Í víngerð er engin rómantík 21. mars 2007 00:01 Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður Gallo, hélt hér fyrirlestur um víngerðina síðasta föstudag á hótel Nordica en gestum gafst jafnframt kostur á að prófa fínni vín fyrirtækisins. Hann er víngerðarmaður af lífi og sál með um tveggja áratuga reynslu í farteskinu. Hann verður svolítið skrítinn á svipinn þegar blaðamaður spyr hann út í rómantíkina sem oft er tengd víngerðinni. Eftir stutta umhugsun segir hann ekkert rómantískt við víngerð. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn. Víngerð er bara puð, alveg sama hvar hún er stunduð í heiminum og af hvaða stærðargráðu framleiðslan er,“ segir hann. Svo glottir hann og segir að rómantíkin komi inn í myndina þegar víngerðarmaður hvílir lúin bein í lok vinnudags undir sólarlag, kemur sér fyrir og horfir yfir ekru sína í blíðunni og dreypir á eigin framleiðslu. „Rómantíkin kemur inn í myndina þegar vínsins er notið.“ Af öllu er þó ljóst að Cal Dennison hefur brennandi áhuga á fagi sínu. „Vín hafa verið framleidd í yfir fimm þúsund ár og við erum enn að prófa okkur áfram,“ segir hann uppnuminn. Hann segir svo margt eftir að gera í framleiðslunni tengt nýbreytni og hugmyndaríkri framleiðslu. „Af samstarfsfólki mínu ætlast ég til að það sýni ástríðu, dugnað og áhuga á að framleiða sífellt framúrskarandi vín. Um leið er ég nýjungagjarn og vil sjá stöðugar framfarir í framleiðsluferlinu.“ Í fyrirlestrinum á föstudag fór Cal Dennison yfir helstu þætti framleiðslunnar, en sagði galdurinn í því að búa til framúrskarandi vín fólginn í því að huga að smáatriðunum. „Allt verður að vera 100 prósent,“ segir hann og kveður óhemju áherslu lagða á gæði framleiðslunnar og ferlisins alls hjá Gallo. „Víngerðarmaður þarf til dæmis stöðugt að vera á vínekrunni til að fylgjast með þroska vínberjanna. Þar skiptir máli bragð, litur og áferð. Maður verður alltaf að vera að bragða á berjunum. Svo spýtir maður þeim á jörðina og skoðar hvernig liturinn rennur til í hrákanum,“ segir hann og hlær. „Einhvern tímann heyrði ég sagt að það allra mikilvægasta sem víngerðarmaður getur látið eftir sig á vínekrunni væru eigin fótspor.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Sjá meira
Cal Dennison, yfirvíngerðarmaður Gallo, hélt hér fyrirlestur um víngerðina síðasta föstudag á hótel Nordica en gestum gafst jafnframt kostur á að prófa fínni vín fyrirtækisins. Hann er víngerðarmaður af lífi og sál með um tveggja áratuga reynslu í farteskinu. Hann verður svolítið skrítinn á svipinn þegar blaðamaður spyr hann út í rómantíkina sem oft er tengd víngerðinni. Eftir stutta umhugsun segir hann ekkert rómantískt við víngerð. „Maður þarf að vera yfir þessu öllum stundum, vakinn og sofinn. Víngerð er bara puð, alveg sama hvar hún er stunduð í heiminum og af hvaða stærðargráðu framleiðslan er,“ segir hann. Svo glottir hann og segir að rómantíkin komi inn í myndina þegar víngerðarmaður hvílir lúin bein í lok vinnudags undir sólarlag, kemur sér fyrir og horfir yfir ekru sína í blíðunni og dreypir á eigin framleiðslu. „Rómantíkin kemur inn í myndina þegar vínsins er notið.“ Af öllu er þó ljóst að Cal Dennison hefur brennandi áhuga á fagi sínu. „Vín hafa verið framleidd í yfir fimm þúsund ár og við erum enn að prófa okkur áfram,“ segir hann uppnuminn. Hann segir svo margt eftir að gera í framleiðslunni tengt nýbreytni og hugmyndaríkri framleiðslu. „Af samstarfsfólki mínu ætlast ég til að það sýni ástríðu, dugnað og áhuga á að framleiða sífellt framúrskarandi vín. Um leið er ég nýjungagjarn og vil sjá stöðugar framfarir í framleiðsluferlinu.“ Í fyrirlestrinum á föstudag fór Cal Dennison yfir helstu þætti framleiðslunnar, en sagði galdurinn í því að búa til framúrskarandi vín fólginn í því að huga að smáatriðunum. „Allt verður að vera 100 prósent,“ segir hann og kveður óhemju áherslu lagða á gæði framleiðslunnar og ferlisins alls hjá Gallo. „Víngerðarmaður þarf til dæmis stöðugt að vera á vínekrunni til að fylgjast með þroska vínberjanna. Þar skiptir máli bragð, litur og áferð. Maður verður alltaf að vera að bragða á berjunum. Svo spýtir maður þeim á jörðina og skoðar hvernig liturinn rennur til í hrákanum,“ segir hann og hlær. „Einhvern tímann heyrði ég sagt að það allra mikilvægasta sem víngerðarmaður getur látið eftir sig á vínekrunni væru eigin fótspor.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Sjá meira