126 ár að vinna upp í morgunverk bankastjóra Ögmundur Jónasson skrifar 9. mars 2007 05:00 Á fyrstu áratugum síðustu aldar tíðkaðist það fyrirkomulag á bátum og skipum að háseti fengi einn hlut, skipstjóri þrjá en stýrimaður, vélstjóri og kokkur voru þar á milli. Með öðrum orðum; tekjumunurinn var einn á móti þremur. Ég veit ekki hvað sjómenn síðustu aldar hefðu sagt ef þeir hefðu heyrt um tekjuskiptinguna hjá íslenskum fjármálastofnunum nú um stundir. Til dæmis hjá Glitni. Þar átti einn forstjórinn viðskipti við sjálfan sig eina morgunstund fyrir fáeinum dögum. Þau viðskipti gáfu honum rúmar 380 milljónir í vasann. Morgunstund gefur gull í mund var einhvern tímann sagt. Ekki veit ég nákvæmlega hvað almennir starfsmenn Glitnis fá í sinn hlut fyrir sín störf en hitt veit ég að það tæki einstakling með 250 þúsund króna mánaðartekjur 126 ár að vinna sér inn þessa upphæð. Þetta eru náttúrulega smámunir ef haft er í huga að viðkomandi forstjóri og hans nánustu félagar eiga rúma sex milljarða eignarhlut í sama fyrirtæki. Ég átti samtal við bankastjóra í öðrum banka fyrir fáeinum dögum. Ég spurði hvort það væri rétt að einn aðaleigandi þess banka hefði hagnast um milljarð á mánuði frá því ríkisstjórnin einkavæddi bankann og færði honum hann fyrir fáeinum árum. Viðmælandi minn sagði að þetta væri rangt. Upphæðin væri talsvert hærri. Fjölmiðlar – með undantekningum þó - láta sér fátt um þessa þróun finnast þótt manna á milli sé þetta mikið rætt. En fáir láta sér lengur koma til hugar að gera samanburð á milli launaþróunar ofurlaunamannsins annars vegar og verkamannsins hins vegar. Getur verið að það sé vegna þess að menn telji aðstæður þeirra svo gjörólíkar, að þeir séu hreinlega ekki af sama heimi? Ef svo er þá erum við komin ansi langt frá hlutaskiptum fyrri tíðar. Við erum þá ekki lengur á sama bátnum, ein þjóð í einu landi, heldur tvær óskyldar þjóðir. Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á hálfum öðrum áratug. Þegar ég kemst svo að orði minnir ein ágæt vinkona mín mig jafnan á, að þjóðfélagið hafi ekki breyst af sjálfu sér – því hafi verið breytt. Það séu gerendur þar á bak við. Hyldjúp gjá á milli þjóðfélagshópa er birtingarmynd þessara breytinga. Skyldu þeir stjórnmálaflokkar sem eru valdir að því að sundra samfélaginu vera ánægðir með morgunverk sín? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Á fyrstu áratugum síðustu aldar tíðkaðist það fyrirkomulag á bátum og skipum að háseti fengi einn hlut, skipstjóri þrjá en stýrimaður, vélstjóri og kokkur voru þar á milli. Með öðrum orðum; tekjumunurinn var einn á móti þremur. Ég veit ekki hvað sjómenn síðustu aldar hefðu sagt ef þeir hefðu heyrt um tekjuskiptinguna hjá íslenskum fjármálastofnunum nú um stundir. Til dæmis hjá Glitni. Þar átti einn forstjórinn viðskipti við sjálfan sig eina morgunstund fyrir fáeinum dögum. Þau viðskipti gáfu honum rúmar 380 milljónir í vasann. Morgunstund gefur gull í mund var einhvern tímann sagt. Ekki veit ég nákvæmlega hvað almennir starfsmenn Glitnis fá í sinn hlut fyrir sín störf en hitt veit ég að það tæki einstakling með 250 þúsund króna mánaðartekjur 126 ár að vinna sér inn þessa upphæð. Þetta eru náttúrulega smámunir ef haft er í huga að viðkomandi forstjóri og hans nánustu félagar eiga rúma sex milljarða eignarhlut í sama fyrirtæki. Ég átti samtal við bankastjóra í öðrum banka fyrir fáeinum dögum. Ég spurði hvort það væri rétt að einn aðaleigandi þess banka hefði hagnast um milljarð á mánuði frá því ríkisstjórnin einkavæddi bankann og færði honum hann fyrir fáeinum árum. Viðmælandi minn sagði að þetta væri rangt. Upphæðin væri talsvert hærri. Fjölmiðlar – með undantekningum þó - láta sér fátt um þessa þróun finnast þótt manna á milli sé þetta mikið rætt. En fáir láta sér lengur koma til hugar að gera samanburð á milli launaþróunar ofurlaunamannsins annars vegar og verkamannsins hins vegar. Getur verið að það sé vegna þess að menn telji aðstæður þeirra svo gjörólíkar, að þeir séu hreinlega ekki af sama heimi? Ef svo er þá erum við komin ansi langt frá hlutaskiptum fyrri tíðar. Við erum þá ekki lengur á sama bátnum, ein þjóð í einu landi, heldur tvær óskyldar þjóðir. Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á hálfum öðrum áratug. Þegar ég kemst svo að orði minnir ein ágæt vinkona mín mig jafnan á, að þjóðfélagið hafi ekki breyst af sjálfu sér – því hafi verið breytt. Það séu gerendur þar á bak við. Hyldjúp gjá á milli þjóðfélagshópa er birtingarmynd þessara breytinga. Skyldu þeir stjórnmálaflokkar sem eru valdir að því að sundra samfélaginu vera ánægðir með morgunverk sín? Höfundur er alþingismaður.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun