Tankurinn og bíllinn Hallgrímur Helgason skrifar 12. júní 2007 01:30 Örlögin sendu mig í búðir í leit að litlum ísskáp. Ég fann einn á 20.000 krónur. Ágætis græja á viðunandi verði. Á heimleið kom ég við í matvöruverslun og keypti inn fyrir helgina: Fjögurra daga skammt fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Pokarnir tveir plús bleijur og morgunkorn kostuðu 10.000 krónur. Samt nægði varningurinn ekki til að fylla nýja ísskápinn. Til þess hefði þurft aðra eins ferð. Fyrir tilviljun komst ég að því að á Íslandi okkar daga kostar jafn mikið að fylla ísskápinn og ísskápurinn sjálfur kostar. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um hátt matarverð á Íslandi? Raftæki – matvara 5 - 0Eitt sinn voru raftæki dýr á Íslandi. Í bernsku minni var talað um þvottavélar eins og nú er talað um jeppa. Uppþvottavélar voru aðeins til á allra bestu heildsalaheimilum. Við fengum okkar fyrstu árið sem ég tók bílpróf. Fólk skipti um ísskápa á tveggja kynslóða fresti. Stórir og feitir Buick-lagaðir stríðsára-ísskápar stóðu vaktina í fjölskyldueldhúsinu mann fram af manni eins og minnisvarðar um matinn hennar mömmu. Nú skokka menn í Elko og Byko og kaupa sér nýjan í hverri viku. Hann kostar lítið meir en matarkarfan. Á undanförnum árum hefur eitthvað gerst í verslun með raftæki hér á landi sem ekki hefur gerst í verslun með matvöru. Hvað það er nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja, en hin nöturlega niðurstaða er staðreynd engu að síður sú að ísskápurinn er orðinn jafn dýr og maturinn sem hann hýsir. Það kostar ísskáp að fylla ísskáp. Við eyðum andvirði tveggja lítilla ísskápa í matarinnkaup á hverjum mánuði. Senn hlýtur að koma að því að Bónus bjóði upp á áfylltan ísskáp í sellófani: Helgarpakkinn — með lambalæri, kjúklingi, grænmetiskörfu, fjórum lítrum af mjólk og tveimur af ís. Eitthvað myndu menn segja ef bensínverð væri svo hátt að það kostaði andvirði bílsins að fylla tankinn. "1.400.000 krónur" að fylla Skoda Octavia en "3.600.000" að fylla Honda CRV. Hvers vegna látum við þetta rugl viðgangast ár eftir ár á okkar annars góða landi? Hvenær ætlar einhver stjórnmálamaður, einhver stjórn, að taka á þessu af alvöru? Áfram fornöld – ekkert stoppNýr landbúnaðarmálaráðherra er greinilega ekki maðurinn. Hann vill engar breytingar á landbúnaðarkerfinu og tollaumhverfi þess, sem flestir hugsandi menn eru sammála um að nauðsynlegar séu til þess að ná matarverðinu niður. Búið er að semja við bændur, segir ráðherrann, og ekki hægt að rjúfa þá samnninga. Gallinn er bara sá að það er ALLTAF búið að semja við bændur. Í þessum málum eru ekki gerðar fimm ára áætlanir í stíl Stalíns heldur sjö ára áætlanir. Og sá síðasti þessara samninga var undirritaður sjö mínútum fyrir síðustu kosningar, af sjálfum höfuðdýrlingi hæsta matarverðs í heimi, Heilögum Guðna Ágústssyni, og manni sem enn er fjármálaráðherra en var eitt sinn með mér í brúarvinnu og ætti því að teljast jafnaldri minn, en gekk þarna í bland við tröllin og batt okkur í ullarhelsið til ársins 2014. "16.4 milljarðar til bænda fram til ársins 2014," hét það í fréttum. "Djöfull er ég orðin þreytt á að búa í landi sem eyðir meiru í sauðfé en menntun" voru viðbrögð einnar af landsins bestu bloggmeyja. Jafnvel þótt manns eigin kynslóð sé loks komin til valda breytir það engu. Nei, fornöldinni skal viðhaldið með samningum sem ná FRAM Á ÞARNÆSTA kjörtímabil. Hverjum dettur í hug að gera ráð fyrir óbreytanlegu kerfi til sjö ára í hvaða starfsgrein sem er á okkar hraðskreiðu tölvutíð? Hver tæki nú mark á "Samningi um niðurhal og innsendingarvernd í tölvusamskiptum" frá árinu 2000? Ísskápurinn hefur talað. Skilaboðin eru skýr. Verð á matvöru á Íslandi er alþjóðlegur brandari. Forvitnilegt væri að fá samanburðartölur úr öðrum löndum. Hvað kostar ísskápurinn á Indlandi og hvað kostar að fylla hann? Þetta gæti orðið hin nýja Big Mac-vísitala. Þó er greinilegt á öllu að verð á raftækjum er í takt við tímann en verð á matvöru er ennþá bundið við sísta hluta síðustu aldar. Hver ræður?Ný ríkisstjórn vakti hinsvegar vonir um að loks yrði gengið í málið. Sú von virðist þó ætla að dofna ansi fljótt eftir yfirlýsingar landbúnaðarráðherra, því á Íslandi virðast einstakir ráðherrar hafa meiri völd en sjálf ríkisstjórnin. Í hverju málinu á fætur öðru hafa ráðherrar haft uppi öndverðar skoðanir við stjórnarsáttmála eða samstarfsflokkinn. Landbúnaðarráðherra vill til dæmis halda óbreyttu landbúnaðarkerfi, í óþökk stjórnarsáttmála, líkt og hann vill sem sjávarútvegsráðherra halda áfram hvalveiðum í óþökk Samfylkingar. Og ríkisstjórnin þegir bara, líkt og ráðherrann ráði sínum málaflokki aleinn. Ráðherraræðið íslenska hlýtur að teljast einstætt í stjórnarháttum nútímans. Við höfum yfir okkur tólf litla forsætisráðherra sem saman mynda eitt rammflókið og samsett lénsveldi þar sem yfirráðasvæðin eru ekki bundin við landakort heldur málaflokka. Þegnarnir verða stöðugt að minna sig á það hver ræður í hvaða máli. Er ekki kominn tími á smá leiðtogun frá hinum raunverulega forsætisráðherra? Eða hver mun ráða hér næstu árin? Nátttröllin eða nútíminn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Örlögin sendu mig í búðir í leit að litlum ísskáp. Ég fann einn á 20.000 krónur. Ágætis græja á viðunandi verði. Á heimleið kom ég við í matvöruverslun og keypti inn fyrir helgina: Fjögurra daga skammt fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Pokarnir tveir plús bleijur og morgunkorn kostuðu 10.000 krónur. Samt nægði varningurinn ekki til að fylla nýja ísskápinn. Til þess hefði þurft aðra eins ferð. Fyrir tilviljun komst ég að því að á Íslandi okkar daga kostar jafn mikið að fylla ísskápinn og ísskápurinn sjálfur kostar. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um hátt matarverð á Íslandi? Raftæki – matvara 5 - 0Eitt sinn voru raftæki dýr á Íslandi. Í bernsku minni var talað um þvottavélar eins og nú er talað um jeppa. Uppþvottavélar voru aðeins til á allra bestu heildsalaheimilum. Við fengum okkar fyrstu árið sem ég tók bílpróf. Fólk skipti um ísskápa á tveggja kynslóða fresti. Stórir og feitir Buick-lagaðir stríðsára-ísskápar stóðu vaktina í fjölskyldueldhúsinu mann fram af manni eins og minnisvarðar um matinn hennar mömmu. Nú skokka menn í Elko og Byko og kaupa sér nýjan í hverri viku. Hann kostar lítið meir en matarkarfan. Á undanförnum árum hefur eitthvað gerst í verslun með raftæki hér á landi sem ekki hefur gerst í verslun með matvöru. Hvað það er nákvæmlega treysti ég mér ekki til að segja, en hin nöturlega niðurstaða er staðreynd engu að síður sú að ísskápurinn er orðinn jafn dýr og maturinn sem hann hýsir. Það kostar ísskáp að fylla ísskáp. Við eyðum andvirði tveggja lítilla ísskápa í matarinnkaup á hverjum mánuði. Senn hlýtur að koma að því að Bónus bjóði upp á áfylltan ísskáp í sellófani: Helgarpakkinn — með lambalæri, kjúklingi, grænmetiskörfu, fjórum lítrum af mjólk og tveimur af ís. Eitthvað myndu menn segja ef bensínverð væri svo hátt að það kostaði andvirði bílsins að fylla tankinn. "1.400.000 krónur" að fylla Skoda Octavia en "3.600.000" að fylla Honda CRV. Hvers vegna látum við þetta rugl viðgangast ár eftir ár á okkar annars góða landi? Hvenær ætlar einhver stjórnmálamaður, einhver stjórn, að taka á þessu af alvöru? Áfram fornöld – ekkert stoppNýr landbúnaðarmálaráðherra er greinilega ekki maðurinn. Hann vill engar breytingar á landbúnaðarkerfinu og tollaumhverfi þess, sem flestir hugsandi menn eru sammála um að nauðsynlegar séu til þess að ná matarverðinu niður. Búið er að semja við bændur, segir ráðherrann, og ekki hægt að rjúfa þá samnninga. Gallinn er bara sá að það er ALLTAF búið að semja við bændur. Í þessum málum eru ekki gerðar fimm ára áætlanir í stíl Stalíns heldur sjö ára áætlanir. Og sá síðasti þessara samninga var undirritaður sjö mínútum fyrir síðustu kosningar, af sjálfum höfuðdýrlingi hæsta matarverðs í heimi, Heilögum Guðna Ágústssyni, og manni sem enn er fjármálaráðherra en var eitt sinn með mér í brúarvinnu og ætti því að teljast jafnaldri minn, en gekk þarna í bland við tröllin og batt okkur í ullarhelsið til ársins 2014. "16.4 milljarðar til bænda fram til ársins 2014," hét það í fréttum. "Djöfull er ég orðin þreytt á að búa í landi sem eyðir meiru í sauðfé en menntun" voru viðbrögð einnar af landsins bestu bloggmeyja. Jafnvel þótt manns eigin kynslóð sé loks komin til valda breytir það engu. Nei, fornöldinni skal viðhaldið með samningum sem ná FRAM Á ÞARNÆSTA kjörtímabil. Hverjum dettur í hug að gera ráð fyrir óbreytanlegu kerfi til sjö ára í hvaða starfsgrein sem er á okkar hraðskreiðu tölvutíð? Hver tæki nú mark á "Samningi um niðurhal og innsendingarvernd í tölvusamskiptum" frá árinu 2000? Ísskápurinn hefur talað. Skilaboðin eru skýr. Verð á matvöru á Íslandi er alþjóðlegur brandari. Forvitnilegt væri að fá samanburðartölur úr öðrum löndum. Hvað kostar ísskápurinn á Indlandi og hvað kostar að fylla hann? Þetta gæti orðið hin nýja Big Mac-vísitala. Þó er greinilegt á öllu að verð á raftækjum er í takt við tímann en verð á matvöru er ennþá bundið við sísta hluta síðustu aldar. Hver ræður?Ný ríkisstjórn vakti hinsvegar vonir um að loks yrði gengið í málið. Sú von virðist þó ætla að dofna ansi fljótt eftir yfirlýsingar landbúnaðarráðherra, því á Íslandi virðast einstakir ráðherrar hafa meiri völd en sjálf ríkisstjórnin. Í hverju málinu á fætur öðru hafa ráðherrar haft uppi öndverðar skoðanir við stjórnarsáttmála eða samstarfsflokkinn. Landbúnaðarráðherra vill til dæmis halda óbreyttu landbúnaðarkerfi, í óþökk stjórnarsáttmála, líkt og hann vill sem sjávarútvegsráðherra halda áfram hvalveiðum í óþökk Samfylkingar. Og ríkisstjórnin þegir bara, líkt og ráðherrann ráði sínum málaflokki aleinn. Ráðherraræðið íslenska hlýtur að teljast einstætt í stjórnarháttum nútímans. Við höfum yfir okkur tólf litla forsætisráðherra sem saman mynda eitt rammflókið og samsett lénsveldi þar sem yfirráðasvæðin eru ekki bundin við landakort heldur málaflokka. Þegnarnir verða stöðugt að minna sig á það hver ræður í hvaða máli. Er ekki kominn tími á smá leiðtogun frá hinum raunverulega forsætisráðherra? Eða hver mun ráða hér næstu árin? Nátttröllin eða nútíminn?
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun