Zorró kemur til bjargar Einar Már Jónsson skrifar 14. nóvember 2007 00:01 Í frönsku kosningabaráttunni í vor hljómaði eitt vígorðið skært og hvellt og skar sig út úr skarkalanum: það var sú hvatning sem frambjóðandinn Nikulás Sarkozy setti ofarlega á stefnuskrá sína, að menn skyldu „vinna meira til að þéna meira". Þetta mæltist vel fyrir og þótti karlmannlega sagt, því um þessar mundir eiga Frakkar einna helst kost á að vinna meira og þéna ekki hótinu meir eða jafnvel enn þá minna, eða þá vinna ekki og þéna þar af leiðandi alls ekki neitt. „Örkin hennnar Zoe“Um leið og Sarkozy - sem almenningur kallar nú jafnan „Sarkó" - var búinn að ná kosningu tók hann að sýna mönnum hvað hann ætti við með því að „vinna meira", og hefur eitt glæsilegt dæmi um það verið í fréttum að undanförnu. Þetta tengist Bakkabræðraæfintýri fáeinna Fransmanna í Tsjad.Fyrir nokkru fóru samtök sem kölluðust „Örkin hennar Zoe" á stúfana og ætluðu að bjarga munaðarlausum og stríðsþjáðum börnum frá Darfúr og flytja þau til Frakklands, þar sem fjölskyldur, sem höfðu borgað til þess ærið fé, áttu að taka á móti þeim. Þær fengu jafnvel loðin loforð um að þau gætu ættleitt börnin, og virtist það reyndar vera aðalmarkmið sumra þeirra. Forsprakkinn fyrir þessu var að sögn slökkviliðsmaður í hugljómun, en fyrirtækið var í blóra við öll stjórnvöld jafnt í Frakklandi sem í Tsjad, þar sem leiðangurinn hafði bækistöðvar sínar. Svo fór að þessir arkarmenn voru handteknir á flugvelli norðarlega í Afríkulandinu, þegar þeir bjuggust til að fljúga þaðan með 103 börn. Þegar farið var að athuga stöðu þessara barna kom í ljós að sárafá þeirra voru í rauninni munaðarleysingjar og sárafá frá Darfúr, og var svo að sjá að mörgum hinna a.m.k. hefði verið náð frá fjölskyldum þeirra undir því yfirskini að það ætti að senda þau á skóla í nálægum smábæ.En slökkviliðsmanninn skorti greinilega ekki jarðbundin klókindi þrátt fyrir hugljómunina, því fréttamenn skýrðu frá því að á leiðinni á flugvöllinn hefðu verið sett sárabindi á börnin, þótt þau hefðu reyndar verið ómeidd og við góða heilsu, og á þau málaðir marblettir af því tagi sem taka sig vel út í sjónvarpi. Þetta mæltist afskaplega illa fyrir í Tsjad, mönnum fannst vera nýlendustefnulegur þefur af málinu, ekki síst vegna þeirra ættleiðinga sem virtust vera á dagskrá, og fengu arkarmenn að gista í tugthúsinu, ákærðir fyrir tilraun til barnsráns. En svo vildi til að meðal þeirra sem voru handteknir voru einnig flugfreyjur og fréttamenn, sem voru ekki sek um eitt eða neitt.Þótt þú gleymir SarkóFrönsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir að hafa ekkert gert til að stöðva æfintýramennina í tæka tíð brugðust því skjótt við og vildu fá þetta saklausa fólk látið laust. Úr þessu varð nokkurt stapp, því þótt málið virtist einfalt, var þó nokkurt skriffinnskuatriði að opna fangelsisdyrnar og yfirvöld í Tsjad voru undir pressu frá almenningi sem var æfareiður og þoldi ekkert sem túlka mætti sem undirlátssemi. En þá gerði Nikulás Sarkozy sér lítið fyrir. Sunnudagsmorgun einn sté hann upp í flugvél embættisins, flaug til Tsjad eins og frelsandi Zorró og fékk fréttamennina og flugfreyjurnar laus á stundinni með sérsamningi við starfsbróður sinn þar í landi.Einhverjum rannsóknardómara sem varð úrillur þegar hann var ræstur út á helgidegi og fór að þrasa um formsatriði og þess háttar var umsvifalaust vikið úr starfi. Við brottförina sagði forsetinn að hann væri ekki búinn að gleyma hinum sem eftir dúsuðu, þótt þeir væru raunverulegir sakborningar, og myndi hann koma seinna og sækja þá, því þótt þú gleymir Sarkó gleymir Sarkó ekki þér. Þar sem einhverjir af þeim sem forsetinn bjargaði voru Spánverjar millilenti hann á flugvelli í Madrid og rabbaði smástund við vin sinn forsætisráðherra Spánar, en hélt svo til Parísar.Þetta var sem sé sunnudagstúr forsetans. Það er ekki nema eðlilegt að forseti sem vinnur svona miklu meira vilji einnig þéna meira. Í þessum sömu svifum lét Nikulás Sarkozy því hækka laun sín um hundrað sjötíu og tvö prósent, eins og blaðamenn hafa nú reiknað út, kannske að einhverju leyti upp í helgidaga- og yfirvinnu. En það hefur ekki enn komið í ljós hvað Frökkum finnst um forseta sem kann að efna kosningaloforðin svona hressilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Í frönsku kosningabaráttunni í vor hljómaði eitt vígorðið skært og hvellt og skar sig út úr skarkalanum: það var sú hvatning sem frambjóðandinn Nikulás Sarkozy setti ofarlega á stefnuskrá sína, að menn skyldu „vinna meira til að þéna meira". Þetta mæltist vel fyrir og þótti karlmannlega sagt, því um þessar mundir eiga Frakkar einna helst kost á að vinna meira og þéna ekki hótinu meir eða jafnvel enn þá minna, eða þá vinna ekki og þéna þar af leiðandi alls ekki neitt. „Örkin hennnar Zoe“Um leið og Sarkozy - sem almenningur kallar nú jafnan „Sarkó" - var búinn að ná kosningu tók hann að sýna mönnum hvað hann ætti við með því að „vinna meira", og hefur eitt glæsilegt dæmi um það verið í fréttum að undanförnu. Þetta tengist Bakkabræðraæfintýri fáeinna Fransmanna í Tsjad.Fyrir nokkru fóru samtök sem kölluðust „Örkin hennar Zoe" á stúfana og ætluðu að bjarga munaðarlausum og stríðsþjáðum börnum frá Darfúr og flytja þau til Frakklands, þar sem fjölskyldur, sem höfðu borgað til þess ærið fé, áttu að taka á móti þeim. Þær fengu jafnvel loðin loforð um að þau gætu ættleitt börnin, og virtist það reyndar vera aðalmarkmið sumra þeirra. Forsprakkinn fyrir þessu var að sögn slökkviliðsmaður í hugljómun, en fyrirtækið var í blóra við öll stjórnvöld jafnt í Frakklandi sem í Tsjad, þar sem leiðangurinn hafði bækistöðvar sínar. Svo fór að þessir arkarmenn voru handteknir á flugvelli norðarlega í Afríkulandinu, þegar þeir bjuggust til að fljúga þaðan með 103 börn. Þegar farið var að athuga stöðu þessara barna kom í ljós að sárafá þeirra voru í rauninni munaðarleysingjar og sárafá frá Darfúr, og var svo að sjá að mörgum hinna a.m.k. hefði verið náð frá fjölskyldum þeirra undir því yfirskini að það ætti að senda þau á skóla í nálægum smábæ.En slökkviliðsmanninn skorti greinilega ekki jarðbundin klókindi þrátt fyrir hugljómunina, því fréttamenn skýrðu frá því að á leiðinni á flugvöllinn hefðu verið sett sárabindi á börnin, þótt þau hefðu reyndar verið ómeidd og við góða heilsu, og á þau málaðir marblettir af því tagi sem taka sig vel út í sjónvarpi. Þetta mæltist afskaplega illa fyrir í Tsjad, mönnum fannst vera nýlendustefnulegur þefur af málinu, ekki síst vegna þeirra ættleiðinga sem virtust vera á dagskrá, og fengu arkarmenn að gista í tugthúsinu, ákærðir fyrir tilraun til barnsráns. En svo vildi til að meðal þeirra sem voru handteknir voru einnig flugfreyjur og fréttamenn, sem voru ekki sek um eitt eða neitt.Þótt þú gleymir SarkóFrönsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir að hafa ekkert gert til að stöðva æfintýramennina í tæka tíð brugðust því skjótt við og vildu fá þetta saklausa fólk látið laust. Úr þessu varð nokkurt stapp, því þótt málið virtist einfalt, var þó nokkurt skriffinnskuatriði að opna fangelsisdyrnar og yfirvöld í Tsjad voru undir pressu frá almenningi sem var æfareiður og þoldi ekkert sem túlka mætti sem undirlátssemi. En þá gerði Nikulás Sarkozy sér lítið fyrir. Sunnudagsmorgun einn sté hann upp í flugvél embættisins, flaug til Tsjad eins og frelsandi Zorró og fékk fréttamennina og flugfreyjurnar laus á stundinni með sérsamningi við starfsbróður sinn þar í landi.Einhverjum rannsóknardómara sem varð úrillur þegar hann var ræstur út á helgidegi og fór að þrasa um formsatriði og þess háttar var umsvifalaust vikið úr starfi. Við brottförina sagði forsetinn að hann væri ekki búinn að gleyma hinum sem eftir dúsuðu, þótt þeir væru raunverulegir sakborningar, og myndi hann koma seinna og sækja þá, því þótt þú gleymir Sarkó gleymir Sarkó ekki þér. Þar sem einhverjir af þeim sem forsetinn bjargaði voru Spánverjar millilenti hann á flugvelli í Madrid og rabbaði smástund við vin sinn forsætisráðherra Spánar, en hélt svo til Parísar.Þetta var sem sé sunnudagstúr forsetans. Það er ekki nema eðlilegt að forseti sem vinnur svona miklu meira vilji einnig þéna meira. Í þessum sömu svifum lét Nikulás Sarkozy því hækka laun sín um hundrað sjötíu og tvö prósent, eins og blaðamenn hafa nú reiknað út, kannske að einhverju leyti upp í helgidaga- og yfirvinnu. En það hefur ekki enn komið í ljós hvað Frökkum finnst um forseta sem kann að efna kosningaloforðin svona hressilega.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun