Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 11:01 Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífshættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var. Gerandinn gagnvart mér var strax settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar var það með heimsókna- og bréfabanni. Gerandinn gagnvart mér hefur verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á mig og nú í um 2 mánuði í fangelsi (á meðan ekki hefur verið dæmt í málinu er um gæsluvarðhald að ræða en eftir dóm fangelsi). Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum 2 mánuðum var nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, því að í honum er nýtt úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýðir að afbrotamaðurinn hefur verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fær hann meðferð og undirgengst á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá er honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Ósakhæfir einstaklingar eru, eins og á Íslandi, dæmdir til vistunar á viðeigandi stofnun, en sá munur er á Íslandi og Noregi að í Noregi er hægt að fá pláss á viðeigandi stofnun þegar svona er komið, en ekki er á vísan að róa með það á Íslandi. Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa. Annað mál sem einnig vakti athygli var heimilisofbeldismálið þar sem gerandinn var talinn ósakhæfur á kvöldin þegar hann beitti ofbeldi, þrátt fyrir að hafa verið nógu heill á geði til að vera í vinnu yfir daginn. Þeim einstaklingi var ekki gerð refsing, þar sem ekki var talið að refsing myndi gera honum gott. Ekkert virtist vera spáð í hvernig þannig dómur legðist í brotaþola. Enn eitt mál átti sér stað nýverið á Vopnafirði, þar sem gerandinn beitti fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi, var handtekinn og yfirheyrður, gekkst við verknaðinum og var síðan sleppt. Hann var svo handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni. Enn eitt ráðaleysismálið snýst um konu eina á Akureyri, sem gengist hefur við því að skella svefntöflum út í bjór sem hún bar þáverandi eiginmanni sínum. Eftir rúmlega þriggja ára rannsókn á því máli, sem inn í blönduðust nokkrir rannsóknarblaðamenn, verðlaunablaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn, var málið fellt niður þar sem ólíklegt þótti að konan væri sakhæf og ekki þótti líklegt að umfangsmiklar refsingar lægju við þeim brotum sem blaða- og fjölmiðlamennirnir voru sakborningar út af og tengdust uppátækjum konunnar. Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar. Í síðasttalda málinu hefði spurningin um sakhæfi ekki orðið afgerandi upp á spurninguna um niðurfellingu eða áframhaldandi rannsókn. Ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki bara verið sleppt lausum eftir játningu. Ef öryggisvistun hefði verið meðal úrræða og ef einhver íslensk stofnun hefði auk þess haft þá fortakslausu skyldu að vista ósakhæfa afbrotamenn þá hefði heimilisofbeldismanni með kvöldsetta ósakhæfissýki verið gerð annað hvort meðferð eða refsing, annað hvort með vistun á viðeigandi sjúkrastofnun eða í fangelsi. Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu? Höfundur er brotaþoli í hnífstunguárás. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Noregur Dómstólar Dómsmál Mál Mohamad Kourani Lögreglumál Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum. Áhuginn er ekki til kominn af góðu. Ég lenti sjálf í að gerð var að mér lífshættuleg atlaga með hníf, þegar ég var í vinnunni í Noregi og var mesta mildi að ég lifði af og enn meiri að ég virðist að miklu leyti hafa náð mér líkamlega og er andlega í ótrúlega góðu standi líka, ef tekið er mið af hversu alvarleg atlagan var. Gerandinn gagnvart mér var strax settur í gæsluvarðhald og fyrstu fjórar vikurnar var það með heimsókna- og bréfabanni. Gerandinn gagnvart mér hefur verið alveg í umsjá fangelsisyfirvalda síðan hann réðist á mig og nú í um 2 mánuði í fangelsi (á meðan ekki hefur verið dæmt í málinu er um gæsluvarðhald að ræða en eftir dóm fangelsi). Dómurinn sem kveðinn var upp fyrir rúmum 2 mánuðum var nokkuð athyglisverður frá íslensku sjónarmiði, því að í honum er nýtt úrræði sem ekki er að finna í íslensku refsilöggjöfinni. Ótímabundin öryggisvistun til viðbótar við sjö og hálfs árs fangelsisdóm. Ótímabundin öryggisvistun þýðir að afbrotamaðurinn hefur verið metinn sakhæfur en er talinn samfélaginu hættulegur og því talið öruggast að hafa hann lokaðan inni í sérstöku fangelsisplássi. Þar fær hann meðferð og undirgengst á einhverra ára fresti mat á því hvort hann sé enn hættulegur samfélaginu. Leiði mat í ljós að svo sé enn þá er honum ekki sleppt út jafnvel þó afplánun refsingar sé lokið. Ósakhæfir einstaklingar eru, eins og á Íslandi, dæmdir til vistunar á viðeigandi stofnun, en sá munur er á Íslandi og Noregi að í Noregi er hægt að fá pláss á viðeigandi stofnun þegar svona er komið, en ekki er á vísan að róa með það á Íslandi. Frægt er Kourani málið, þar sem einstaklingur sem nýtur verndar á Íslandi reyndi að drepa mann með hníf, auk þess að hafa haft í hótunum við vararíkissaksóknara og annan einstakling um nokkurra ára skeið. Kourani var dæmdur í 8 ára fangelsi og engum öryggisvistunarmöguleika þar til að dreifa. Annað mál sem einnig vakti athygli var heimilisofbeldismálið þar sem gerandinn var talinn ósakhæfur á kvöldin þegar hann beitti ofbeldi, þrátt fyrir að hafa verið nógu heill á geði til að vera í vinnu yfir daginn. Þeim einstaklingi var ekki gerð refsing, þar sem ekki var talið að refsing myndi gera honum gott. Ekkert virtist vera spáð í hvernig þannig dómur legðist í brotaþola. Enn eitt mál átti sér stað nýverið á Vopnafirði, þar sem gerandinn beitti fyrrverandi sambýliskonu grófu ofbeldi, var handtekinn og yfirheyrður, gekkst við verknaðinum og var síðan sleppt. Hann var svo handtekinn aftur einhverjum dögum seinna og settur í gæsluvarðhald, enda hafði þá líklega runnið upp fyrir lögreglunni að kannski gæti hann verið hættulegur fleirum en fyrrverandi sambýliskonunni. Enn eitt ráðaleysismálið snýst um konu eina á Akureyri, sem gengist hefur við því að skella svefntöflum út í bjór sem hún bar þáverandi eiginmanni sínum. Eftir rúmlega þriggja ára rannsókn á því máli, sem inn í blönduðust nokkrir rannsóknarblaðamenn, verðlaunablaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn, var málið fellt niður þar sem ólíklegt þótti að konan væri sakhæf og ekki þótti líklegt að umfangsmiklar refsingar lægju við þeim brotum sem blaða- og fjölmiðlamennirnir voru sakborningar út af og tengdust uppátækjum konunnar. Ef tekið væri á sakamálum af sömu festu á Íslandi og í Noregi og ef ótímabundin öryggisvistun væri meðal mögulegra réttarúrræða á Íslandi hefðu flest ofantalin mál verið auðveldari viðureignar. Í síðasttalda málinu hefði spurningin um sakhæfi ekki orðið afgerandi upp á spurninguna um niðurfellingu eða áframhaldandi rannsókn. Ef sama festa hefði verið í rannsóknum á Íslandi og í Noregi, hefði manninum á Vopnafirði ekki bara verið sleppt lausum eftir játningu. Ef öryggisvistun hefði verið meðal úrræða og ef einhver íslensk stofnun hefði auk þess haft þá fortakslausu skyldu að vista ósakhæfa afbrotamenn þá hefði heimilisofbeldismanni með kvöldsetta ósakhæfissýki verið gerð annað hvort meðferð eða refsing, annað hvort með vistun á viðeigandi sjúkrastofnun eða í fangelsi. Kourani, sem hefur hálfu ári lengri refsidóm en gerandinn gagnvart mér, hefði líklega lent í öryggisvistun, enda margt dálítið líkt með Kourani málinu og málinu sem ég lenti í. Gerandinn gagnvart mér er þó norskur, þannig að þar er ekki til að dreifa ofrausn í alþjóðlegum verndarmálum. Mætti biðja verðandi alþingismenn á Íslandi að líta til Noregs og skoða hvað hægt væri að læra þaðan um úrræði í réttarkerfinu? Höfundur er brotaþoli í hnífstunguárás.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar