Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2025 10:49 Fríður Skeggjadóttir. Lyf og heilsa Fríður Skeggjadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðamála hjá Lyfja og heilsu. Í tilkynningu segir að Fríður hafi áður starfað sem forstöðumaður í áhættustýringu Íslandsbanka og þar á undan hjá Vistor og GSK á Íslandi. Hún starfaði einnig í upphafi starfsferils hjá Lyf og heilsu sem lyfjafræðingur. „Fríður er með M.Sc. gráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og verkefnastýringu þar sem hún hefur m.a. leitt stór innleiðinga- og úrbótaverkefni. Hún hefur sérfræðiþekkingu á sviði áhættustýringar, stjórnarhátta og gæðamála. Lyfjafræðileg þekking hennar mun þá nýtast sérstaklega vel í þeim umbreytingar- og úrbótaverkefnum sem eru framundan hjá félaginu,“ segir í tilkynningunni. Edda Hermannsdóttir er forstjóri Lyf og heilsu. Haft er eftir Eddu Hermannsdóttur, forstjóra Lyfja og heilsu, að hún sé spennt að fá Fríði inn í stjórnendahóp Lyf og heilsu. „Framundan eru stór umbreytingar- og úrbótaverkefni þar sem við eflum hlutverk okkar í heilbrigðisþjónustu við viðskiptavini. Fríður þekkir fyrirtækið og viðfangsefnin vel og kemur með dýrmæta þekkingu, sem mun nýtast vel í þeirri vegferð sem er framundan,“ segir Edda. Þá er haft eftir Fríði að hún sé spennt að hefja störf hjá Lyfjum og heilsu, taka þátt í að móta stefnu og leiða fyrirtækið inn í nýja tíma. „Apótek Lyf og heilsu eru mikilvægur hlekkur í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og þar er lagður metnaður í að veita faglega og góða þjónustu í þágu viðskiptavina. Þá veitir það drifkraft og hvatningu að vita að á degi hverjum er unnið að því hjá Lyf og heilsu að bæta heilsu og lífsgæði fólks um allt land.Það er virkilega góð tilfinning að snúa aftur í lyfjageirann eftir lærdómsríkan tíma í fjármálaheiminum. Ég er full tilhlökkunar að takast á við mikilvæg verkefni með starfsfólki félagsins,“ segir Fríður. Í umbreytingarferli Í tilkynningunni segir að í lok árs 2024 hafi verið tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. „Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsu, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig 4 lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum. Félagið leggur áherslu á heilsu og heilbrigði og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna, veita persónulega, örugga og faglega þjónustu með breiðu úrvali lyfja, heilsutengdra vara og snyrtivara. Stefnt er að því að styðja við þessar áherslur og markmið, enda eru lyfjaverslanir lykil innviðir í hverju samfélagi. Alfa Framtak er rekstraraðili sérhæfðra sjóða og hefur langa reynslu af fjárfestingum, að styðja við vöxt og að leiða umbreytingar. Markmið Alfa Framtaks er að hámarka verðmæti fjárfestinga og skila fyrirtækjum af sér í betra ástandi við sölu og þannig skilja eftir sig jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Íslandsbanki Lyf Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Í tilkynningu segir að Fríður hafi áður starfað sem forstöðumaður í áhættustýringu Íslandsbanka og þar á undan hjá Vistor og GSK á Íslandi. Hún starfaði einnig í upphafi starfsferils hjá Lyf og heilsu sem lyfjafræðingur. „Fríður er með M.Sc. gráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynslu af stjórnun og verkefnastýringu þar sem hún hefur m.a. leitt stór innleiðinga- og úrbótaverkefni. Hún hefur sérfræðiþekkingu á sviði áhættustýringar, stjórnarhátta og gæðamála. Lyfjafræðileg þekking hennar mun þá nýtast sérstaklega vel í þeim umbreytingar- og úrbótaverkefnum sem eru framundan hjá félaginu,“ segir í tilkynningunni. Edda Hermannsdóttir er forstjóri Lyf og heilsu. Haft er eftir Eddu Hermannsdóttur, forstjóra Lyfja og heilsu, að hún sé spennt að fá Fríði inn í stjórnendahóp Lyf og heilsu. „Framundan eru stór umbreytingar- og úrbótaverkefni þar sem við eflum hlutverk okkar í heilbrigðisþjónustu við viðskiptavini. Fríður þekkir fyrirtækið og viðfangsefnin vel og kemur með dýrmæta þekkingu, sem mun nýtast vel í þeirri vegferð sem er framundan,“ segir Edda. Þá er haft eftir Fríði að hún sé spennt að hefja störf hjá Lyfjum og heilsu, taka þátt í að móta stefnu og leiða fyrirtækið inn í nýja tíma. „Apótek Lyf og heilsu eru mikilvægur hlekkur í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og þar er lagður metnaður í að veita faglega og góða þjónustu í þágu viðskiptavina. Þá veitir það drifkraft og hvatningu að vita að á degi hverjum er unnið að því hjá Lyf og heilsu að bæta heilsu og lífsgæði fólks um allt land.Það er virkilega góð tilfinning að snúa aftur í lyfjageirann eftir lærdómsríkan tíma í fjármálaheiminum. Ég er full tilhlökkunar að takast á við mikilvæg verkefni með starfsfólki félagsins,“ segir Fríður. Í umbreytingarferli Í tilkynningunni segir að í lok árs 2024 hafi verið tilkynnt um kaup AF2, framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks, á ráðandi hlut í Lyf og heilsu. „Fyrirtækið rekur 27 lyfjaverslanir undir merkjunum Lyf og heilsu, Apótekarinn, Garðsapótek og Apótek Hafnarfjarðar. Félagið rekur einnig 4 lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið, sem sérhæfir sig í framleiðslu á kremum, áburðum og olíum. Alls starfa um 300 manns hjá félaginu í um 175 stöðugildum. Félagið leggur áherslu á heilsu og heilbrigði og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna, veita persónulega, örugga og faglega þjónustu með breiðu úrvali lyfja, heilsutengdra vara og snyrtivara. Stefnt er að því að styðja við þessar áherslur og markmið, enda eru lyfjaverslanir lykil innviðir í hverju samfélagi. Alfa Framtak er rekstraraðili sérhæfðra sjóða og hefur langa reynslu af fjárfestingum, að styðja við vöxt og að leiða umbreytingar. Markmið Alfa Framtaks er að hámarka verðmæti fjárfestinga og skila fyrirtækjum af sér í betra ástandi við sölu og þannig skilja eftir sig jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Íslandsbanki Lyf Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira