Fagra Ísland - dagur fimm Ögmundur Jónasson skrifar 29. júní 2007 06:00 Samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, er ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjustopp ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú bregður svo við að eftir að Samfylkingin tekur við iðnaðar- og umhverfisráðuneytum í nýrri ríkisstjórn hefur atgangurinn í stóriðjumálum aukist fremur en hitt. Hver stóriðjudagurinn hefur komið á fætur öðrum. Strax á degi tvö kom í ljós að allt var ófrágengið varðandi friðun Þjórsárvera, á þriðja stóriðjudeginum var undirritaður orkusamningur til álvers í Helguvík, á fjórða degi kom í ljós að Samfylkingin var tilbúin að virða niðurstöðu íbúakosninga í Hafnarfirði að vettugi en nú á stóriðjudegi fimm er það Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sem á senuna. Skýringuna er að finna í viðtali á Stöð tvö 25. júní sl. Þar segir umhverfisráðherrann enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér að því hvernig Landsvirkjun svari ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna stækkunar í Straumsvík! Í innagangi að fréttinni vekur fréttastofan athygli á því að svar Landsvirkjunar „gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir á landinu á næstu árum“. Í viðtalinu segist umhverfisráðherrann ekkert hafa kynnt sér málið enda sé þetta „bara samningar á milli Landsvirkjunar og fyrirtækisins...“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður: En finnst þér ekki að ríkisstjórnin eigi að koma að þessu? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Hvers vegna ætti hún að gera það? Kristján:Þetta snertir virkjanir og hugsanlega álver á nýjum stað? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Landsvirkjun og Alcan eru bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir. Svona talar umhverfisráðherra Samfylkingarinnar, sem kosinn var á þing með fyrirheitum um stóriðjustopp í fimm ár. Að sjálfsögðu veit ráðherrann að Landsvirkjun er ekki „bara fyrirtæki á markaði“. Landsvirkjun er í reynd hluti af ríkisvaldinu. Hún er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar á Alþingi; þeirra sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt umhverfisstefnu Samfylkingarinnar, sem ber heitið Fagra Ísland, er ekki gert ráð fyrir frekari stóriðjuuppbyggingu þar til heildstæð áætlun um náttúruvernd liggur fyrir. Í kosningabaráttunni var hamrað á því að næstu fimm árin yrði stóriðjustopp ef Samfylkingin kæmist til valda. Nú bregður svo við að eftir að Samfylkingin tekur við iðnaðar- og umhverfisráðuneytum í nýrri ríkisstjórn hefur atgangurinn í stóriðjumálum aukist fremur en hitt. Hver stóriðjudagurinn hefur komið á fætur öðrum. Strax á degi tvö kom í ljós að allt var ófrágengið varðandi friðun Þjórsárvera, á þriðja stóriðjudeginum var undirritaður orkusamningur til álvers í Helguvík, á fjórða degi kom í ljós að Samfylkingin var tilbúin að virða niðurstöðu íbúakosninga í Hafnarfirði að vettugi en nú á stóriðjudegi fimm er það Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sem á senuna. Skýringuna er að finna í viðtali á Stöð tvö 25. júní sl. Þar segir umhverfisráðherrann enga ástæðu til þess að ríkisstjórnin skipti sér að því hvernig Landsvirkjun svari ósk Alcans um framlengingu á raforkusamningi sem gerður var vegna stækkunar í Straumsvík! Í innagangi að fréttinni vekur fréttastofan athygli á því að svar Landsvirkjunar „gæti ráðið miklu um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir á landinu á næstu árum“. Í viðtalinu segist umhverfisráðherrann ekkert hafa kynnt sér málið enda sé þetta „bara samningar á milli Landsvirkjunar og fyrirtækisins...“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður: En finnst þér ekki að ríkisstjórnin eigi að koma að þessu? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Hvers vegna ætti hún að gera það? Kristján:Þetta snertir virkjanir og hugsanlega álver á nýjum stað? Þórunn Sveinbjarnardóttir: Landsvirkjun og Alcan eru bara fyrirtæki á markaði eins og önnur fyrirtæki og þau verða bara að ná sínum samningum eins og aðrir. Svona talar umhverfisráðherra Samfylkingarinnar, sem kosinn var á þing með fyrirheitum um stóriðjustopp í fimm ár. Að sjálfsögðu veit ráðherrann að Landsvirkjun er ekki „bara fyrirtæki á markaði“. Landsvirkjun er í reynd hluti af ríkisvaldinu. Hún er í eigu þjóðarinnar og lýtur forræði kjörinna fulltrúa hennar, þar á meðal umhverfisráðherra og annarra handhafa stefnu Samfylkingarinnar á Alþingi; þeirra sem kjörnir voru í nafni Fagra Íslands. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun