Helgidagar 7. apríl 2007 00:01 Um hverja einustu páska, einkum á föstudaginn langa, kemur upp ákveðin deila milli þeirra sem vilja virða helgidaga og þeirra sem vilja gera það sem þeim sýnist. Mér hefur alltaf fundist þetta dálítið furðuleg deila. Ég hef aldrei skilið þá almennilega sem vilja gera veður út af þessum helgidögum við þjóðkirkjuna eða aðra. Mér er spurn: Eru menn ekki bara almennt sáttir við það að fá frí? Þurfa menn endilega að gera eitthvað? SEM krakki kunni ég illa að meta föstudaginn langa. Hann var alltof langur. Ekkert um að vera. Í námi leit ég yfirleitt á föstudaginn langa og páskana alla eins og hvert annað upplestrarfrí sem var brotið upp með gómsætu páskalambi, á milli þess sem maður grúfði sig yfir skruddurnar. Á fullorðinsárum hef ég hins vegar lært að meta páskana miklu betur. Þeir eru frábærir, í einu orði sagt. Hér er boðið upp á frí án sérstaks tilstands. Þetta eru bara helgidagar. Ekkert tré inni í stofu. Bara bók í hönd. Sumarbústaðarferð kannski. Eða skreppa á skíði. Semsagt: Þetta eru dagar til að slappa af, færðir manni á silfurfati í boði þjóðkirkjunnar. Og ég segi bara eins og Idolstjarnan: "Takk fyrir það". ÉG skal glaður nota þessa daga til íhugunar, í tilefni af píslargöngu eða öðru. Þó það nú væri. Ef fólk getur ekki verið sátt við þessi bíti er eitthvað mikið að. Hér gefst okkur kostur á fríi gegn því að við slökum á. Hversu langt er vinnugeðveikin farin með mann, hversu víðtæk er hin þjóðfélagslega manía orðin, ef samfélagið getur ekki sætt sig við svona kostaboð? Hvers vegna þurfa menn að nöldra út af þessu og rjúka til og bjóða upp á eitthvað bingó á Lækjartorgi, eins og trúleysingjar gerðu í gær, til þess að mótmæla? MÉR leiðist þetta. Einu sinni var hljómsveitin mín beðin um að spila á föstudaginn langa. Við vorum fátækir námsmenn í þá daga, þannig að við ákváðum að taka boðinu. Þetta var á kaffihúsi. Staðarhaldari var staðráðinn í að hafa opið. Hann ætlaði sko ekki að láta brjóta á rétti sínum með einhverju helgidagavæli. "Ég ætla að hafa opið og bjóða upp á mitt kökuhlaðborð," sagði hann, í sínum síða leðurfrakka. "Löggan mun þurfa að draga mig út í hlekkjum." AÐDÁUNARVERÐ stefnufesta þarna á ferð, en ég varð óneitanlega hugsi. Að sjálfsögðu kom löggan ekki. Það var bara opið. Fólk fékk sér köku. En ég velti fyrir mér: Af hverju verða sumir svona æstir yfir því þegar frídagar koma og þeir mega helst ekki vinna? Af hverju vilja þeir ekki slaka á? Hvað er málið? Hið alvarlega í þessu er það, að þeir sem vilja helst vinna draga aðra með sér í vinnu og smám saman verða frídagarnir engir. Og þá er þjóðfélagið hætt að geta slappað af yfir höfuð, sem er afskaplega vont. Grundvallaratriðiði er nefnilega þetta: Öll þjóðfélög þurfa helgidaga. Og ef einhverjir þurfa að slappa af endrum og eins eru það Íslendingar. Njótum þess. Gleðilega páska! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Um hverja einustu páska, einkum á föstudaginn langa, kemur upp ákveðin deila milli þeirra sem vilja virða helgidaga og þeirra sem vilja gera það sem þeim sýnist. Mér hefur alltaf fundist þetta dálítið furðuleg deila. Ég hef aldrei skilið þá almennilega sem vilja gera veður út af þessum helgidögum við þjóðkirkjuna eða aðra. Mér er spurn: Eru menn ekki bara almennt sáttir við það að fá frí? Þurfa menn endilega að gera eitthvað? SEM krakki kunni ég illa að meta föstudaginn langa. Hann var alltof langur. Ekkert um að vera. Í námi leit ég yfirleitt á föstudaginn langa og páskana alla eins og hvert annað upplestrarfrí sem var brotið upp með gómsætu páskalambi, á milli þess sem maður grúfði sig yfir skruddurnar. Á fullorðinsárum hef ég hins vegar lært að meta páskana miklu betur. Þeir eru frábærir, í einu orði sagt. Hér er boðið upp á frí án sérstaks tilstands. Þetta eru bara helgidagar. Ekkert tré inni í stofu. Bara bók í hönd. Sumarbústaðarferð kannski. Eða skreppa á skíði. Semsagt: Þetta eru dagar til að slappa af, færðir manni á silfurfati í boði þjóðkirkjunnar. Og ég segi bara eins og Idolstjarnan: "Takk fyrir það". ÉG skal glaður nota þessa daga til íhugunar, í tilefni af píslargöngu eða öðru. Þó það nú væri. Ef fólk getur ekki verið sátt við þessi bíti er eitthvað mikið að. Hér gefst okkur kostur á fríi gegn því að við slökum á. Hversu langt er vinnugeðveikin farin með mann, hversu víðtæk er hin þjóðfélagslega manía orðin, ef samfélagið getur ekki sætt sig við svona kostaboð? Hvers vegna þurfa menn að nöldra út af þessu og rjúka til og bjóða upp á eitthvað bingó á Lækjartorgi, eins og trúleysingjar gerðu í gær, til þess að mótmæla? MÉR leiðist þetta. Einu sinni var hljómsveitin mín beðin um að spila á föstudaginn langa. Við vorum fátækir námsmenn í þá daga, þannig að við ákváðum að taka boðinu. Þetta var á kaffihúsi. Staðarhaldari var staðráðinn í að hafa opið. Hann ætlaði sko ekki að láta brjóta á rétti sínum með einhverju helgidagavæli. "Ég ætla að hafa opið og bjóða upp á mitt kökuhlaðborð," sagði hann, í sínum síða leðurfrakka. "Löggan mun þurfa að draga mig út í hlekkjum." AÐDÁUNARVERÐ stefnufesta þarna á ferð, en ég varð óneitanlega hugsi. Að sjálfsögðu kom löggan ekki. Það var bara opið. Fólk fékk sér köku. En ég velti fyrir mér: Af hverju verða sumir svona æstir yfir því þegar frídagar koma og þeir mega helst ekki vinna? Af hverju vilja þeir ekki slaka á? Hvað er málið? Hið alvarlega í þessu er það, að þeir sem vilja helst vinna draga aðra með sér í vinnu og smám saman verða frídagarnir engir. Og þá er þjóðfélagið hætt að geta slappað af yfir höfuð, sem er afskaplega vont. Grundvallaratriðiði er nefnilega þetta: Öll þjóðfélög þurfa helgidaga. Og ef einhverjir þurfa að slappa af endrum og eins eru það Íslendingar. Njótum þess. Gleðilega páska!