Bíó og sjónvarp

Roth kastaði upp yfir Alien

Geimveran ógeðfellda í Alien hafði mikil áhrif á sálartetur Eli Roth.
Geimveran ógeðfellda í Alien hafði mikil áhrif á sálartetur Eli Roth.

Íslandsvinurinn Eli Roth ákvað að gerast kvikmyndagerðarmaður eftir að hafa farið með foreldrum sínum að sjá hryllingsmyndina Alien, þá sjö ára gamall. Roth kastaði upp yfir hryllingnum sem hann varð vitni að en ákvað um leið að hann vildi starfa við að láta aðra upplifa viðlíka hrylling.

„Um leið og ég kastaði upp vissi ég hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Kvikmyndalistin tók yfir líf mitt,“ segir Roth, en hann leikstýrir einmitt kvikmyndinni Hostel 2, sem var að hluta til tekin upp hér á landi og verður frumsýnd um næstu helgi. Hostel 2 hefur fengið ágæta dóma ytra en þykir ógeðfelld í meira lagi og hafa nokkur sýnishorn úr myndinni verið tekin úr sýningu í sjónvarpi í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×