plássinu. Við í Frjálslynda flokknum vonumst til þess að landsmenn sýni það í verki í komandi kosningum að þeir vilji vinda ofan af þessu spillta vitleysiskerfi sem hefur orðið þjóðinni til mikils tjóns. Engum er betur treystandj til þess en Frjálslynda flokknum undir forystu margreynds aflaskipstjóra, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Höfundur er alþingismaður Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Almennt gera landsmenn sér nú fyllilega grein fyrir algjöru árangursleysi kvótakerfisins í sjávarútvegi við að þjóna upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að byggja upp þorskstofninn.Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kerfisins og landaður afli af Íslandsmiðum hefur ekki verið minni um árabil. Árangursleysið segir í raun allt sem segja þarf um kerfið og þau „fræði“ sem uppbyggingarstarfið hvílir á. Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Á einum áratug hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 180 milljarða en tekjur greinarinnar hafa ekkert vaxið frá síðustu aldamótum. Það hefur verið í tísku á síðustu árum að halda lærða fyrirlestra um bætt viðskiptasiðferði. Aldrei hef ég í þessu sambandi séð að fjallað hafi verið um það siðferði sem hefur viðgengist með aflaheimildir sem eru í raun og sanni sameign íslensku þjóðarinnar. Í þessum viðskiptum hefur nánast viðgengist skítlegt siðferði þar sem gerðir samningar eru þverbrotnir. Loforð hafa ítrekað verið gefin íbúum byggðarlaga um að aflaheimildir verði ekki fluttar úr þeim þegar fyrirtæki hafa fest kaup á þeim en þau hafa oftar en ekki verið svikin með þeim afleiðingum að heilu byggðarlögin hafa staðið eftir án atvinnuréttar. Á Siglufirði stóð ríkið sjálft fyrir mjög umdeildri sölu á fyrirtækinu Þormóði ramma fyrir á að giska 15 árum en í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem finna má á ágætri heimasíðu stofnunarinnar, http://www.rikisendurskodun,is, má lesa þungan áfellisdóm yfir því hvernig þáverandi fjármálaráðherra stóð að þeirri sölu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi verið selt á hálfvirði og að stjórnvöld hafi hunsað það að ræða við kaupendahóp sem samanstóð af hátt í 200 Siglfirðingum. Í 5. grein kaupsamnings sem fjármálaráðherra gerði við kaupendur Þormóðs ramma var það skilyrði að kaupendur, sem vel að merkja reka fyrirtækið enn, skyldu skuldbinda sig til að nýta aflakvóta í þágu útgerðar og vinnslu á Siglufirði. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði hingað til og nú berast fréttir af því að ganga eigi lengra í að svíkja gerðan kaupsamning. Uppsagnir á áhöfnum skipa fyrirtækisins hafa verið boðaðar og eru skýringarnar sagðar vera þær að til standi að endurnýja skipaflota félagsins sem er kominn til ára sinna. Þessar skýringar eru hreint fráleitar þar sem ekki er von á nýju skipunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta og þarnæsta ári. Eina haldbæra skýringin á þessum uppsögnum er því sú að fyrirtækið ætli að leigja aflaheimildirnar. Ekki ætla ég að skera úr um hvort brot á kaupsamningi sem gerður var við ríkið varði við lög en óumdeilt er að forráðamenn fyrirtækisins hafa ekki staðið við gerða samninga og loforð. Það er áhugaverð spurning hvort íslenskir viðskiptamenn telji eðli þessara viðskipta sem gerð eru með eigur almennings, þ.e. kvótann, vera að einhverju leyti frábrugðið eðli annarra viðskipta og þess vegna sé í góðu lagi að svíkja gefin loforð. Dæmin eru fjölmörg, s.s. sala Guðbjargarinnar frá Ísafirði og loforð sem gefin voru Stöðfirðingum um áframhald fiskvinnslu í plássinu. Við í Frjálslynda flokknum vonumst til þess að landsmenn sýni það í verki í komandi kosningum að þeir vilji vinda ofan af þessu spillta vitleysiskerfi sem hefur orðið þjóðinni til mikils tjóns. Engum er betur treystandj til þess en Frjálslynda flokknum undir forystu margreynds aflaskipstjóra, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Höfundur er alþingismaður Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun