Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 4. desember 2025 13:01 ÖBÍ réttindasamtök sendu borgarstjórn Reykjavíkur bréf í síðustu viku og vöktu athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármögnun samþykktra NPA samninga í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar. Með afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, sem samþykkt var í borgarstjórn í gær, var þessi ábending hundsuð þrátt fyrir að ÖBÍ hafi gert ítarlega grein fyrir því í bréfinu að borginni væri skylt samkvæmt lögum að fjármagna samþykkta NPA samninga. Sérstaka athygli vekur að í svarbréfi forseta borgarstjórnar, sem barst ÖBÍ réttindasamtökum fyrir helgi, kemur fram að forseti borgarstjórnar sé „sammála ÖBÍ að þjónusta skv. lögum nr. 38/2018 sé lögbundin þjónusta sem sveitarfélögum þessa lands ber að veita“. Þrátt fyrir þetta segir í bréfinu að ekki standi til að fjármagna þjónustuna. Samkvæmt fjárhagsáætluninni sem afgreidd var í gær verður það heldur ekki gert. Liggur þannig fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hefur vísvitandi tekið pólitíska ákvörðun um að neita fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir um aðstoð sem það hefur þörf fyrir og á rétt á lögum samkvæmt. Enginn vafi um ábyrgð á fjármögnun Lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr og ótvíræð um það hver ber ábyrgð á að fjármagna kostnað samkvæmt þeim. Í 5. gr. laganna, sem ber heitið „Ábyrgð og samvinna sveitarfélaga“, kemur fram að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og kostnaði vegna þjónustu samkvæmt lögunum nema annað sé tekið fram eða leiði af öðrum lögum. Í 38. gr. laganna, sem ber heitið „Fjármögnun“, segir síðan orðrétt: „Sveitarfélög skulu fjármagna þjónustu við fatlað fólk og annan rekstrarkostnað samkvæmt lögum þessum að því leyti sem annað er ekki tekið fram eða leiðir af öðrum lögum.“ Þessari fjárhagslegu ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var ekki smyglað inn bakdyramegin eða lögfest án samráðs – eins og halda mætti miðað við málflutning margra fulltrúa sveitarfélaganna – heldur var samið um þessa ábyrgð milli ríkis og sveitarfélaga og þeir samningar lagðir til grundvallar við setningu laga nr. 38/2018 eins og nánar er farið yfir í fyrri grein höfundar. Sveitarfélögin eru því þegar búin að semja um fjárhagslega ábyrgð sína á málaflokknum og hafa fengið til sín tekjustofna vegna þess. Ábyrgð þeirra á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er þannig algjörlega skýr og ótvíræð. Mannréttindi fatlaðs fólks ekki háð geðþótta valdhafa Kjarni mannréttinda er vernd gegn geðþótta valdhafa. Alþingi hefur, í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú hefur verið lögfestur, kveðið með lögum á um rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Þessa aðstoð hefur Alþingi falið sveitarfélögum að veita og fjármagna. Lögbundnar skyldur sveitarfélaga í þessum efnum eru ekki valkvæðar eða háðar pólitískri afstöðu meirihluta sveitarstjórnar hverju sinni. Þetta eru lagaskyldur og mannréttindi sem hafa ekkert með pólitík að gera. Pólitísk ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að fjármagna ekki þá NPA-samninga sem þegar hafa verið samþykktir er að mati ÖBÍ réttindasamtaka ólögleg og felur í sér skýrt brot gegn mannréttindum hlutaðeigandi einstaklinga. Hið sama gildir um sambærilegar ákvarðanir í öðrum sveitarfélögum. Ljóst er að ÖBÍ réttindasamtök munu ekki sitja aðgerðalaus hjá meðan brotin eru mannréttindi á fötluðum einstaklingum með þessum hætti. Neiti sveitarfélög að virða lögbundin réttindi fatlaðs fólks munu samtökin leita viðeigandi leiða til að knýja þau fram. Hvað ætlar ráðherra að gera? Félags- og húsnæðisráðherra hefur lögbundið eftirlit með því að sveitarfélögin standi við skyldur sínar gagnvart fötluðu fólki samkvæmt lögum nr. 38/2018. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherra bréf þar sem óskað er upplýsinga um viðbrögð ráðuneytisins við áformum Reykjavíkurborgar um þau brot gegn réttindum fatlaðs fólks sem nú hafa raungerst. Í bréfinu er athygli ráðherra vakin á því að ef nýafstaðin lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna ætti að vera annað en orðin tóm yrði að gera þá kröfu að ráðherra rækti lögbundið eftirlitshlutverk sitt gagnvart sveitarfélögunum með virkum hætti. Þessu bréfi ekki verið svarað og engin viðbrögð hafa komið frá ráðherra við fréttum undanfarinna daga af alvarlegum brotum sveitarfélaganna gegn mannréttindum hóps fatlaðs fólks. ÖBÍ réttindasamtök bíða nú svara ráðherra með eftirvæntingu. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
ÖBÍ réttindasamtök sendu borgarstjórn Reykjavíkur bréf í síðustu viku og vöktu athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármögnun samþykktra NPA samninga í frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar. Með afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar, sem samþykkt var í borgarstjórn í gær, var þessi ábending hundsuð þrátt fyrir að ÖBÍ hafi gert ítarlega grein fyrir því í bréfinu að borginni væri skylt samkvæmt lögum að fjármagna samþykkta NPA samninga. Sérstaka athygli vekur að í svarbréfi forseta borgarstjórnar, sem barst ÖBÍ réttindasamtökum fyrir helgi, kemur fram að forseti borgarstjórnar sé „sammála ÖBÍ að þjónusta skv. lögum nr. 38/2018 sé lögbundin þjónusta sem sveitarfélögum þessa lands ber að veita“. Þrátt fyrir þetta segir í bréfinu að ekki standi til að fjármagna þjónustuna. Samkvæmt fjárhagsáætluninni sem afgreidd var í gær verður það heldur ekki gert. Liggur þannig fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hefur vísvitandi tekið pólitíska ákvörðun um að neita fötluðu fólki með langvarandi stuðningsþarfir um aðstoð sem það hefur þörf fyrir og á rétt á lögum samkvæmt. Enginn vafi um ábyrgð á fjármögnun Lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru skýr og ótvíræð um það hver ber ábyrgð á að fjármagna kostnað samkvæmt þeim. Í 5. gr. laganna, sem ber heitið „Ábyrgð og samvinna sveitarfélaga“, kemur fram að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi, framkvæmd og kostnaði vegna þjónustu samkvæmt lögunum nema annað sé tekið fram eða leiði af öðrum lögum. Í 38. gr. laganna, sem ber heitið „Fjármögnun“, segir síðan orðrétt: „Sveitarfélög skulu fjármagna þjónustu við fatlað fólk og annan rekstrarkostnað samkvæmt lögum þessum að því leyti sem annað er ekki tekið fram eða leiðir af öðrum lögum.“ Þessari fjárhagslegu ábyrgð sveitarfélaga á þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var ekki smyglað inn bakdyramegin eða lögfest án samráðs – eins og halda mætti miðað við málflutning margra fulltrúa sveitarfélaganna – heldur var samið um þessa ábyrgð milli ríkis og sveitarfélaga og þeir samningar lagðir til grundvallar við setningu laga nr. 38/2018 eins og nánar er farið yfir í fyrri grein höfundar. Sveitarfélögin eru því þegar búin að semja um fjárhagslega ábyrgð sína á málaflokknum og hafa fengið til sín tekjustofna vegna þess. Ábyrgð þeirra á fjármögnun lögbundinnar þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er þannig algjörlega skýr og ótvíræð. Mannréttindi fatlaðs fólks ekki háð geðþótta valdhafa Kjarni mannréttinda er vernd gegn geðþótta valdhafa. Alþingi hefur, í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem nú hefur verið lögfestur, kveðið með lögum á um rétt fatlaðs fólks til notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Þessa aðstoð hefur Alþingi falið sveitarfélögum að veita og fjármagna. Lögbundnar skyldur sveitarfélaga í þessum efnum eru ekki valkvæðar eða háðar pólitískri afstöðu meirihluta sveitarstjórnar hverju sinni. Þetta eru lagaskyldur og mannréttindi sem hafa ekkert með pólitík að gera. Pólitísk ákvörðun meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur um að fjármagna ekki þá NPA-samninga sem þegar hafa verið samþykktir er að mati ÖBÍ réttindasamtaka ólögleg og felur í sér skýrt brot gegn mannréttindum hlutaðeigandi einstaklinga. Hið sama gildir um sambærilegar ákvarðanir í öðrum sveitarfélögum. Ljóst er að ÖBÍ réttindasamtök munu ekki sitja aðgerðalaus hjá meðan brotin eru mannréttindi á fötluðum einstaklingum með þessum hætti. Neiti sveitarfélög að virða lögbundin réttindi fatlaðs fólks munu samtökin leita viðeigandi leiða til að knýja þau fram. Hvað ætlar ráðherra að gera? Félags- og húsnæðisráðherra hefur lögbundið eftirlit með því að sveitarfélögin standi við skyldur sínar gagnvart fötluðu fólki samkvæmt lögum nr. 38/2018. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherra bréf þar sem óskað er upplýsinga um viðbrögð ráðuneytisins við áformum Reykjavíkurborgar um þau brot gegn réttindum fatlaðs fólks sem nú hafa raungerst. Í bréfinu er athygli ráðherra vakin á því að ef nýafstaðin lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna ætti að vera annað en orðin tóm yrði að gera þá kröfu að ráðherra rækti lögbundið eftirlitshlutverk sitt gagnvart sveitarfélögunum með virkum hætti. Þessu bréfi ekki verið svarað og engin viðbrögð hafa komið frá ráðherra við fréttum undanfarinna daga af alvarlegum brotum sveitarfélaganna gegn mannréttindum hóps fatlaðs fólks. ÖBÍ réttindasamtök bíða nú svara ráðherra með eftirvæntingu. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar