Bíó og sjónvarp

Baltasar Kormákur í Independent

Baltasar Kormákur er orðinn að þekktu nafni í kvikmyndabransanum.
Baltasar Kormákur er orðinn að þekktu nafni í kvikmyndabransanum.

Nafn leikarans, leikstjórans og framleiðandans Baltasars Kormáks verður sífellt stærra í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi og í tilefni þess að mynd hans, A Little Trip to Heaven, kom út á DVD í Bretlandi í vikunni var hann í stuttu viðtali við hið virta blað Independent á þriðjudag. Um svokallað 5-mínútna viðtal er að ræða þar sem Baltasar er spurður hnyttinna spurninga sem eiga að gefa innsýn inn í þá manneskju sem hann hefur að geyma.



Baltasar kemur víða við í svörum sínum og segir meðal annars að það séu mikil mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að leyfa hvalveiðar. Spurður um í hverju hann sé ekki svo góður að gera segir Baltasar: ¿Að koma mér í rúmið á kvöldin. Ég vil helst vinna á næturnar, sem er ekki mjög vinsælt hjá fjölskyldunni.¿






Fleiri fréttir

Sjá meira


×