Um öfgar og öfgaleysi 29. júlí 2007 00:01 Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, birtir grein sl. miðvikudag undir fyrirsögninni Öfgalaus stefna í málefnum Palestínumanna. Þar vísar þingmaðurinn í málflutning formanns flokks síns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og yfirlýsinga hennar um Mið-Austurlönd. Ég hef gagnrýnt þessar yfirlýsingar og talið að það sé ekki til árangurs fallið í friðarferli né í anda lýðræðis að hundsa þá aðila sem unnu sigur í síðustu þingkosningum í Palestínu, þ.e. Hamas-samtökin. Um þetta segir Árni Páll Árnason: "Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna." Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki "hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök". Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið "til vinsælda." Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu skipt nánast til helminga. Eftir grimmúðleg átök á þessu tímaskeiði fór hlutur Palestínumanna niður í minna en fjórðung. Ísraelar gengu enn lengra í landvinningum í sex daga stríðinu á sjöunda áratugnum og nú með byggingu kynþáttamúrsins þannig að stefnir í að Palestínumenn fái um tíunda hluta Palestínu í sinn hlut! Þetta hafa margir Palestínumenn ekki viljað sætta sig við, lengi vel Fatah og enn lengur Hamas. Nú gerðist það hins vegar að Hamas lýsti vilja til að mynda þjóðstjórn með Fatah og jafnframt að semja við Ísraela á grundvelli samþykkta SÞ sem byggja á landaskiptum eins og þau voru fyrir sex daga stríðið. Þetta vakti vonir um að Palestínumenn væru loksins að sameinast um friðsamlega lausn. Út á nákvæmlega þetta gekk viðleitni Norðmanna 1993. Nálgun Norðmanna taldi ég raunsæja - ekki öfgafulla! - og harmaði að íslenskur utanríkisráðherra tæki undir með ísraelskum stjórnvöldum sem í vor - rétt fyrir komu íslensku sendinefndarinnar - tókst endanlega að hrekja réttkjörna stjórn frá völdum í Palestínu og er nú enn einu sinni að takast að framfylgja gömlu ráði nýlenduherra: Að deila og drottna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, birtir grein sl. miðvikudag undir fyrirsögninni Öfgalaus stefna í málefnum Palestínumanna. Þar vísar þingmaðurinn í málflutning formanns flokks síns, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, og yfirlýsinga hennar um Mið-Austurlönd. Ég hef gagnrýnt þessar yfirlýsingar og talið að það sé ekki til árangurs fallið í friðarferli né í anda lýðræðis að hundsa þá aðila sem unnu sigur í síðustu þingkosningum í Palestínu, þ.e. Hamas-samtökin. Um þetta segir Árni Páll Árnason: "Það er sérkennilegt að sjá Ögmund taka sér stöðu sem blaðafulltrúa Hamas, þegar viðleitni stuðningsríkja Palestínumanna um heim allan er að stuðla að einingu Palestínumanna." Árni Páll er ekki einn um að reyna að innprenta fólki að ég sé sérstakur talsmaður Hamas. Það gerir m.a. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á heimasíðu sinni og Egill Helgason, fjölmiðlamaður að sama skapi, en hann gagnrýnir afstöðu mína og segir að hann viti ekki "hversu líklegt það er til vinsælda að taka upp hanskann fyrir þessi öfga- og hryðjuverkasamtök". Fleiri hafa talað og skrifað í þessa veru. Í fyrsta lagi vil ég segja Agli Helgasyni og skoðanasystkinum að afstöðu í þessu máli tek ég ekki eftir því hvað ég telji líklegt að vera fallið "til vinsælda." Saga Palestínu er blóði drifin hörmungasaga síðari hluta 20. aldarinnar, allar götur frá samþykkt tillögu SÞ um skiptingu Palestínu árið 1947 eftir línum sem hvorki gyðingar né Palestínumenn viðurkenndu. Þá var landinu skipt nánast til helminga. Eftir grimmúðleg átök á þessu tímaskeiði fór hlutur Palestínumanna niður í minna en fjórðung. Ísraelar gengu enn lengra í landvinningum í sex daga stríðinu á sjöunda áratugnum og nú með byggingu kynþáttamúrsins þannig að stefnir í að Palestínumenn fái um tíunda hluta Palestínu í sinn hlut! Þetta hafa margir Palestínumenn ekki viljað sætta sig við, lengi vel Fatah og enn lengur Hamas. Nú gerðist það hins vegar að Hamas lýsti vilja til að mynda þjóðstjórn með Fatah og jafnframt að semja við Ísraela á grundvelli samþykkta SÞ sem byggja á landaskiptum eins og þau voru fyrir sex daga stríðið. Þetta vakti vonir um að Palestínumenn væru loksins að sameinast um friðsamlega lausn. Út á nákvæmlega þetta gekk viðleitni Norðmanna 1993. Nálgun Norðmanna taldi ég raunsæja - ekki öfgafulla! - og harmaði að íslenskur utanríkisráðherra tæki undir með ísraelskum stjórnvöldum sem í vor - rétt fyrir komu íslensku sendinefndarinnar - tókst endanlega að hrekja réttkjörna stjórn frá völdum í Palestínu og er nú enn einu sinni að takast að framfylgja gömlu ráði nýlenduherra: Að deila og drottna. Höfundur er þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun