Planet Terror - Fjórar stjörnur Roald Viðar Eyvindsson skrifar 4. ágúst 2007 00:01 Leikstjórn: Robert Rodriguez. Leikur: Rose McGowan, Jeff Fahey, Michael Biehn og fleiri. Miklar vonir voru bundnar við tvíeykis-mynd leikstjóranna Quentin Tarantino og Robert Rodriguez, Grindhouse, þegar hún var frumsýnd vestanhafs fyrr á árinu. Skemmst frá því að segja að hún olli töluverðum vonbrigðum, sem sést meðal annars af dræmri aðsókn, og í kjölfarið var ákveðið að sýna hana í tveimur hlutum í Evrópu. Mynd Tarantinos, Grindhouse: Death Proof, var frumsýnd á Íslandi júlí mánuði og fékk misjöfn viðbrögð. Var myndin meðal annars gagnrýnd fyrir óvenjulega slöpp samtöl af hálfu leikstjórans, hæga uppbyggingu og lítið ofbeldi, sérstaklega í ljósi þeirrar hefðar ofbeldismynda sem myndin sækir í. Nokkrum vikum síðar fylgir mynd Rodriguez í kjölfarið með sína mynd Grindhouse: Planet Terror, sem er vel við hæfi þar sem hún gerist á eftir Death Proof. Er það kunngjört með ýmsu móti í myndinni. Persónur úr fyrri myndinni öðlast til dæmis aukið vægi í þeirri seinni og á einum stað er dauða einnar söguhetjunnar úr Death Proof sérstaklega minnst. Þess utan er óhætt að segja að Rodriguez kjósi að fara þveröfuga leið en Tarantino. Planet Terror segir frá því þegar íbúar lítils smábæjar neyðast til að leggja ágreiningsefni sín til hliðar og snúa bökum saman til að verjast árás uppvakninga, sem venju samkvæmt reynast einkar sólgnir í mannakjöt og þá sér í lagi heila. Varla eru fimm mínútur liðnar af myndinni þegar blóðið byrjar að flæða og eftir það er Rodriguez ekkert að tvínóna við að koma ofbeldinu og viðbjóðnum til skila. Menn eru ýmist aflimaðir eða myrtir eða bara hvoru tveggja og erfitt að segja til um hverji komi til með að lifa blóðbaðið af. Gagnstætt því sem margir gætu talið er gildi myndarinnar ekki fólgið í öllu þessu ofbeldinu, þótt það setji vissulega sinn sjarma á hana. Þvert á móti er frásögnin keyrð áfram af einstakri frásagnargleði, spennu og hæfilegu magni af ósmekklegum bröndurum. Undirritaður man varla eftir að hafa hlegið eins mikið í bíó það sem af er árs. Samtöl, sem hafa hingað til ekki alltaf verið sterkasta hlið Rodriguez, eru síðan vel skrifuð og skemmtilega oftúlkuð af leikurunum, sem standa sig með sóma. Þar fer Rose McGowan fremst í flokki í hlutverki uppgjafar gógó-dansarans Cherry Darling, sem reynist einkum úrræðagóð í murrka lífið úr skrímsunum. Þegar öllu er á botninn hvolft er óhætt að mæla með Planet Terror, þótt viðkvæmar sálir ættu kannski að halda sér heima, og Rodriguez er að fullu fyrirgefið fyrir að hafa sent frá sér hina afleitu The Adventures of Sharkboy and Lavagirl 3-D árið 2005. Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Miklar vonir voru bundnar við tvíeykis-mynd leikstjóranna Quentin Tarantino og Robert Rodriguez, Grindhouse, þegar hún var frumsýnd vestanhafs fyrr á árinu. Skemmst frá því að segja að hún olli töluverðum vonbrigðum, sem sést meðal annars af dræmri aðsókn, og í kjölfarið var ákveðið að sýna hana í tveimur hlutum í Evrópu. Mynd Tarantinos, Grindhouse: Death Proof, var frumsýnd á Íslandi júlí mánuði og fékk misjöfn viðbrögð. Var myndin meðal annars gagnrýnd fyrir óvenjulega slöpp samtöl af hálfu leikstjórans, hæga uppbyggingu og lítið ofbeldi, sérstaklega í ljósi þeirrar hefðar ofbeldismynda sem myndin sækir í. Nokkrum vikum síðar fylgir mynd Rodriguez í kjölfarið með sína mynd Grindhouse: Planet Terror, sem er vel við hæfi þar sem hún gerist á eftir Death Proof. Er það kunngjört með ýmsu móti í myndinni. Persónur úr fyrri myndinni öðlast til dæmis aukið vægi í þeirri seinni og á einum stað er dauða einnar söguhetjunnar úr Death Proof sérstaklega minnst. Þess utan er óhætt að segja að Rodriguez kjósi að fara þveröfuga leið en Tarantino. Planet Terror segir frá því þegar íbúar lítils smábæjar neyðast til að leggja ágreiningsefni sín til hliðar og snúa bökum saman til að verjast árás uppvakninga, sem venju samkvæmt reynast einkar sólgnir í mannakjöt og þá sér í lagi heila. Varla eru fimm mínútur liðnar af myndinni þegar blóðið byrjar að flæða og eftir það er Rodriguez ekkert að tvínóna við að koma ofbeldinu og viðbjóðnum til skila. Menn eru ýmist aflimaðir eða myrtir eða bara hvoru tveggja og erfitt að segja til um hverji komi til með að lifa blóðbaðið af. Gagnstætt því sem margir gætu talið er gildi myndarinnar ekki fólgið í öllu þessu ofbeldinu, þótt það setji vissulega sinn sjarma á hana. Þvert á móti er frásögnin keyrð áfram af einstakri frásagnargleði, spennu og hæfilegu magni af ósmekklegum bröndurum. Undirritaður man varla eftir að hafa hlegið eins mikið í bíó það sem af er árs. Samtöl, sem hafa hingað til ekki alltaf verið sterkasta hlið Rodriguez, eru síðan vel skrifuð og skemmtilega oftúlkuð af leikurunum, sem standa sig með sóma. Þar fer Rose McGowan fremst í flokki í hlutverki uppgjafar gógó-dansarans Cherry Darling, sem reynist einkum úrræðagóð í murrka lífið úr skrímsunum. Þegar öllu er á botninn hvolft er óhætt að mæla með Planet Terror, þótt viðkvæmar sálir ættu kannski að halda sér heima, og Rodriguez er að fullu fyrirgefið fyrir að hafa sent frá sér hina afleitu The Adventures of Sharkboy and Lavagirl 3-D árið 2005.
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira