Sjálfum mér til varnar 6. desember 2007 00:01 Grafalavarleg eru skrif ungra manna í bloggheimum þar sem fólki sem talar máli kvenfrelsis er hótað ofbeldi, hrottafenginni nauðgun eða öðrum líkamsmeiðingum. Á undanförnum dögum hef ég séð ofbeldis- og hótunarskrif af þessu tagi og hefur þeim verið komið á framfæri við lögregluyfirvöld. Að sjálfsögðu var það gert. Að mínum dómi væri það hreinlega ámælisvert að láta skrifin óátalin. Aðgerðarleysi gagnvart ofbeldi á ekki rétt á sér. Ekki heldur andvaraleysi. Þannig verður einræðismenningin til. Ekki aðeins vegna þess að ofbeldismenn gerast fyrirferðarmiklir og hrifsa til sín völdin heldur vegna hins að þeir eru látnir komast upp með það. Það á að verða þjóðfélaginu öllu til umhugsunar ef hér er að myndast andrúmsloft þar sem það líðst að allir þeir sem hreyfa við ranglæti í samfélaginu eru látnir sæta einelti og hótunum! Af slíku stafar sjálfu lýðræðinu ógn. Hver eru þau kvenfrelsismál sem fara helst fyrir brjóstið á þessu umburðarlitla og ofbeldisfulla fólki? Ég læt mér nægja að vísa í baráttumál þess stjórnmálaflokks sem ég starfa innan, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Í þeim flokki höfum við barist fyrir því að komið verði í veg fyrir kynbundið ofbeldi, að mansal verði stöðvað, kynbundnum launamun útrýmt, að jafnræði ríki með kynjunum á vinnumarkaði, innan stjórnsýslunnar og í fyrirtækjum. Við viljum með öðrum orðum tryggja mannréttindi öllum til handa á öllum sviðum þjóðlífsins, óháð kyni. Það er gegn baráttu af þessu tagi sem við félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði þurfum að sitja undir skrifum þar sem sagt er beint út og vafningalaust að leiðin til að þagga niður í okkur sé að beita okkur líkamlegu ofbeldi. Ég höfða til samfélagsins alls um að láta ofbeldi af þessu tagi ekki óátalið. Ég höfða til lýðræðisvitundar þjóðarinnar og réttlætiskenndar þótt ég setji þessar línur á blað einnig með þrengra sjónarhorn í huga. Ég skrifa sjálfum mér til varnar. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Grafalavarleg eru skrif ungra manna í bloggheimum þar sem fólki sem talar máli kvenfrelsis er hótað ofbeldi, hrottafenginni nauðgun eða öðrum líkamsmeiðingum. Á undanförnum dögum hef ég séð ofbeldis- og hótunarskrif af þessu tagi og hefur þeim verið komið á framfæri við lögregluyfirvöld. Að sjálfsögðu var það gert. Að mínum dómi væri það hreinlega ámælisvert að láta skrifin óátalin. Aðgerðarleysi gagnvart ofbeldi á ekki rétt á sér. Ekki heldur andvaraleysi. Þannig verður einræðismenningin til. Ekki aðeins vegna þess að ofbeldismenn gerast fyrirferðarmiklir og hrifsa til sín völdin heldur vegna hins að þeir eru látnir komast upp með það. Það á að verða þjóðfélaginu öllu til umhugsunar ef hér er að myndast andrúmsloft þar sem það líðst að allir þeir sem hreyfa við ranglæti í samfélaginu eru látnir sæta einelti og hótunum! Af slíku stafar sjálfu lýðræðinu ógn. Hver eru þau kvenfrelsismál sem fara helst fyrir brjóstið á þessu umburðarlitla og ofbeldisfulla fólki? Ég læt mér nægja að vísa í baráttumál þess stjórnmálaflokks sem ég starfa innan, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Í þeim flokki höfum við barist fyrir því að komið verði í veg fyrir kynbundið ofbeldi, að mansal verði stöðvað, kynbundnum launamun útrýmt, að jafnræði ríki með kynjunum á vinnumarkaði, innan stjórnsýslunnar og í fyrirtækjum. Við viljum með öðrum orðum tryggja mannréttindi öllum til handa á öllum sviðum þjóðlífsins, óháð kyni. Það er gegn baráttu af þessu tagi sem við félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði þurfum að sitja undir skrifum þar sem sagt er beint út og vafningalaust að leiðin til að þagga niður í okkur sé að beita okkur líkamlegu ofbeldi. Ég höfða til samfélagsins alls um að láta ofbeldi af þessu tagi ekki óátalið. Ég höfða til lýðræðisvitundar þjóðarinnar og réttlætiskenndar þótt ég setji þessar línur á blað einnig með þrengra sjónarhorn í huga. Ég skrifa sjálfum mér til varnar. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun