Glaði samgönguráðherrann Ögmundur Jónasson skrifar 13. júní 2007 02:30 Í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins var mjög gleðirík frétt um samgöngumál. Í fréttinni var rætt við ýmsa aðila, þar á meðal tvo afar hamingjusama ráðherra, þá Kristján Möller samgönguráðherra sem varla réð sér fyrir kæti og síðan forsætisráðherra, hæstvirtan Geir H. Haarde. Grípum niður í frásögn Fréttablaðsins:„Ég dreg ekki úr því að ég fagna áhuga allra sem vilja taka þátt í samgöngubótum á Íslandi. Því fleiri því betra," sagði Kristján Möller samgönguráðherra um orð forvera síns, Sturlu Böðvarssonar sem fagnaði áhuga Faxaflóahafna á að annast fjármögnun og byggingu Sundabrautar. Sturla taldi í mars síðastliðnum að ef samningar tækjust við fyrirtækið væri ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdir hæfust við fyrsta tækifæri. Undir orð hans tók Geir H. Haarde forsætisráðherra og sagði framtak fyrirtækisins lofsvert ... Kristján segir einkaframkvæmd í samgöngumálum spennandi kost: „Því að með nýsamþykktum vegalögum þarf ekki lengur að gera sérstök lög um hverja einkaframkvæmd fyrir sig".Þetta er nú aldeilis stórkostlegt. Kristján Möller getur með öðrum orðum ákveðið í samráði við einstaka verktaka að fela þeim vegaframkvæmdir, jafnvel umráð yfir vegasamgöngum án þess að spyrja kóng eða prest. Hann bara ákveður þetta. En það er ekki nóg með það. Hann getur veitt fyrirtækjum heimild til að taka síðan gjald af vegfarendum til að borga brúsann. Eða halda menn að hér séu á ferðinni góðgerðastofnanir? Það þarf eftir sem áður að greiða fyrir framkvæmdirnar og arðinn til fjárfesta. Tveir kostir eru þá í boði. Ríkið borgi framkvæmdaaðilanum beint eða láti vegfarendur greiða toll. Tekið skal fram að þessi deila stendur ekki um ágæti einkaaðila. Allar vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar eru boðnar út. Spurningin snýst um það hvort fela eigi einkaaðilum miklu ríkari aðkomu að skattpyngju landsmanna - og peningaveski - en tíðkast hefur. Áður en samgönguráðherra kætist öllu meira má hann vita að við - vegfarendur og væntanlegir greiðendur - viljum hafa hönd í bagga þegar kemur að örlæti ráðherrans á okkar kostnað. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins var mjög gleðirík frétt um samgöngumál. Í fréttinni var rætt við ýmsa aðila, þar á meðal tvo afar hamingjusama ráðherra, þá Kristján Möller samgönguráðherra sem varla réð sér fyrir kæti og síðan forsætisráðherra, hæstvirtan Geir H. Haarde. Grípum niður í frásögn Fréttablaðsins:„Ég dreg ekki úr því að ég fagna áhuga allra sem vilja taka þátt í samgöngubótum á Íslandi. Því fleiri því betra," sagði Kristján Möller samgönguráðherra um orð forvera síns, Sturlu Böðvarssonar sem fagnaði áhuga Faxaflóahafna á að annast fjármögnun og byggingu Sundabrautar. Sturla taldi í mars síðastliðnum að ef samningar tækjust við fyrirtækið væri ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdir hæfust við fyrsta tækifæri. Undir orð hans tók Geir H. Haarde forsætisráðherra og sagði framtak fyrirtækisins lofsvert ... Kristján segir einkaframkvæmd í samgöngumálum spennandi kost: „Því að með nýsamþykktum vegalögum þarf ekki lengur að gera sérstök lög um hverja einkaframkvæmd fyrir sig".Þetta er nú aldeilis stórkostlegt. Kristján Möller getur með öðrum orðum ákveðið í samráði við einstaka verktaka að fela þeim vegaframkvæmdir, jafnvel umráð yfir vegasamgöngum án þess að spyrja kóng eða prest. Hann bara ákveður þetta. En það er ekki nóg með það. Hann getur veitt fyrirtækjum heimild til að taka síðan gjald af vegfarendum til að borga brúsann. Eða halda menn að hér séu á ferðinni góðgerðastofnanir? Það þarf eftir sem áður að greiða fyrir framkvæmdirnar og arðinn til fjárfesta. Tveir kostir eru þá í boði. Ríkið borgi framkvæmdaaðilanum beint eða láti vegfarendur greiða toll. Tekið skal fram að þessi deila stendur ekki um ágæti einkaaðila. Allar vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar eru boðnar út. Spurningin snýst um það hvort fela eigi einkaaðilum miklu ríkari aðkomu að skattpyngju landsmanna - og peningaveski - en tíðkast hefur. Áður en samgönguráðherra kætist öllu meira má hann vita að við - vegfarendur og væntanlegir greiðendur - viljum hafa hönd í bagga þegar kemur að örlæti ráðherrans á okkar kostnað. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun