Gott hjá Össuri Ögmundur Jónasson skrifar 3. september 2007 00:01 Djúpstæðustu átök undanfarna áratugi eru átökin um eignarhald á auðlindum til lands og sjávar. Afdrifaríkar ákvarðanir hafa verið teknar, til dæmis kvótalögin sem allir þekkja og ýmis önnur lög af sama meiði, sem eru síður kunn þótt þau eigi eftir að hafa áhrif á skiptingu gæðanna ekki síður en kvótalögin. Lögin um Rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu frá 1998 eru þannig einhver skelfilegustu lög síðari tíma en með þeim var eignarhald á jarðhitanum fært í hendur einkaaðila. Átökin hafa snúist um þetta: Eiga einkaaðilar að öðlast eignarhald á auðlindunum eða fá afnotarétt af þeim? Þegar stjórnarmeirihlutinn á síðasta kjörtímabili talaði fyrir breytingum á vatnalögum, sem gengu út á að styrkja einkaeignarrétt á vatni, var viðkvæðið þetta: „Við erum í reynd ekki að breyta neinu, við erum að endurskoða vatnalagabálkinn, sem er að verða aldargamall, í ljósi nýrra tíma. Dómapraxís tuttugustu aldarinnar gengur út á að efla einkaeignarréttinn og við erum í reynd ekki að gera annað en breyta orðalagi laganna í samræmi við það.“ Stjórnarandstaðan sameinuð sagði á hinn bóginn: „Endurskoðum lagabálkinn frá 1923 fyrir alla muni. En gerum það í anda kröfu samtímans um að treysta og efla almannarétt ekki einkaeignarrétt. Vatnið er dýrmætasta auðlind 21. aldarinnar. Eignarhaldið á því á að vera um alla framtíð hjá þjóðinni, þótt hún kunni að framselja afnotaréttinn, tímabundið.“ Gegn vatnalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stóð stjórnarandstaðan sem órofa heild og ég hef grun um að í stjórnarmeirihlutanum hafi þeir verið til sem ekki grétu þegar okkur tókst að fresta gildistöku laganna. Það gladdi mig þegar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lýsti því yfir að hann hygðist láta endurskoða hina umdeildu lagasmíð. Ef niðurstaðan verður sú að hið umdeilda vatnalagafrumvarp komi ekki til framkvæmda og efnt verður til þverpólitísks samstarfs um endurskoðun laganna má ganga að stuðningi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem vísum enda fluttum við þingmál þessa efnis strax að afloknum kosningum sl. vor.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Djúpstæðustu átök undanfarna áratugi eru átökin um eignarhald á auðlindum til lands og sjávar. Afdrifaríkar ákvarðanir hafa verið teknar, til dæmis kvótalögin sem allir þekkja og ýmis önnur lög af sama meiði, sem eru síður kunn þótt þau eigi eftir að hafa áhrif á skiptingu gæðanna ekki síður en kvótalögin. Lögin um Rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu frá 1998 eru þannig einhver skelfilegustu lög síðari tíma en með þeim var eignarhald á jarðhitanum fært í hendur einkaaðila. Átökin hafa snúist um þetta: Eiga einkaaðilar að öðlast eignarhald á auðlindunum eða fá afnotarétt af þeim? Þegar stjórnarmeirihlutinn á síðasta kjörtímabili talaði fyrir breytingum á vatnalögum, sem gengu út á að styrkja einkaeignarrétt á vatni, var viðkvæðið þetta: „Við erum í reynd ekki að breyta neinu, við erum að endurskoða vatnalagabálkinn, sem er að verða aldargamall, í ljósi nýrra tíma. Dómapraxís tuttugustu aldarinnar gengur út á að efla einkaeignarréttinn og við erum í reynd ekki að gera annað en breyta orðalagi laganna í samræmi við það.“ Stjórnarandstaðan sameinuð sagði á hinn bóginn: „Endurskoðum lagabálkinn frá 1923 fyrir alla muni. En gerum það í anda kröfu samtímans um að treysta og efla almannarétt ekki einkaeignarrétt. Vatnið er dýrmætasta auðlind 21. aldarinnar. Eignarhaldið á því á að vera um alla framtíð hjá þjóðinni, þótt hún kunni að framselja afnotaréttinn, tímabundið.“ Gegn vatnalagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stóð stjórnarandstaðan sem órofa heild og ég hef grun um að í stjórnarmeirihlutanum hafi þeir verið til sem ekki grétu þegar okkur tókst að fresta gildistöku laganna. Það gladdi mig þegar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lýsti því yfir að hann hygðist láta endurskoða hina umdeildu lagasmíð. Ef niðurstaðan verður sú að hið umdeilda vatnalagafrumvarp komi ekki til framkvæmda og efnt verður til þverpólitísks samstarfs um endurskoðun laganna má ganga að stuðningi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem vísum enda fluttum við þingmál þessa efnis strax að afloknum kosningum sl. vor.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun