Spænski boltinn

Fréttamynd

Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara

Landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, Orri Steinn Óskarsson, er kominn með nýjan þjálfara hjá félagsliði sínu Real Sociedad. Bandaríkjamaðurinn Pellegrino Matarazzo hefur skrifað undir samning út tímabilið 2027.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Orra Steins látinn fara

Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson mun senn snúa aftur á knattspyrnuvöllinn með Real Sociedad og það mun hann gera undir stjórn nýs þjálfara. Sergio Francisco hefur verið látinn fara frá félaginu sökum slæms gengis.

Fótbolti
Fréttamynd

Sakna Orra enn sárt og vand­ræðin aukast

Real Sociedad hefur verið í miklu basli í spænsku 1. deildinni í fótbolta í vetur, í fjarveru íslenska landsliðsfyrirliðans Orra Steins Óskarssonar vegna meiðsla. Það styttist í Orra en Real tapaði þriðja deildarleiknum í röð í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland tryggði City sigur í stór­leiknum gegn Real Madrid

Manchester City hafði betur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í Madríd í stórleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 2-1 sigur Manchester City staðreynd og spurning hvort um hafi verið að ræða síðasta leik Real Madrid undir stjórn þjálfarans Xabi Alonso.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­vígi Mbappé og Haaland í hættu

Meiðslamartröðin heldur áfram hjá spænska fótboltaliðinu Real Madrid og nú gæti Kylian Mbappé misst af stórleiknum gegn Erling Haaland og félögum í Manchester City.

Fótbolti