Aukin þjónusta við fötluð börn Stefán Jón Hafstein skrifar 12. janúar 2007 05:00 Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla. Málið sýndist einfalt: Lög í landinu kveða skýrt á um skyldur ríkisvaldsins varðandi málefni fatlaðra og þessi þjónusta er sannarlega hluti af þeim málaflokki. Eigi að síður voru stálin stinn í málinu vegna þess að ríkið neitaði að veita þjónustuna, hvað þá greiða fyrir hana, og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að axla ábyrgð á þeirri vanrækslu. Eftir sátu börnin. Reykjavíkurlistinn tók reyndar upp þjónustu af þessu tagi í Öskjuhlíðarskóla og barðist fyrir því að fá ríkið að því borði. Í þeirri togstreitu voru foreldrar að vonum áhyggjufullir og lentu ítrekað í klemmu. Á endanum tókst að fá helmingsaðild ríkis, sem síðan var ekki staðið við nema að hluta. Reykjavíkurborg tryggði eigi að síður þjónustuna og stóð við sitt. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Samkomulagið er nákvæmlega í þeim anda sem ég sem formaður menntaráðs lagði til við félagsmálaráðuneytið árið 2003, með skiptingu kostnaðar til helminga á meðan lög um fatlaða eru til endurskoðunar. Þetta tók vissulega langan tíma, alltof langan, en er nú í höfn. Samfylkingin hvetur til þess að Reykjavíkurborg nýti samkomulagið og tryggi öllum fötluðum grunnskólabörnum lengda viðveru. Sá fyrirvari er hafður um samkomulagið að ekki er getið um hver skuli bera kostnað, reynist hann meiri en þau framlög sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að þessi óskilgreindi afgangur sem hugsanlega skapast bitni ekki á þjónustu þegar fram í sækir og til verði nýtt rifrildi sem engum yrði til sóma. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem formaður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla. Málið sýndist einfalt: Lög í landinu kveða skýrt á um skyldur ríkisvaldsins varðandi málefni fatlaðra og þessi þjónusta er sannarlega hluti af þeim málaflokki. Eigi að síður voru stálin stinn í málinu vegna þess að ríkið neitaði að veita þjónustuna, hvað þá greiða fyrir hana, og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að axla ábyrgð á þeirri vanrækslu. Eftir sátu börnin. Reykjavíkurlistinn tók reyndar upp þjónustu af þessu tagi í Öskjuhlíðarskóla og barðist fyrir því að fá ríkið að því borði. Í þeirri togstreitu voru foreldrar að vonum áhyggjufullir og lentu ítrekað í klemmu. Á endanum tókst að fá helmingsaðild ríkis, sem síðan var ekki staðið við nema að hluta. Reykjavíkurborg tryggði eigi að síður þjónustuna og stóð við sitt. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Samkomulagið er nákvæmlega í þeim anda sem ég sem formaður menntaráðs lagði til við félagsmálaráðuneytið árið 2003, með skiptingu kostnaðar til helminga á meðan lög um fatlaða eru til endurskoðunar. Þetta tók vissulega langan tíma, alltof langan, en er nú í höfn. Samfylkingin hvetur til þess að Reykjavíkurborg nýti samkomulagið og tryggi öllum fötluðum grunnskólabörnum lengda viðveru. Sá fyrirvari er hafður um samkomulagið að ekki er getið um hver skuli bera kostnað, reynist hann meiri en þau framlög sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að þessi óskilgreindi afgangur sem hugsanlega skapast bitni ekki á þjónustu þegar fram í sækir og til verði nýtt rifrildi sem engum yrði til sóma. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun