Póstkort 9. júní 2007 06:00 Að aldagömlum sið ákvað ég fyrir nokkrum dögum að bregða mér suður á bóginn og freista þess að njóta lífsins í þægilegu loftslagi, frír og frjáls í lögbundnu sumarfríi. Þegar þetta er skrifað er ég kominn með 15 moskitóbit og hverju þeirra hef ég að sjálfsögðu tekið fagnandi enda ekki á hverjum degi sem maður getur gengið um á bol og stuttbuxum utandyra og sjálfsagt að einhver greiðsla, eða fórn, komi í staðinn. Á för minni um gnægtarlendur suðrænna slóða, þar sem ávextir vaxa á hverju tré, hef ég meðal annars leitt hugann að því hvernig Íslendingar, hinir nýríku eyjaskeggjar, hafa í gegnum tíðina upplifað sig sem slíkir í útlöndum. Margt hefur breyst. Það þótti, fyrir það fyrsta, töluvert merkilegra hér áður fyrr að fara til útlanda. Ekki þóttu það heldur lítil forréttindi hér í eina tíð að versla í Fríhöfninni á leiðinni heim. Mörg fjölskyldan tvístraðist í afstöðu sinni til þess sígilda deilumáls í þeim kringumstæðum, hvort kaupa ætti After Eight eða Macintosh, og varð valkvíðinn jafnvel hinu rólegasta fólki að falli. EINU sinni þótti líka gríðarlega áríðandi að Íslendingar í útlöndum sendu póstkort heim. Þetta gat verið ansi langdreginn bisness. Þegar verst lét í mínu tilviki voru póstkortin ekki skrifuð fyrr en í vélinni á leiðinni heim og póstlögð á Keflavíkurflugvelli. Nú hafa SMS skeyti blessunarlega tekið við þessu hlutverki, auk þess sem nokkuð auðveldara er að slá á þráðinn heimshorna á milli. Spurningin er hins vegar sú hvort að þessi bylting í fjarskiptatækni hafi miklu breytt um það hvert innihald þessara samskipta er. Mig grunar að mörlandinn sé farinn að tjá sig af nokkuð meiri yfirvegun um ferðir sínar til útlanda, og hin einlæga undrun yfir dásemdum fjarlægra slóða hafi látið undan og vikið fyrir meiri veraldarvisku. LÍTUM á nokkur klassísk þemu - byggð á eigin reynslu - í póstkortum Íslendinga heim til sín frá sumarleyfisstöðum í útlöndum á ofanverðri 20.öld: Þema 1) „Bjórinn er ekkert smá ódýr hérna! Hálfur lítri kostar bara 50 krónur." Þema 2) „Það er ekkert smá heitt hérna. Það er heitara úti en inni. P.s. Það var algjör óþarfi að taka með sér jakka." Þema 3) „Klósettin eru ekkert smá skrýtin hérna. Maður pissar ofan í gat í gólfinu!" Þema 4) „Það er ekkert smá hvað menn keyra hratt hérna á hraðbrautunum. Við keyrðum á 120 og bílarnir brunuðu fram úr okkur." Þema 5) „Ég er orðin/n ógeðslega brún/brúnn." SKEYTI af þessu tagi eru, að ég held, orðin afar sjaldgæf. Í ljósi þess myndi ég vilja gera það að tillögu minni - héðan úr friðsemd sólarlandanna - að Þjóðminjasafnið stæði fyrir söfnun á öllum þessum póstkortum Íslendinga heim til sín. Þau yrðu til minningar um hugarfar sem áður var og yrðu uppistaða í stórkostlegri sögusýningu sem sýndi vegferð heillar þjóðar úr fátækt til ríkidæmis, með viðkomu í einlægri gleði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun
Að aldagömlum sið ákvað ég fyrir nokkrum dögum að bregða mér suður á bóginn og freista þess að njóta lífsins í þægilegu loftslagi, frír og frjáls í lögbundnu sumarfríi. Þegar þetta er skrifað er ég kominn með 15 moskitóbit og hverju þeirra hef ég að sjálfsögðu tekið fagnandi enda ekki á hverjum degi sem maður getur gengið um á bol og stuttbuxum utandyra og sjálfsagt að einhver greiðsla, eða fórn, komi í staðinn. Á för minni um gnægtarlendur suðrænna slóða, þar sem ávextir vaxa á hverju tré, hef ég meðal annars leitt hugann að því hvernig Íslendingar, hinir nýríku eyjaskeggjar, hafa í gegnum tíðina upplifað sig sem slíkir í útlöndum. Margt hefur breyst. Það þótti, fyrir það fyrsta, töluvert merkilegra hér áður fyrr að fara til útlanda. Ekki þóttu það heldur lítil forréttindi hér í eina tíð að versla í Fríhöfninni á leiðinni heim. Mörg fjölskyldan tvístraðist í afstöðu sinni til þess sígilda deilumáls í þeim kringumstæðum, hvort kaupa ætti After Eight eða Macintosh, og varð valkvíðinn jafnvel hinu rólegasta fólki að falli. EINU sinni þótti líka gríðarlega áríðandi að Íslendingar í útlöndum sendu póstkort heim. Þetta gat verið ansi langdreginn bisness. Þegar verst lét í mínu tilviki voru póstkortin ekki skrifuð fyrr en í vélinni á leiðinni heim og póstlögð á Keflavíkurflugvelli. Nú hafa SMS skeyti blessunarlega tekið við þessu hlutverki, auk þess sem nokkuð auðveldara er að slá á þráðinn heimshorna á milli. Spurningin er hins vegar sú hvort að þessi bylting í fjarskiptatækni hafi miklu breytt um það hvert innihald þessara samskipta er. Mig grunar að mörlandinn sé farinn að tjá sig af nokkuð meiri yfirvegun um ferðir sínar til útlanda, og hin einlæga undrun yfir dásemdum fjarlægra slóða hafi látið undan og vikið fyrir meiri veraldarvisku. LÍTUM á nokkur klassísk þemu - byggð á eigin reynslu - í póstkortum Íslendinga heim til sín frá sumarleyfisstöðum í útlöndum á ofanverðri 20.öld: Þema 1) „Bjórinn er ekkert smá ódýr hérna! Hálfur lítri kostar bara 50 krónur." Þema 2) „Það er ekkert smá heitt hérna. Það er heitara úti en inni. P.s. Það var algjör óþarfi að taka með sér jakka." Þema 3) „Klósettin eru ekkert smá skrýtin hérna. Maður pissar ofan í gat í gólfinu!" Þema 4) „Það er ekkert smá hvað menn keyra hratt hérna á hraðbrautunum. Við keyrðum á 120 og bílarnir brunuðu fram úr okkur." Þema 5) „Ég er orðin/n ógeðslega brún/brúnn." SKEYTI af þessu tagi eru, að ég held, orðin afar sjaldgæf. Í ljósi þess myndi ég vilja gera það að tillögu minni - héðan úr friðsemd sólarlandanna - að Þjóðminjasafnið stæði fyrir söfnun á öllum þessum póstkortum Íslendinga heim til sín. Þau yrðu til minningar um hugarfar sem áður var og yrðu uppistaða í stórkostlegri sögusýningu sem sýndi vegferð heillar þjóðar úr fátækt til ríkidæmis, með viðkomu í einlægri gleði.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun