Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 07:01 Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að gera breytingar. Nýja forgangsröðun. Landsbyggðin er og hefur alltaf verið í sérflokki þegar kemur að meðhöndlun geðsjúkdóma. Á þessu ári hafa komið upp sorgleg mál sem minna mann á hversu mikilvægt það er að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. En það þurfti ekki einstök mál til að minna á þetta því opinber gögn á síðustu árum hafa gefið okkur tilefni til áhyggna. Nýlegar tölur frá Landlæknisembættinu sýna t.d. að notkun þunglyndislyfja á Norður- og Austurlandi er töluvert yfir meðalnotkun á landinu. Notkunin raunar mest í þessum landshlutum. Það eru auðvitað ekki slæm tíðindi að fólk noti lyf og það er alltaf jákvætt þegar fólk leitar sér aðstoðar. Hins vegar er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að hugsanlega þurfi að stórefla aðgengi að öðrum stuðningsúrræðum því mikil neysla lyfja getur einfaldlega þýtt að það séu ekki önnur meðferðarúrræði í boði. Og það gæti því miður verið tilfellið á Austurlandi. Landshlutinn er stór en ekki búa nema um ellefu þúsund manns í honum. Aukið framboð á fjölbreyttum úrræðum er því flókið viðfangsefni enda nær útilokað að setja uppbygginguna í hendur markaðsafla. Það er ekki tilviljun að á Austurlandi starfa ekki einkareknar sálfræðistofur. Það borgar sig bara ekki. Þessi skortur á úrræðum getur seinkað allri meðferðarvinnu. Það getur verið löng bið eftir réttri greiningu og þegar kemur að andlegum veikindum getur þetta einfaldlega verið spurning um líf eða dauða í erfiðustu tilfellunum. Það er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er margra mánaða bið eftir þjónustu og á annað hundrað börn á biðlista. Þá eru fleiri hundruð börn og ungmenni á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og mörg dæmi um að fjölskyldur þurfi að bíða í allt að tvö ár þar til barn kemst að. Þá er það auðvitað svo að við getum ekki öll notið niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu. Ég þekki persónulega mörg tilfelli þar sem fólk í mikilli neyð hefur einfaldlega ekki getað leyft sér að sækja slíka þjónustu. Samfylkingin er með plan í heilbrigðismálum, allir landsmenn eiga að hafi öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ef þjónustan er sótt yfir heiðina eða í gegnum fjallið þá verður það að vera öruggt, við ætlum líka að uppfæra greiðsluþáttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og hún nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða og taki tekjutap fjölskyldna með í reikninginn. Geðheilbrigðismál á að taka alvarlega um allt land og hlutirnir þurfa ekki að vera eins og þeir eru í dag. Þetta snýst eingöngu um forgangsröðun og pólitískan vilja. Höfundur skipar annað sæta á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Því miður er það svo og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Geðheilbrigðismál rata einkum í umræðuna þegar skelfileg áföll dynja á samfélaginu eins og gerst hefur ítrekað á þessu ári. Þá vakna stjórnmálamenn og tjá sig um nauðsyn breytinga. Það er jákvætt en þessi mál verða ekki löguð í átaksverkefnum. Það þarf að gera breytingar. Nýja forgangsröðun. Landsbyggðin er og hefur alltaf verið í sérflokki þegar kemur að meðhöndlun geðsjúkdóma. Á þessu ári hafa komið upp sorgleg mál sem minna mann á hversu mikilvægt það er að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. En það þurfti ekki einstök mál til að minna á þetta því opinber gögn á síðustu árum hafa gefið okkur tilefni til áhyggna. Nýlegar tölur frá Landlæknisembættinu sýna t.d. að notkun þunglyndislyfja á Norður- og Austurlandi er töluvert yfir meðalnotkun á landinu. Notkunin raunar mest í þessum landshlutum. Það eru auðvitað ekki slæm tíðindi að fólk noti lyf og það er alltaf jákvætt þegar fólk leitar sér aðstoðar. Hins vegar er óhjákvæmilegt að draga þá ályktun að hugsanlega þurfi að stórefla aðgengi að öðrum stuðningsúrræðum því mikil neysla lyfja getur einfaldlega þýtt að það séu ekki önnur meðferðarúrræði í boði. Og það gæti því miður verið tilfellið á Austurlandi. Landshlutinn er stór en ekki búa nema um ellefu þúsund manns í honum. Aukið framboð á fjölbreyttum úrræðum er því flókið viðfangsefni enda nær útilokað að setja uppbygginguna í hendur markaðsafla. Það er ekki tilviljun að á Austurlandi starfa ekki einkareknar sálfræðistofur. Það borgar sig bara ekki. Þessi skortur á úrræðum getur seinkað allri meðferðarvinnu. Það getur verið löng bið eftir réttri greiningu og þegar kemur að andlegum veikindum getur þetta einfaldlega verið spurning um líf eða dauða í erfiðustu tilfellunum. Það er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er margra mánaða bið eftir þjónustu og á annað hundrað börn á biðlista. Þá eru fleiri hundruð börn og ungmenni á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og mörg dæmi um að fjölskyldur þurfi að bíða í allt að tvö ár þar til barn kemst að. Þá er það auðvitað svo að við getum ekki öll notið niðurgreiddrar sálfræðiþjónustu. Ég þekki persónulega mörg tilfelli þar sem fólk í mikilli neyð hefur einfaldlega ekki getað leyft sér að sækja slíka þjónustu. Samfylkingin er með plan í heilbrigðismálum, allir landsmenn eiga að hafi öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ef þjónustan er sótt yfir heiðina eða í gegnum fjallið þá verður það að vera öruggt, við ætlum líka að uppfæra greiðsluþáttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og hún nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða og taki tekjutap fjölskyldna með í reikninginn. Geðheilbrigðismál á að taka alvarlega um allt land og hlutirnir þurfa ekki að vera eins og þeir eru í dag. Þetta snýst eingöngu um forgangsröðun og pólitískan vilja. Höfundur skipar annað sæta á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun