The Abbatoir Blues Tour - fjórar stjörnur 26. febrúar 2007 07:00 Mikið hnossgæti fyrir aðdáendur Nick Cave, sem heldur áhorfendum í heljargreipum frá upphafi til enda. Þessi tvöfaldi DVD-mynddiskur hefur að geyma lög sem Nick Cave tók upp með hljómsveit sinni The Bad Seeds á tvennum tónleikum í London 2003 og 2004. Þeir fyrri voru haldnir til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus en hinir síðari til að fylgja eftir Nocturama. Fyrir aðdáendur Cave er hér um mikið hnossgæti að ræða. Báðir tónleikarnir í London eru ákaflega vel heppnaðir og fara Cave og félagar á kostum á sviðinu eins og þeirra er von og vísa. Cave líkist mest predikara þegar hann þrumar út úr sér textunum, oftast nær einn með mígrafóninn á meðan hinir spila í bakgrunninum. Lokalag fyrri disksins, Stagger Lee, er sérstaklega eftirminnilegt og fer ekki á milli mála að Cave og félagar gefa sig alla í spilamennskuna. Lýsingin á sviðinu gerir útkomuna ennþá magnaðari, þar sem skiptist á rauð og hvít ljósadýrð. Fyrir þá sem fóru á eftirminnilega tónleika Cave í Laugardalshöll í fyrra eru DVD-diskarnir tveir jafnframt mjög góð upprifjun því flest laganna þar hljómuðu einnig í London. Má þar nefna gullmola á borð við God is in the House, Red Right Hand, Bring it On og hið áðurnefnda Stagger Lee. Í viðhafnarútgáfu fylgja jafnframt með tveir geisladiskar, um 90 mínútur alls að lengd, sem voru teknir upp á The Abbatoir Blues-tónleikaferðinni víðs vegar um Evrópu og standa þeir vel fyrir sínu. Freyr Bjarnason Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þessi tvöfaldi DVD-mynddiskur hefur að geyma lög sem Nick Cave tók upp með hljómsveit sinni The Bad Seeds á tvennum tónleikum í London 2003 og 2004. Þeir fyrri voru haldnir til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus en hinir síðari til að fylgja eftir Nocturama. Fyrir aðdáendur Cave er hér um mikið hnossgæti að ræða. Báðir tónleikarnir í London eru ákaflega vel heppnaðir og fara Cave og félagar á kostum á sviðinu eins og þeirra er von og vísa. Cave líkist mest predikara þegar hann þrumar út úr sér textunum, oftast nær einn með mígrafóninn á meðan hinir spila í bakgrunninum. Lokalag fyrri disksins, Stagger Lee, er sérstaklega eftirminnilegt og fer ekki á milli mála að Cave og félagar gefa sig alla í spilamennskuna. Lýsingin á sviðinu gerir útkomuna ennþá magnaðari, þar sem skiptist á rauð og hvít ljósadýrð. Fyrir þá sem fóru á eftirminnilega tónleika Cave í Laugardalshöll í fyrra eru DVD-diskarnir tveir jafnframt mjög góð upprifjun því flest laganna þar hljómuðu einnig í London. Má þar nefna gullmola á borð við God is in the House, Red Right Hand, Bring it On og hið áðurnefnda Stagger Lee. Í viðhafnarútgáfu fylgja jafnframt með tveir geisladiskar, um 90 mínútur alls að lengd, sem voru teknir upp á The Abbatoir Blues-tónleikaferðinni víðs vegar um Evrópu og standa þeir vel fyrir sínu. Freyr Bjarnason
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira