Grunur um að smyglararnir hafi notað sömu leið áður Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. september 2007 00:01 „Þegar maður hugsar málið til baka er dálítið skrítið að strákarnir tóku dýnurnar úr skútunni,“ segir Ægir Kristinsson, hafnarvörður á Fáskrúðsfirði. Í september 2005 lagði skútan Lucky Day að bryggju snemma morguns á Fáskrúðsfirði. Um borð voru tveir menn. Annar þeirra var Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Ekki kom í ljós fyrr en vorið 2006 að eigandi Lucky Day var bróðir Einars, Logi Freyr Einarsson, 30 ára, sem handtekinn var í Noregi í fyrradag og er sömuleiðs grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu. Einar Jökull og félagi hans kynntu sig ekki fyrir heimamönnum haustið 2005 og voru horfnir úr bænum fyrir hádegi. Ægir hafnarvörður segir þá hafa komið frá Noregi en annar bæjarstarfsmaður, Björgvin Baldursson verkstjóri, kveður áhafnarmeðlimina hafa sagst hafa komið frá Reykjavík og ætlað til Noregs. Þeir hafi lent í brjáluðu veðri og bilun komið upp í siglingatækjum þannig að þá hafi brostið kjark til að halda förinni áfram. Ægir segir mennina tvo hafa sett áðurnefndar dýnur úr skútunni í yfirbyggðan pallbíl. „Þeir sögðu okkur strákarnir að skútan hefði blotnað að innan og að þeir ætluðu með dýnurnar til Reykjavíkur að láta sauma utan um þær aftur. Þegar maður fer að hugsa um þetta og það sem nú hefur gerst finnst manni skrítið að þeir skyldu ekki bara geta þurrkað þetta hér. Hvað var inni í dýnununum?“ spyr hafnarvörðurinn. Að sögn Björgvins mætti lögregla með fíkniefnahunda á vettvang en það var ekki fyrr en Einar Jökull og félagi hans voru farnir. „Það var leitað í skútunni. Hundurinn fór um borð og hann fann ekki lykt af einu eða neinu,“ segir hann. Svo fór að Lucky Day hafði vetursetu í smábátahöfninni í Fáskrúðsfirði. Áhöfnin hafði ekki sagt á sér deili og illa gekk að hafa uppi á eigandanum, sem á endanum reyndist vera Logi Freyr Einarsson eins og áður segir. Logi gerði upp öll hafnargjöld og annan kostnað, og 13. maí var skútan horfin úr höfninni. „Þeir voru nú ekki svo almennilegir að láta mig vita þegar þeir tóku hana,“ segir Björgvin Baldursson. Pólstjörnumálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Þegar maður hugsar málið til baka er dálítið skrítið að strákarnir tóku dýnurnar úr skútunni,“ segir Ægir Kristinsson, hafnarvörður á Fáskrúðsfirði. Í september 2005 lagði skútan Lucky Day að bryggju snemma morguns á Fáskrúðsfirði. Um borð voru tveir menn. Annar þeirra var Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. Ekki kom í ljós fyrr en vorið 2006 að eigandi Lucky Day var bróðir Einars, Logi Freyr Einarsson, 30 ára, sem handtekinn var í Noregi í fyrradag og er sömuleiðs grunaður um aðild að Pólstjörnumálinu. Einar Jökull og félagi hans kynntu sig ekki fyrir heimamönnum haustið 2005 og voru horfnir úr bænum fyrir hádegi. Ægir hafnarvörður segir þá hafa komið frá Noregi en annar bæjarstarfsmaður, Björgvin Baldursson verkstjóri, kveður áhafnarmeðlimina hafa sagst hafa komið frá Reykjavík og ætlað til Noregs. Þeir hafi lent í brjáluðu veðri og bilun komið upp í siglingatækjum þannig að þá hafi brostið kjark til að halda förinni áfram. Ægir segir mennina tvo hafa sett áðurnefndar dýnur úr skútunni í yfirbyggðan pallbíl. „Þeir sögðu okkur strákarnir að skútan hefði blotnað að innan og að þeir ætluðu með dýnurnar til Reykjavíkur að láta sauma utan um þær aftur. Þegar maður fer að hugsa um þetta og það sem nú hefur gerst finnst manni skrítið að þeir skyldu ekki bara geta þurrkað þetta hér. Hvað var inni í dýnununum?“ spyr hafnarvörðurinn. Að sögn Björgvins mætti lögregla með fíkniefnahunda á vettvang en það var ekki fyrr en Einar Jökull og félagi hans voru farnir. „Það var leitað í skútunni. Hundurinn fór um borð og hann fann ekki lykt af einu eða neinu,“ segir hann. Svo fór að Lucky Day hafði vetursetu í smábátahöfninni í Fáskrúðsfirði. Áhöfnin hafði ekki sagt á sér deili og illa gekk að hafa uppi á eigandanum, sem á endanum reyndist vera Logi Freyr Einarsson eins og áður segir. Logi gerði upp öll hafnargjöld og annan kostnað, og 13. maí var skútan horfin úr höfninni. „Þeir voru nú ekki svo almennilegir að láta mig vita þegar þeir tóku hana,“ segir Björgvin Baldursson.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira