Sunnudagsréttur Söru: Afganga-lasanja 6. desember 2007 07:15 Sara Marti Guðmundsdóttir eldar iðulega grænmetislasagna úr þeim afgöngum sem hún finnur í eldhúsi og ísskáp á sunnudögum. Fréttablaðið/anton Leikkonan Sara Marti Guðmundsdóttir hefur afar gaman af eldamennsku. Hún býr oft til dýrindis afganga-lasanja á sunnudögum. Sara Marti á mikið af matreiðslubókum. Hún hefur þó einnig gaman af að þreifa sig áfram með uppskriftirnar, en það er einmitt þannig sem afgangalasanjað er til komið. „Ég skoða heilan helling af uppskriftum. Það skemmtilega er hins vegar þegar maður er farinn að kunna nóg til að geta búið til eitthvað nýtt út frá grunnuppskriftum. Þessi er einmitt svoleiðis,“ segir Sara, sem fékk upphaflegu uppskriftina úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa. Hún er þó langt því frá grænmetisæta. „Nei, ég gæti það ekki fyrir mitt litla líf,“ segir hún og hlær. „Ég passa upp á það sem ég borða, en ég get ekki hætt að borða kjöt, það er allt of gott,“ bætir hún við. Á sunnudögum er þó grænmetislasanjað ofarlega á blaði. „Þegar allt er lokað fer ég svona að tína allt út úr ísskáp og eldhússkápum,“ segir Sara brosandi. Hún er forfallinn aðdáandi kókosmjólkur og notar þar að auki rifinn sojaost í sitt lasagna. „Kókosmjólkin er miklu hollari en rjómi og smakkast alveg jafn vel. Ég nota hana í staðinn fyrir rjóma í meira og minna allt. Ég er með mjólkuróþol og hún og sojaosturinn hafa alveg bjargað lífi mínu,“ segir Sara. „Rifni sojaosturinn fæst í Bónus og ég er mjög ánægð með hann. Ég var búin að leita og leita að osti sem ég gæti borðað, og hefur ekki fundist sojaostar mjög spennandi,“ segir hún og hlær við. Sara stendur nú í ströngu við æfingar á leikritinu Norway.Today, sem hún leikur í ásamt Þóri Sæmundssyni. „Þetta er frábært leikrit sem verður farandsýning Þjóðleikhússins í ár. Við frumsýnum á Ísafirði 18. janúar, svo nú erum við bara að æfa eins og brjáluð,“ segir Sara. Undir afgangsgrænmeti flokkast það sem er til í ísskápnum hverju sinni. Sara notar til dæmis sveppi, brokkolí, lauk, gulrætur, sætar kartöflur, papriku, eggaldin, kjúklingabaunir eða aðrar baunir. Það er þó einnig hægt að teygja sig í skinku eða beikon með. Skerið grænmetið smátt og setjið til hliðar í skál. Brúnið hvítlaukinn varlega í olíu, bætið grænmeti út á. Þegar grænmetið er farið að mýkjast, bætið niðursoðnum tómötum (ásamt vökva), salti og pipar út í. Látið krauma í smá stund. Blandið saman kókosmjólk og rifna ostinum í annarri skál. Setjið lasagnaplötur í botninn á eldföstu móti, grænmetið ofan á þær, og loks kókosmjólkurblönduna. Endurtakið tvisvar sinnum. Bakið í ofni við 200 gráður í um 30-40 mínútur. Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Leikkonan Sara Marti Guðmundsdóttir hefur afar gaman af eldamennsku. Hún býr oft til dýrindis afganga-lasanja á sunnudögum. Sara Marti á mikið af matreiðslubókum. Hún hefur þó einnig gaman af að þreifa sig áfram með uppskriftirnar, en það er einmitt þannig sem afgangalasanjað er til komið. „Ég skoða heilan helling af uppskriftum. Það skemmtilega er hins vegar þegar maður er farinn að kunna nóg til að geta búið til eitthvað nýtt út frá grunnuppskriftum. Þessi er einmitt svoleiðis,“ segir Sara, sem fékk upphaflegu uppskriftina úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa. Hún er þó langt því frá grænmetisæta. „Nei, ég gæti það ekki fyrir mitt litla líf,“ segir hún og hlær. „Ég passa upp á það sem ég borða, en ég get ekki hætt að borða kjöt, það er allt of gott,“ bætir hún við. Á sunnudögum er þó grænmetislasanjað ofarlega á blaði. „Þegar allt er lokað fer ég svona að tína allt út úr ísskáp og eldhússkápum,“ segir Sara brosandi. Hún er forfallinn aðdáandi kókosmjólkur og notar þar að auki rifinn sojaost í sitt lasagna. „Kókosmjólkin er miklu hollari en rjómi og smakkast alveg jafn vel. Ég nota hana í staðinn fyrir rjóma í meira og minna allt. Ég er með mjólkuróþol og hún og sojaosturinn hafa alveg bjargað lífi mínu,“ segir Sara. „Rifni sojaosturinn fæst í Bónus og ég er mjög ánægð með hann. Ég var búin að leita og leita að osti sem ég gæti borðað, og hefur ekki fundist sojaostar mjög spennandi,“ segir hún og hlær við. Sara stendur nú í ströngu við æfingar á leikritinu Norway.Today, sem hún leikur í ásamt Þóri Sæmundssyni. „Þetta er frábært leikrit sem verður farandsýning Þjóðleikhússins í ár. Við frumsýnum á Ísafirði 18. janúar, svo nú erum við bara að æfa eins og brjáluð,“ segir Sara. Undir afgangsgrænmeti flokkast það sem er til í ísskápnum hverju sinni. Sara notar til dæmis sveppi, brokkolí, lauk, gulrætur, sætar kartöflur, papriku, eggaldin, kjúklingabaunir eða aðrar baunir. Það er þó einnig hægt að teygja sig í skinku eða beikon með. Skerið grænmetið smátt og setjið til hliðar í skál. Brúnið hvítlaukinn varlega í olíu, bætið grænmeti út á. Þegar grænmetið er farið að mýkjast, bætið niðursoðnum tómötum (ásamt vökva), salti og pipar út í. Látið krauma í smá stund. Blandið saman kókosmjólk og rifna ostinum í annarri skál. Setjið lasagnaplötur í botninn á eldföstu móti, grænmetið ofan á þær, og loks kókosmjólkurblönduna. Endurtakið tvisvar sinnum. Bakið í ofni við 200 gráður í um 30-40 mínútur.
Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira