Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar 9. nóvember 2024 12:17 Það er margt sem fara má betur á Íslandi í dag. Síðustu ár hafa verðbólga og vextir yfirtekið samtöl yngri kynslóða og hversu erfitt, og jafnvel óraunhæft það virkar að eignast eigið húsnæði í slíkum aðstæðum. Geðheilsa landsmanna fer versnandi, tímafrekt er að fá tíma í heilsugæslu og ekki lækkar verð á vörum og þjónustu. Þó staðan sé dökk ætlum við í Viðreisn að horfa á tækifærin. Það er nauðsynlegt að veita framtíðinni aðstoð, svo hún verði björt. Það er hægt að snúa hlutunum við, velja aðrar leiðir og skapa spennandi framtíð. Viðreisn er klár í slaginn. Flokkurinn stendur fyrir alvöru tækifærum, alvöru áætlunum og alvöru lausnum. Bág staða ríkisfjármála stendur í vegi fyrir því að við uppskerum tækifærin okkar en við getum ekki hækkað skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki í landi hárra vaxta og verðbólgu. Það þarf að taka til í fjármálum ríkisins, ekki að hækka skatta á landsmenn sem nú þegar standa mörg hver á hálum ís. Það er því nauðsynlegt að taka til í fjármálum ríkisins, fækka stofnunum, skapa aukið frelsi í viðskiptum og fjölga fjárfestingartækifærum. Við bætum ekki hag Íslendinga með því að líta hornauga til útlendinga sem hér starfa. Við gerum það ekki með því að skerða réttindi kvenna. Við megum ekki láta þessa kosningabaráttu snúast um neitt annað en að bæta hag allra Íslendinga. Aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu er mjög takmarkaður og hefur núverandi ríkisstjórn vanrækt málaflokkinn. Það er ljóst að kvíði, ótti og ofbeldi á meðal barna hefur aukist til muna. Eitt af því mikilvægasta í samfélaginu er að öllum líði vel og að hvert og eitt barn eigi rétt á ókeypis geðheilbrigðisþjónustu. Viðreisn telur biðlista innan heilbrigðiskerfis til skammar og að vandamálið sé ekki okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki að kenna heldur ríkisstjórnarinnar. Það er ljóst að við Íslendingar stöndum frammi fyrir ýmsum vandamálum. Viðreisn er klár í slaginn og þegar við mætum í ríkisstjórn munu raunverulegar breytingar fara af stað. Betri hagstjórn, frelsi einstaklingsins og stytting biðlista eru allt hlutir sem Viðreisn mun setja á oddinn. En við gerum þetta ekki ein, við gerum þetta saman. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem fara má betur á Íslandi í dag. Síðustu ár hafa verðbólga og vextir yfirtekið samtöl yngri kynslóða og hversu erfitt, og jafnvel óraunhæft það virkar að eignast eigið húsnæði í slíkum aðstæðum. Geðheilsa landsmanna fer versnandi, tímafrekt er að fá tíma í heilsugæslu og ekki lækkar verð á vörum og þjónustu. Þó staðan sé dökk ætlum við í Viðreisn að horfa á tækifærin. Það er nauðsynlegt að veita framtíðinni aðstoð, svo hún verði björt. Það er hægt að snúa hlutunum við, velja aðrar leiðir og skapa spennandi framtíð. Viðreisn er klár í slaginn. Flokkurinn stendur fyrir alvöru tækifærum, alvöru áætlunum og alvöru lausnum. Bág staða ríkisfjármála stendur í vegi fyrir því að við uppskerum tækifærin okkar en við getum ekki hækkað skatta á vinnandi fólk og fyrirtæki í landi hárra vaxta og verðbólgu. Það þarf að taka til í fjármálum ríkisins, ekki að hækka skatta á landsmenn sem nú þegar standa mörg hver á hálum ís. Það er því nauðsynlegt að taka til í fjármálum ríkisins, fækka stofnunum, skapa aukið frelsi í viðskiptum og fjölga fjárfestingartækifærum. Við bætum ekki hag Íslendinga með því að líta hornauga til útlendinga sem hér starfa. Við gerum það ekki með því að skerða réttindi kvenna. Við megum ekki láta þessa kosningabaráttu snúast um neitt annað en að bæta hag allra Íslendinga. Aðgangur að geðheilbrigðisþjónustu er mjög takmarkaður og hefur núverandi ríkisstjórn vanrækt málaflokkinn. Það er ljóst að kvíði, ótti og ofbeldi á meðal barna hefur aukist til muna. Eitt af því mikilvægasta í samfélaginu er að öllum líði vel og að hvert og eitt barn eigi rétt á ókeypis geðheilbrigðisþjónustu. Viðreisn telur biðlista innan heilbrigðiskerfis til skammar og að vandamálið sé ekki okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki að kenna heldur ríkisstjórnarinnar. Það er ljóst að við Íslendingar stöndum frammi fyrir ýmsum vandamálum. Viðreisn er klár í slaginn og þegar við mætum í ríkisstjórn munu raunverulegar breytingar fara af stað. Betri hagstjórn, frelsi einstaklingsins og stytting biðlista eru allt hlutir sem Viðreisn mun setja á oddinn. En við gerum þetta ekki ein, við gerum þetta saman. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun