Að virkja ábyrgð Íslendinga 12. júní 2007 06:00 Þar til fyrir tólf árum var í stjórnarskrá Íslands að finna ákvæði, þar sem „sérhverjum vopnfærum manni" var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauðsyn krefði. Ákvæðið var fellt út úr stjórnarskránni um leið og mannréttindakafli hennar var endurskoðaður með þeim rökum að það væri tímaskekkja, enda hefði það í þau 120 ár sem það var í gildi aldrei fengið praktíska þýðingu. Eftir að landið varð herlaust á ný síðastliðið haust má segja að Íslendingar séu að vakna til vitundar um að höfuðábyrgðina á öryggi og vörnum landsins bera landsmenn sjálfir, þótt enginn sé hér herinn til að árétta fullveldisyfirráð þjóðarinnar í hinni stóru lögsögu landsins til láðs og lagar og í lofti. Það er því hægt að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum sjálfstæðum ríkjum. Nánasta frændþjóð okkar - fyrir utan Færeyinga sem eru jú ekki fullvalda - heldur ekki bara úti atvinnu- og herskylduher, heldur heilu kerfi sem byggir á ábyrgð hvers og eins landsmanns á því að taka þátt í vörnum landsins. Í Noregi er auk hersins heimavarnarliðið, sem er varalið hersins, fær herþjálfun og liðsmenn þess geyma vopn sín heima og eiga að vera tilbúnir til útkalls með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þar Sivilforsvaret, sem eru eins konar almannavarnasveitir sem hægt er að skylda alla þegna landsins á aldrinum 18 til 65 ára til þátttöku í. Auk þessara þriggja stofnana - hersins, heimavarnar- og almannavarnaliðsins - eru til sjálfboðaliðabjörgunarsveitir svipað og á Íslandi. Að ógleymdri lögreglunni og strandgæzlunni, sem reyndar er hluti af sjóhernum. Vitanlega skýrist þetta víðtæka kerfi her- og borgaralegra varna í Noregi af sögunni. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var þessu kerfi komið á til að hámarka varnargetu landsins gegn erlendri innrás eins og þeirri sem yfir það skall árið 1940. Skorturinn á slíkum vörnum á Íslandi skýrist með sama hætti af sögunni - mjög fljótlega eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað dróst það inn í kalda stríðið, varð meðal stofnríkja NATO og samdi um að á landinu væri að staðaldri erlendur her. Heilar kynslóðir Íslendinga ólust upp við að um varnir landsins sæi hið erlenda herlið og því væri óþarfi að velta fyrir sér ábyrgð Íslendinga sjálfra á þeim. Hið herlausa Ísland reynir því um þessar mundir að hámarka gagnið sem það getur haft af aðildinni að NATO með því að semja við bandalagsþjóðirnar, sem einnig hafa eigin hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi, um eflt samstarf um öryggi og varnir á þessu svæði. En jafnvel það eflda samstarf sem nú hefur verið samið um við Norðmenn og Dani og kann að verða samið um við Breta og Kanadamenn - til viðbótar við samningana sem gerðir voru við Bandaríkin síðastliðið haust og snerta fyrst og fremst viðbúnað á hættutímum - kemur aldrei að fullu í staðinn fyrir eigin ábyrgð Íslendinga á daglegri áréttingu á fullveldisyfirráðum sínum yfir íslenzkri lögsögu. Þetta áréttingarhlutverk er nú að mestu í höndum Landhelgisgæzlunnar en einnig Tollgæzlunnar og lögreglunnar. Hvort það er nóg er eitthvað sem ríkisstjórnin - og Íslendingar almennt - þurfa að gera upp við sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þar til fyrir tólf árum var í stjórnarskrá Íslands að finna ákvæði, þar sem „sérhverjum vopnfærum manni" var gert skylt að taka þátt í vörnum landsins ef nauðsyn krefði. Ákvæðið var fellt út úr stjórnarskránni um leið og mannréttindakafli hennar var endurskoðaður með þeim rökum að það væri tímaskekkja, enda hefði það í þau 120 ár sem það var í gildi aldrei fengið praktíska þýðingu. Eftir að landið varð herlaust á ný síðastliðið haust má segja að Íslendingar séu að vakna til vitundar um að höfuðábyrgðina á öryggi og vörnum landsins bera landsmenn sjálfir, þótt enginn sé hér herinn til að árétta fullveldisyfirráð þjóðarinnar í hinni stóru lögsögu landsins til láðs og lagar og í lofti. Það er því hægt að halda því fram að það sé allt eins mikil tímaskekkja að hafa ekkert ákvæði í lögum á Íslandi sem vísar til eigin ábyrgðar þegna íslenzka ríkisins á öryggi og vörnum landsins, eins og sjálfsagt þykir í öðrum sjálfstæðum ríkjum. Nánasta frændþjóð okkar - fyrir utan Færeyinga sem eru jú ekki fullvalda - heldur ekki bara úti atvinnu- og herskylduher, heldur heilu kerfi sem byggir á ábyrgð hvers og eins landsmanns á því að taka þátt í vörnum landsins. Í Noregi er auk hersins heimavarnarliðið, sem er varalið hersins, fær herþjálfun og liðsmenn þess geyma vopn sín heima og eiga að vera tilbúnir til útkalls með mjög skömmum fyrirvara. Þá er þar Sivilforsvaret, sem eru eins konar almannavarnasveitir sem hægt er að skylda alla þegna landsins á aldrinum 18 til 65 ára til þátttöku í. Auk þessara þriggja stofnana - hersins, heimavarnar- og almannavarnaliðsins - eru til sjálfboðaliðabjörgunarsveitir svipað og á Íslandi. Að ógleymdri lögreglunni og strandgæzlunni, sem reyndar er hluti af sjóhernum. Vitanlega skýrist þetta víðtæka kerfi her- og borgaralegra varna í Noregi af sögunni. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var þessu kerfi komið á til að hámarka varnargetu landsins gegn erlendri innrás eins og þeirri sem yfir það skall árið 1940. Skorturinn á slíkum vörnum á Íslandi skýrist með sama hætti af sögunni - mjög fljótlega eftir að íslenzka lýðveldið var stofnað dróst það inn í kalda stríðið, varð meðal stofnríkja NATO og samdi um að á landinu væri að staðaldri erlendur her. Heilar kynslóðir Íslendinga ólust upp við að um varnir landsins sæi hið erlenda herlið og því væri óþarfi að velta fyrir sér ábyrgð Íslendinga sjálfra á þeim. Hið herlausa Ísland reynir því um þessar mundir að hámarka gagnið sem það getur haft af aðildinni að NATO með því að semja við bandalagsþjóðirnar, sem einnig hafa eigin hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi, um eflt samstarf um öryggi og varnir á þessu svæði. En jafnvel það eflda samstarf sem nú hefur verið samið um við Norðmenn og Dani og kann að verða samið um við Breta og Kanadamenn - til viðbótar við samningana sem gerðir voru við Bandaríkin síðastliðið haust og snerta fyrst og fremst viðbúnað á hættutímum - kemur aldrei að fullu í staðinn fyrir eigin ábyrgð Íslendinga á daglegri áréttingu á fullveldisyfirráðum sínum yfir íslenzkri lögsögu. Þetta áréttingarhlutverk er nú að mestu í höndum Landhelgisgæzlunnar en einnig Tollgæzlunnar og lögreglunnar. Hvort það er nóg er eitthvað sem ríkisstjórnin - og Íslendingar almennt - þurfa að gera upp við sig.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun