Var alveg biðarinnar virði 23. júlí 2007 04:15 Kvikmyndatökumaðurinn verður á fleygiferð nánast allan tímann enda hefur myndinni verið lýst sem 51 mínútu löngum eltingarleik. „Það verður búið að skreyta Laugaveginn þegar ég kem heim,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason. Hann er nú loksins kominn til Berlínar þar sem undirbúningur fyrir hasarmyndina Stopping Power er kominn á fullt. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en hinn hollenski Jan de Bont sem sjálfur hóf feril sinn í kvikmyndatökustólnum. Þótt enn sé rúmur mánuður þar til eiginlegar tökur hefjast hefur Óttar nóg fyrir stafni. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hyggst de Bont tjalda öllu til og hefur Stopping Power verið lýst sem „51 mínútu eltingarleik þar sem bílar, einkaþotur, orrustuþotur og þyrlur koma við sögu,“ svo vitnað sé í kvikmyndabiblíuna Variety. Óttar getur að einhverju leyti tekið undir þessi orð og viðurkennir að hann sé með fiðring í maganum. „Þetta er alveg gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið ákaflega spennandi,“ segir Óttar og bætir því við að í ljósi fortíðar de Bont sem kvikmyndatökumanns sé eilítið meiri pressa á hann að standa sig. Kvikmyndatökumaðurinn segist þó vera hvergi banginn þótt hann eigi eftir að vera á fleygiferð á lofti og láði enda sé de Bont búinn að velja í kringum sig marga af fremstu áhættuleikstjórum heims. „Þetta verður allt eins öruggt og hugsast getur.“ Stórleikarinn John Cusack er eini leikarinn hingað til sem staðfest hefur verið að leiki í myndinni. Hann mun fara með hlutverk venjulegs fjölskylduföður sem verður fyrir því að húsbílnum hans er rænt í miðborg Berlínar með dóttur hans innanborðs. Tvö önnur stórnöfn hafa verið nefnd í tengslum við myndina en Óttar vildi lítið tjá sig um það mál. Meira en ár er liðið síðan Óttar var ráðinn til verksins en síðan var myndinni frestað um óákveðinn tíma. Kvikmyndatökumaðurinn sagðist vera feginn að boltinn skyldi vera farinn að rúlla. „Maður hefur verið með þetta aftan í hnakkanum allan þennan tíma og nú bíður maður bara eftir því að komast í gírinn af fullum krafti.“ Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Það verður búið að skreyta Laugaveginn þegar ég kem heim,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason. Hann er nú loksins kominn til Berlínar þar sem undirbúningur fyrir hasarmyndina Stopping Power er kominn á fullt. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en hinn hollenski Jan de Bont sem sjálfur hóf feril sinn í kvikmyndatökustólnum. Þótt enn sé rúmur mánuður þar til eiginlegar tökur hefjast hefur Óttar nóg fyrir stafni. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hyggst de Bont tjalda öllu til og hefur Stopping Power verið lýst sem „51 mínútu eltingarleik þar sem bílar, einkaþotur, orrustuþotur og þyrlur koma við sögu,“ svo vitnað sé í kvikmyndabiblíuna Variety. Óttar getur að einhverju leyti tekið undir þessi orð og viðurkennir að hann sé með fiðring í maganum. „Þetta er alveg gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið ákaflega spennandi,“ segir Óttar og bætir því við að í ljósi fortíðar de Bont sem kvikmyndatökumanns sé eilítið meiri pressa á hann að standa sig. Kvikmyndatökumaðurinn segist þó vera hvergi banginn þótt hann eigi eftir að vera á fleygiferð á lofti og láði enda sé de Bont búinn að velja í kringum sig marga af fremstu áhættuleikstjórum heims. „Þetta verður allt eins öruggt og hugsast getur.“ Stórleikarinn John Cusack er eini leikarinn hingað til sem staðfest hefur verið að leiki í myndinni. Hann mun fara með hlutverk venjulegs fjölskylduföður sem verður fyrir því að húsbílnum hans er rænt í miðborg Berlínar með dóttur hans innanborðs. Tvö önnur stórnöfn hafa verið nefnd í tengslum við myndina en Óttar vildi lítið tjá sig um það mál. Meira en ár er liðið síðan Óttar var ráðinn til verksins en síðan var myndinni frestað um óákveðinn tíma. Kvikmyndatökumaðurinn sagðist vera feginn að boltinn skyldi vera farinn að rúlla. „Maður hefur verið með þetta aftan í hnakkanum allan þennan tíma og nú bíður maður bara eftir því að komast í gírinn af fullum krafti.“
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira