Gio er leynivopn Franks Rijkaard 3. september 2007 08:30 Giovanni dos Santos stóð sig frábærlega með Barcelona á undirbúningstímabilinu. AFP Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst þar sem spænska liðið keypti Thierry Henry frá Arsenal í sumar. Það er samt ekki koma Henrys á Nou Camp sem er að gera út um framtíð okkar manns á Spáni heldur 18 ára strákur frá Mexíkó. Giovanni dos Santos hefur slegið í gegn á undirbúningstímabilinu og nýtt sér það til fullnustu að Eiður Smári hefur hvorki farið með liðinu til Skotlands né Asíu vegna hnémeiðsla sem tóku sig upp á æfingu. Giovanni er heldur betur að nýta sín fyrstu tækifæri með aðalliði Barca, skoraði síðasta markið í 3-1 sigri á Hearts, skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri á kínverska liðinu Beijing Guoan, skoraði síðan sigurmark liðsins í 1-0 sigri á japanska liðinu Yokohama og loks fjórða og síðasta markið í 4-0 sigri á Mission Hills sem var lokaleikurinn í Asíuferðinni. Hann skoraði alls fjögur mörk í undirbúningsleikjum liðsins fyrir tímabilið. Giovanni dos Santos er fæddur árið 1989 í Monterrey í Mexíkó. Hann er 175 cm, örvfættur og getur spilað hvar sem er í kringum fremsta mann. Dos Santos kemur af miklum knattspyrnuættum, faðir hans, Gerardo dos Santos, kallaður „Zizinho“, lék með Clubs América og León í Mexíkó á níunda áratugnum og yngri bróðir hans, Jonathan, spilar með unglingaliði Barcelona. Gio hefur verið hjá Barcelona í fimm ár og hefur unnið sig upp í gegnum unglingastarf félagsins. Dos Santos er þegar búinn að sanna sig á stórmótum yngri landsliða en hefur enn ekki verið valinn í A-liðið. Dos Santos varð heimsmeistari með 17 ára liði Mexíkó árið 2005 og fékk bronsskóinn sem þriðji besti leikmaðurinn á HM 20 ára liða sem fram fór í Kanada í sumar. Dos Santos skoraði þá þrjú mörk og hjálpaði Mexíkó inn í átta liða úrslitin. Frank Rijkaard hrósaði dos Santos eftir sigurinn á Yokohama. „Hann er leynivopnið okkar. Hann kom inn af krafti, skoraði, skaut í stöngina og hreyfði sig mjög vel á vellinum. Strákurinn er duglegur og getur hjálpað liðinu hvenær sem er,“ sagði Rijkaard. Ronaldinho var einnig sáttur við framlag þessa unga mexíkóska leikmanns. „Ég er mjög ánægður með hann því hann er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Ég vona að hann geti hjálpað okkur og njóti þess að spila með okkur hinum,“ sagði Ronaldinho. Giovanni hefur ítrekað verið líkt við Ronaldinho enda eru þeir mjög svipaðir á velli, með frábæra tækni og mikinn sprengikraft. Giovanni er best lýst sem ungum og örvfættum Ronaldinho en hann hefur einmitt verið uppáhaldsleikmaður stráksins alla tíð. Ronaldinho, Thierry Henry, Samuel Eto"o, Lionel Messi og nú Giovanni dos Santos. Þó að við höfum mikla trú á okkar manni í mikilli samkeppni þá er erfitt að sjá hann vinna sig til baka úr meiðslum og reyna að slá einhvern af fyrrnefndum snillingum út úr liðinu. Spænski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira
Framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Barcelona hefur verið mikið í umræðunni, ekki síst þar sem spænska liðið keypti Thierry Henry frá Arsenal í sumar. Það er samt ekki koma Henrys á Nou Camp sem er að gera út um framtíð okkar manns á Spáni heldur 18 ára strákur frá Mexíkó. Giovanni dos Santos hefur slegið í gegn á undirbúningstímabilinu og nýtt sér það til fullnustu að Eiður Smári hefur hvorki farið með liðinu til Skotlands né Asíu vegna hnémeiðsla sem tóku sig upp á æfingu. Giovanni er heldur betur að nýta sín fyrstu tækifæri með aðalliði Barca, skoraði síðasta markið í 3-1 sigri á Hearts, skoraði fyrsta markið í 3-0 sigri á kínverska liðinu Beijing Guoan, skoraði síðan sigurmark liðsins í 1-0 sigri á japanska liðinu Yokohama og loks fjórða og síðasta markið í 4-0 sigri á Mission Hills sem var lokaleikurinn í Asíuferðinni. Hann skoraði alls fjögur mörk í undirbúningsleikjum liðsins fyrir tímabilið. Giovanni dos Santos er fæddur árið 1989 í Monterrey í Mexíkó. Hann er 175 cm, örvfættur og getur spilað hvar sem er í kringum fremsta mann. Dos Santos kemur af miklum knattspyrnuættum, faðir hans, Gerardo dos Santos, kallaður „Zizinho“, lék með Clubs América og León í Mexíkó á níunda áratugnum og yngri bróðir hans, Jonathan, spilar með unglingaliði Barcelona. Gio hefur verið hjá Barcelona í fimm ár og hefur unnið sig upp í gegnum unglingastarf félagsins. Dos Santos er þegar búinn að sanna sig á stórmótum yngri landsliða en hefur enn ekki verið valinn í A-liðið. Dos Santos varð heimsmeistari með 17 ára liði Mexíkó árið 2005 og fékk bronsskóinn sem þriðji besti leikmaðurinn á HM 20 ára liða sem fram fór í Kanada í sumar. Dos Santos skoraði þá þrjú mörk og hjálpaði Mexíkó inn í átta liða úrslitin. Frank Rijkaard hrósaði dos Santos eftir sigurinn á Yokohama. „Hann er leynivopnið okkar. Hann kom inn af krafti, skoraði, skaut í stöngina og hreyfði sig mjög vel á vellinum. Strákurinn er duglegur og getur hjálpað liðinu hvenær sem er,“ sagði Rijkaard. Ronaldinho var einnig sáttur við framlag þessa unga mexíkóska leikmanns. „Ég er mjög ánægður með hann því hann er ungur leikmaður með mikla hæfileika. Ég vona að hann geti hjálpað okkur og njóti þess að spila með okkur hinum,“ sagði Ronaldinho. Giovanni hefur ítrekað verið líkt við Ronaldinho enda eru þeir mjög svipaðir á velli, með frábæra tækni og mikinn sprengikraft. Giovanni er best lýst sem ungum og örvfættum Ronaldinho en hann hefur einmitt verið uppáhaldsleikmaður stráksins alla tíð. Ronaldinho, Thierry Henry, Samuel Eto"o, Lionel Messi og nú Giovanni dos Santos. Þó að við höfum mikla trú á okkar manni í mikilli samkeppni þá er erfitt að sjá hann vinna sig til baka úr meiðslum og reyna að slá einhvern af fyrrnefndum snillingum út úr liðinu.
Spænski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira