Þrír efstir og jafnir með 7 18. júní 2007 03:30 Daði Lárusson, markmaður Íslandsmeistara FH, Baldur Sigurðsson miðjumaður Keflvíkinga og Víkingsmarkmaðurinn Bjarni Þórður Halldórsson eru efstir í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Þeir hafa allir spilað mjög vel í sumar og verið lykilmenn í sínum liðum. Fréttablaðið/valli/víkurfréttir/vilhelm Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri. Daði hefur líklega fengið markmanna minnst að gera sökum ógnarsterkrar FH-varnarinnar en það verður ekki tekið af Daða að hann hefur verið frábær. Daði hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í leikjunum sex, tvö þeirra komu í fyrstu umferðinni gegn ÍA og eitt gegn Keflavík. Fjórum sinnum hefur Daði haldið hreinu. Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum á miðjunni hjá Keflvíkingum. Suðurnesjamenn hafa spilað leiftrandi skemmtilega knattspyrnu og hefur Baldur verið sem kóngur á miðjunni hjá vel mönnuðu Keflavíkurliði. Baldur hefur skorað tvö mörk í leikjunum sex. Bjarni Þórður Halldórsson er í láni hjá Víkingum frá Fylki. Hann hefur þurft að hirða boltann úr netmöskvunum sex sinnum í sumar. Bjarni hefur tvisvar haldið marki sínu hreinu, í þrígang hefur hann fengið eitt mark á sig. Það var gegn Fylki, KR og Breiðablik en hann fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð gegn Val. Íslandsmeistarar FH eiga fjóra leikmenn á topp tíu listanum en auk Daða eru þar Matthías Guðmundsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Freyr Bjarnason. Alls eiga Íslandsmeistararnir níu leikmenn á topp 50 listanum hér til hægri. Keflavík og Breiðablik eiga alls átta leikmenn á listanum en Valur sjö. Fram á fimm leikmenn, þar á meðal þrjá neðstu mennina á listanum. Hin fimm liðin í deildinni, Fylkir, Víkingur, HK, ÍA og botnlið KR eiga öll þrjú menn á listanum yfir hæstu meðaleinkunina. Þrír leikmenn hafa skorað fjögur mörk í Landsbankadeildinni í sumar, Matthías Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson og Magnús Páll Gunnarsson. Matthías er sá eini þeirra sem er á topp tíu listanum, hann er í fjórða sæti. Tryggvi er í sæti númer 24 og Magnús númer 31. Íslenski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri. Daði hefur líklega fengið markmanna minnst að gera sökum ógnarsterkrar FH-varnarinnar en það verður ekki tekið af Daða að hann hefur verið frábær. Daði hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk í leikjunum sex, tvö þeirra komu í fyrstu umferðinni gegn ÍA og eitt gegn Keflavík. Fjórum sinnum hefur Daði haldið hreinu. Mývetningurinn Baldur Sigurðsson hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum á miðjunni hjá Keflvíkingum. Suðurnesjamenn hafa spilað leiftrandi skemmtilega knattspyrnu og hefur Baldur verið sem kóngur á miðjunni hjá vel mönnuðu Keflavíkurliði. Baldur hefur skorað tvö mörk í leikjunum sex. Bjarni Þórður Halldórsson er í láni hjá Víkingum frá Fylki. Hann hefur þurft að hirða boltann úr netmöskvunum sex sinnum í sumar. Bjarni hefur tvisvar haldið marki sínu hreinu, í þrígang hefur hann fengið eitt mark á sig. Það var gegn Fylki, KR og Breiðablik en hann fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð gegn Val. Íslandsmeistarar FH eiga fjóra leikmenn á topp tíu listanum en auk Daða eru þar Matthías Guðmundsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson og Freyr Bjarnason. Alls eiga Íslandsmeistararnir níu leikmenn á topp 50 listanum hér til hægri. Keflavík og Breiðablik eiga alls átta leikmenn á listanum en Valur sjö. Fram á fimm leikmenn, þar á meðal þrjá neðstu mennina á listanum. Hin fimm liðin í deildinni, Fylkir, Víkingur, HK, ÍA og botnlið KR eiga öll þrjú menn á listanum yfir hæstu meðaleinkunina. Þrír leikmenn hafa skorað fjögur mörk í Landsbankadeildinni í sumar, Matthías Guðmundsson, Tryggvi Guðmundsson og Magnús Páll Gunnarsson. Matthías er sá eini þeirra sem er á topp tíu listanum, hann er í fjórða sæti. Tryggvi er í sæti númer 24 og Magnús númer 31.
Íslenski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Varar Luke Littler við Man. United heilkenninu Sport Fleiri fréttir Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira