Eiður markalaus í 455 mínútur 31. janúar 2007 00:01 Eiður Smári Guðjohnen sést hér fagna síðasta marki sínu fyrir Barcelona, 14. desember síðastliðinn AFP Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. Það gekk lítið hjá Eið Smára Guðjohnsen í fyrsta mánuði ársins 2007 og þetta var fyrsti mánuðurinn, síðan hann gekk til liðs við Barcelona, sem honum tókst ekki að skora. Síðasta mark Eiðs Smára, sem var jafnframt það tíunda á tímabilinu, kom gegn mexíkóska liðinu CF América í heimsbikarkeppni félagsliða 14. desember. Þetta var 21. leikur Eiðs Smára með Barcelona og á þeim tíma var hann með mark á 123 mínútna fresti sem er mjög góður árangur. Síðan þá hefur Eiður Smári leikið átta leiki án þess að skora og er nú markalaus á síðustu 455 mínútunum sem hann hefur spilað með Barcelona. Eiður Smári hefur verið varamaður í síðustu þremur leikjum Barcelona og aðeins fengið að spreyta sig í 61 mínútu í þeim. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir landsliðsfyrirliðann sem byrjaði inn á í tíu leikjum Barcelona í röð í lok síðasta árs. Bestu mánuðir Eiðs Smára voru október og nóvember þar sem hann skoraði 6 mörk í 10 leikjum og byrjaði alla leiki sem hann spilaði. Eiður skoraði 1 mark í ágúst og september og síðan tvö mörk í síðasta mánuði ársins. Samkeppnin er aðeins að verða meiri nú þegar Samuel Eto’o og Lionel Messi snúa aftur úr meiðslum. Argentínumaðurinn Javier Saviola hefur spilað frábærlega að undanförnu og það er alveg ljóst að Eiður Smári þarf að fara að skora ætli hann sér að fá einhver tækifæri þegar Eto’o og Messi verða orðnir klárir í slaginn. Javier Saviola skoraði 8 mörk í 7 leikjum Börs-unga í janúar og hefur nú skorað 12 mörk í 16 leikjum á tímabilinu. Það hafa því aðeins liðið 67,7 mínútur á milli marka hjá honum. Eiður Smári er í 4. sæti meðal marksæknustu leikmanna Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona en fyrir ofan hann eru Saviola, Ronaldinho og Samuel Eto’o. Varamaður Saviola Eiður Smári sést hér koma inn á sem varamaður fyrir Javier Saviola.Nordic photos/AFP Barcelona hefur gengið vel þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inn á vellinum en markatalan í þessar 1.688 mínútur sem hann hefur spilað í búningi Börsunga er 40-15, Barcelona í vil. Barcelona hefur því skorað með 42,2 mínútna millibili á meðan Eiður er inn á og það eru aðeins Javier Saviola (36,9) og Ludovic Giuly (41,6) sem koma betur út úr þeirri tölfræði. Það eru ekki bara íslenskir knattspyrnuáhugamenn og Eiður Smári sem bíða og vonast til þess að hann finni skotskóna á ný því samkvæmt nýjum samstarfssamningi við Eimskip renna stórar peningaupphæðir til líknarmála þegar Eiður Smári skorar. Í tilkynningu á heimasíðu Eimskips segir að Eimskip vilji byrja á að heita hálfri milljón króna á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í deildakeppninni á þessu tímabili og að sama skapi heitir félagið milljón á Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Næsti leikur Börsunga er í kvöld gegn Real Zaragoza í spænska Konungsbikarnum og nú er að sjá hvort Eiður Smári fái tækifæri hjá Frank Rijkaard í þessum leik og hvort honum takist að skora langþráð mark, sitt fyrsta í einn og hálfan mánuð. ooj@frettabladid.is Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Útlitið er ekkert alltof bjart fyrir okkar mann hjá Barcelona. Eiður Smári hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum, á sama tíma hefur Javier Saviola skorað 8 mörk og samkeppnin er jafnframt að harðna. Það gekk lítið hjá Eið Smára Guðjohnsen í fyrsta mánuði ársins 2007 og þetta var fyrsti mánuðurinn, síðan hann gekk til liðs við Barcelona, sem honum tókst ekki að skora. Síðasta mark Eiðs Smára, sem var jafnframt það tíunda á tímabilinu, kom gegn mexíkóska liðinu CF América í heimsbikarkeppni félagsliða 14. desember. Þetta var 21. leikur Eiðs Smára með Barcelona og á þeim tíma var hann með mark á 123 mínútna fresti sem er mjög góður árangur. Síðan þá hefur Eiður Smári leikið átta leiki án þess að skora og er nú markalaus á síðustu 455 mínútunum sem hann hefur spilað með Barcelona. Eiður Smári hefur verið varamaður í síðustu þremur leikjum Barcelona og aðeins fengið að spreyta sig í 61 mínútu í þeim. Þetta eru mikil viðbrigði fyrir landsliðsfyrirliðann sem byrjaði inn á í tíu leikjum Barcelona í röð í lok síðasta árs. Bestu mánuðir Eiðs Smára voru október og nóvember þar sem hann skoraði 6 mörk í 10 leikjum og byrjaði alla leiki sem hann spilaði. Eiður skoraði 1 mark í ágúst og september og síðan tvö mörk í síðasta mánuði ársins. Samkeppnin er aðeins að verða meiri nú þegar Samuel Eto’o og Lionel Messi snúa aftur úr meiðslum. Argentínumaðurinn Javier Saviola hefur spilað frábærlega að undanförnu og það er alveg ljóst að Eiður Smári þarf að fara að skora ætli hann sér að fá einhver tækifæri þegar Eto’o og Messi verða orðnir klárir í slaginn. Javier Saviola skoraði 8 mörk í 7 leikjum Börs-unga í janúar og hefur nú skorað 12 mörk í 16 leikjum á tímabilinu. Það hafa því aðeins liðið 67,7 mínútur á milli marka hjá honum. Eiður Smári er í 4. sæti meðal marksæknustu leikmanna Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona en fyrir ofan hann eru Saviola, Ronaldinho og Samuel Eto’o. Varamaður Saviola Eiður Smári sést hér koma inn á sem varamaður fyrir Javier Saviola.Nordic photos/AFP Barcelona hefur gengið vel þann tíma sem Eiður Smári hefur verið inn á vellinum en markatalan í þessar 1.688 mínútur sem hann hefur spilað í búningi Börsunga er 40-15, Barcelona í vil. Barcelona hefur því skorað með 42,2 mínútna millibili á meðan Eiður er inn á og það eru aðeins Javier Saviola (36,9) og Ludovic Giuly (41,6) sem koma betur út úr þeirri tölfræði. Það eru ekki bara íslenskir knattspyrnuáhugamenn og Eiður Smári sem bíða og vonast til þess að hann finni skotskóna á ný því samkvæmt nýjum samstarfssamningi við Eimskip renna stórar peningaupphæðir til líknarmála þegar Eiður Smári skorar. Í tilkynningu á heimasíðu Eimskips segir að Eimskip vilji byrja á að heita hálfri milljón króna á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í deildakeppninni á þessu tímabili og að sama skapi heitir félagið milljón á Umhyggju, félag til styrktar langveikum börnum, fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Næsti leikur Börsunga er í kvöld gegn Real Zaragoza í spænska Konungsbikarnum og nú er að sjá hvort Eiður Smári fái tækifæri hjá Frank Rijkaard í þessum leik og hvort honum takist að skora langþráð mark, sitt fyrsta í einn og hálfan mánuð. ooj@frettabladid.is
Spænski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira