Töfraorð og orðaleikfimi 6. júní 2007 06:00 Í umræðu um sjávarútvegsmál er oft á tíðum haldið á lofti ýmsum bábiljum um meinta hagræðingu kvótakerfisins í sjávarútvegi og uppbyggingu fiskistofna. Það er gert reglulega til að réttlæta eyðingu hinna dreifðu byggða og láta landsmenn sætta sig við óréttlætið og sóunina sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Þessu halda á lofti ýmsir sem taldir eru til hinna málsmetandi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum og fá þeir jafnvel að brynna landsmönnum af visku sinni í hinum ýmsu fréttaskýringaþáttum. Hverjar eru staðreyndir málsins? Verðmæti útfluttra sjávarafurða er um 10% lægra nú en það var fyrir áratug og á þessu tímabili hafa orðið miklar verðhækkanir á sjávarafurðum. Ekki hefur þó allt lækkað, skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað margfalt. Ekki er að sjá að skuldaaukningin hafi orðið vegna fjárfestinga í greininni þar sem tekjurnar hafa minnkað. Togaraflotinn hefur elst og eru nú 40% skipanna eldri en þrítug sem er mikil breyting frá því fyrir um áratug þegar einungis 2% skipa fylltu þann virðulega aldur. Upphaflegt markmið kerfisins var að byggja upp þorskstofninn og ef mark má taka á mælingum Hafró er ekki að sjá að það hafi tekist. Nú ráðleggur Hafró að veitt verði þrisvar sinnum minna en gert var fyrir daga kvótakerfisins sem átti að byggja upp þorskstofninn. Það er vitlaust gefið. Það er orðið löngu tímabært að taka núverandi kerfi til rækilegrar endurskoðunar og kemur það mjög á óvart að nýlegur stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og samstarfsflokks hans taki ekki til þess máls sem veldur óstöðugleika og sóun í sjávarútveginum. Töfraorðinu hagræðingu fylgir galdraorðið hagvöxtur sem lysthafendur sveifla í kringum sig þegar þeir egna fyrir kvótann. Frjálslyndi flokkurinn er hins vegar ekki í neinum innantómum orðaleik, Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram ábyrgar tillögur til breytinga á stjórnun fiskveiða og nú ríður á að stjórnvöld taki þær til málefnalegrar umræðu. Gefum útgerðarmönnum frí frá orðaleikfimi og tölum saman á mannamáli um það sem máli skiptir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um sjávarútvegsmál er oft á tíðum haldið á lofti ýmsum bábiljum um meinta hagræðingu kvótakerfisins í sjávarútvegi og uppbyggingu fiskistofna. Það er gert reglulega til að réttlæta eyðingu hinna dreifðu byggða og láta landsmenn sætta sig við óréttlætið og sóunina sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Þessu halda á lofti ýmsir sem taldir eru til hinna málsmetandi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum og fá þeir jafnvel að brynna landsmönnum af visku sinni í hinum ýmsu fréttaskýringaþáttum. Hverjar eru staðreyndir málsins? Verðmæti útfluttra sjávarafurða er um 10% lægra nú en það var fyrir áratug og á þessu tímabili hafa orðið miklar verðhækkanir á sjávarafurðum. Ekki hefur þó allt lækkað, skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað margfalt. Ekki er að sjá að skuldaaukningin hafi orðið vegna fjárfestinga í greininni þar sem tekjurnar hafa minnkað. Togaraflotinn hefur elst og eru nú 40% skipanna eldri en þrítug sem er mikil breyting frá því fyrir um áratug þegar einungis 2% skipa fylltu þann virðulega aldur. Upphaflegt markmið kerfisins var að byggja upp þorskstofninn og ef mark má taka á mælingum Hafró er ekki að sjá að það hafi tekist. Nú ráðleggur Hafró að veitt verði þrisvar sinnum minna en gert var fyrir daga kvótakerfisins sem átti að byggja upp þorskstofninn. Það er vitlaust gefið. Það er orðið löngu tímabært að taka núverandi kerfi til rækilegrar endurskoðunar og kemur það mjög á óvart að nýlegur stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og samstarfsflokks hans taki ekki til þess máls sem veldur óstöðugleika og sóun í sjávarútveginum. Töfraorðinu hagræðingu fylgir galdraorðið hagvöxtur sem lysthafendur sveifla í kringum sig þegar þeir egna fyrir kvótann. Frjálslyndi flokkurinn er hins vegar ekki í neinum innantómum orðaleik, Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram ábyrgar tillögur til breytinga á stjórnun fiskveiða og nú ríður á að stjórnvöld taki þær til málefnalegrar umræðu. Gefum útgerðarmönnum frí frá orðaleikfimi og tölum saman á mannamáli um það sem máli skiptir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar