Lúkas kominn í leitirnar 24. júlí 2007 00:01 "Amma“ Lúkasar heldur hér um hvutta. Hún gætir hans þar til Kristjana, dóttir hennar og eigandi hundsins, snýr aftur frá útlöndum. „Við fyrstu skoðun virðist hann þokkalega heill og glaður yfir að koma heim," segir Klara Sólrún Hjartardóttir, vinkona Kristjönu eiganda Lúkasar og sú sem kom að honum í gærmorgun. Hundurinn hafði verið týndur í einar tíu vikur. Hann var talinn af, vegna ljúgvitnis um grimmilegt dráp, en eigandi hans bar síðan kennsl á hann uppi í fjalli fyrir rúmri viku. Lúkas hefur verið styggur með afbrigðum. Síðustu viku hafa verið egndar fyrir hundinn gildrur í fjallinu og skilinn eftir matur. Lúkas lét svo loks blekkjast og gekk í felligildru í Fálkafelli í fjallinu Súlum. Hann var aldrei í Hlíðarfjalli, eins og talið var. „Ég veit ekki hvaðan þær upplýsingar komu, en við ákváðum bara að leyfa því að vera svoleiðis til að halda fólki í burtu," segir Klara, sem vildi þannig tryggja að hundurinn fældist ekki frekar.„Ég er búin að eyða viku í að öðlast traust hans með því að færa honum mat. Það hvarflaði stundum að mér að hann kæmi ekki en ég gaf mig ekki," segir hún. Klara er búin að fara allt að þrjátíu ferðir í fjallið eftir hvutta og lagði sjálf gildruna sem gómaði hann. Hún er að vonum fegin lyktunum. „Þetta er yndislegur endir á ljótu máli. Hann er búinn að hitta dýralækninn, sem sá ekkert að honum í fljótu bragði. Hann sagði að Lúkas ætti bara að hvílast heima við." Með heimkomu hundsins lýkur afskiptum lögreglunnar á Akureyri af dýrinu. „Þetta er búið að vera ein hringavitleysa og hefur kostað heilmikla vinnu. Það er búið að sólunda fé skattborgara og tíma lögreglunnar," segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. Gunnar veit ekki hver verða eftirmál vegna þeirra sem báru ljúgvitni á sínum tíma. „Það er refsivert að gefa rangan vitnisburð til lögreglu og það virðist hafa gerst í þessu máli. En sýslumaður mun ákvarða um framhaldið síðar." Lúkasarmálið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Við fyrstu skoðun virðist hann þokkalega heill og glaður yfir að koma heim," segir Klara Sólrún Hjartardóttir, vinkona Kristjönu eiganda Lúkasar og sú sem kom að honum í gærmorgun. Hundurinn hafði verið týndur í einar tíu vikur. Hann var talinn af, vegna ljúgvitnis um grimmilegt dráp, en eigandi hans bar síðan kennsl á hann uppi í fjalli fyrir rúmri viku. Lúkas hefur verið styggur með afbrigðum. Síðustu viku hafa verið egndar fyrir hundinn gildrur í fjallinu og skilinn eftir matur. Lúkas lét svo loks blekkjast og gekk í felligildru í Fálkafelli í fjallinu Súlum. Hann var aldrei í Hlíðarfjalli, eins og talið var. „Ég veit ekki hvaðan þær upplýsingar komu, en við ákváðum bara að leyfa því að vera svoleiðis til að halda fólki í burtu," segir Klara, sem vildi þannig tryggja að hundurinn fældist ekki frekar.„Ég er búin að eyða viku í að öðlast traust hans með því að færa honum mat. Það hvarflaði stundum að mér að hann kæmi ekki en ég gaf mig ekki," segir hún. Klara er búin að fara allt að þrjátíu ferðir í fjallið eftir hvutta og lagði sjálf gildruna sem gómaði hann. Hún er að vonum fegin lyktunum. „Þetta er yndislegur endir á ljótu máli. Hann er búinn að hitta dýralækninn, sem sá ekkert að honum í fljótu bragði. Hann sagði að Lúkas ætti bara að hvílast heima við." Með heimkomu hundsins lýkur afskiptum lögreglunnar á Akureyri af dýrinu. „Þetta er búið að vera ein hringavitleysa og hefur kostað heilmikla vinnu. Það er búið að sólunda fé skattborgara og tíma lögreglunnar," segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. Gunnar veit ekki hver verða eftirmál vegna þeirra sem báru ljúgvitni á sínum tíma. „Það er refsivert að gefa rangan vitnisburð til lögreglu og það virðist hafa gerst í þessu máli. En sýslumaður mun ákvarða um framhaldið síðar."
Lúkasarmálið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira