Að byggja upp þorskstofninn 21. júní 2007 02:00 Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort rafmagnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman. Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráðgjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síðustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annaðhvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lágmarki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygningarstofni í jafnvægi koma á legg að jafnaði 2 kynþroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið framleiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt, eða um 50%, þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram. Stjórnvöld stjórna ekki einungis með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er heldur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiðisvæðum ef mikið er um undirmálsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. Lokun veiðisvæða og markviss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er úthlutað. Auðvitað leiða þessar stjórnvaldsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygningarfiskinn sem stjórnvöld segjast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í „besta kvótakerfi í heimi". Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfisins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort rafmagnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman. Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráðgjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síðustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annaðhvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lágmarki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygningarstofni í jafnvægi koma á legg að jafnaði 2 kynþroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið framleiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt, eða um 50%, þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram. Stjórnvöld stjórna ekki einungis með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er heldur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiðisvæðum ef mikið er um undirmálsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. Lokun veiðisvæða og markviss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er úthlutað. Auðvitað leiða þessar stjórnvaldsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygningarfiskinn sem stjórnvöld segjast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í „besta kvótakerfi í heimi". Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfisins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar