Fagrir hljómar 24. febrúar 2007 11:00 Þjóðlög, ljóðaflokkar og aríur Fjölbreyttir söngtónleikar verða haldnir í Salnum á morgun. MYND/Vilhelm Söngkonurnar Xu Wen og Natalía Chow halda söngtónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Með þeim leikur Anna Guðný Guðmunsdóttir á píanó en á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Mahler og frumflutningur á ljóðaflokki eftir Julian Hewlett, auk íslenskra og erlendra sönglaga og aría. Xu Wen nam ung að árum kínverskan óperusöng, leiklist, dans og skylmingar við Huangmei-óperuskólann í Anhui-fylki í Kína. Hún hefur sungið aðalhlutverk í fjölmörgum kínverskum óperum og unnið til verðlauna fyrir söng sinn. Hún fluttist til Íslands árið 1989, hóf nám hjá Elísabetu Erlingsdóttur við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík og stundaði síðar framhaldsnám í London. Xu Wen hefur haldið fjölda einsöngstónleika og sungið víða á opinberum vettvangi og starfar nú jafnframt sem söngkennari við Domus Vox. Natalía Chow Hewlett ólst upp í Hong Kong og lærði snemma á píanó. Hún lauk 8. stig í píanóleik og einsöng í Hong Kong og hélt síðar til framhaldsnáms í Bretlandi. Að námi loknu var Natalía ráðin sem lektor við Hong Kong International Institute of Music þar sem hún sá um menntun verðandi tónmenntakennara. Á sama tíma stundaði hún framhaldsnám í söng. Natalía fluttist til Íslands árið 1992 og hefur starfað sem söngkona, söngkennari, organisti og kórstjóri, fyrst á Húsavík og síðan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur til að mynda staðið að stofnun fjögurra kóra, þar á meðal Regnbogakvennakórsins sem er fyrir konur af erlendum uppruna. Tónleikarnir á morgun hefjast kl. 16. Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Söngkonurnar Xu Wen og Natalía Chow halda söngtónleika í Salnum í Kópavogi á morgun. Með þeim leikur Anna Guðný Guðmunsdóttir á píanó en á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Mahler og frumflutningur á ljóðaflokki eftir Julian Hewlett, auk íslenskra og erlendra sönglaga og aría. Xu Wen nam ung að árum kínverskan óperusöng, leiklist, dans og skylmingar við Huangmei-óperuskólann í Anhui-fylki í Kína. Hún hefur sungið aðalhlutverk í fjölmörgum kínverskum óperum og unnið til verðlauna fyrir söng sinn. Hún fluttist til Íslands árið 1989, hóf nám hjá Elísabetu Erlingsdóttur við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík og stundaði síðar framhaldsnám í London. Xu Wen hefur haldið fjölda einsöngstónleika og sungið víða á opinberum vettvangi og starfar nú jafnframt sem söngkennari við Domus Vox. Natalía Chow Hewlett ólst upp í Hong Kong og lærði snemma á píanó. Hún lauk 8. stig í píanóleik og einsöng í Hong Kong og hélt síðar til framhaldsnáms í Bretlandi. Að námi loknu var Natalía ráðin sem lektor við Hong Kong International Institute of Music þar sem hún sá um menntun verðandi tónmenntakennara. Á sama tíma stundaði hún framhaldsnám í söng. Natalía fluttist til Íslands árið 1992 og hefur starfað sem söngkona, söngkennari, organisti og kórstjóri, fyrst á Húsavík og síðan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur til að mynda staðið að stofnun fjögurra kóra, þar á meðal Regnbogakvennakórsins sem er fyrir konur af erlendum uppruna. Tónleikarnir á morgun hefjast kl. 16.
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Hvar eru þau nú? Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög