Banakahólfið: Misjafnt gengi, líka í fréttum 12. desember 2007 00:01 ... Nokkur fljótfærnisbragur þykir á forsíðufrétt 24 stunda í gær þar sem slegið er upp sem mikilli nýbreytni væntanlegum íbúðalánum Sparnaðar ehf. í evrum. Tilfellið er nefnilega að hér hefur fólk átt þess kost um árabil að taka lán í evrum, hver í sínum viðskiptabanka, og þá á vaxtakjörum sem um þá mynt gilda hverju sinni. Meiri afglöp eru hins vegar að hvergi kemur fram í fréttinni að lántöku í annarri mynt en krónum fylgir gengisáhætta. Ef slík lán eru tekin þegar krónan er sterk hækkar jú höfuðstóllinn (í krónum talið) þegar hún veikist. Væntanlega hafa menn nú samt orð á þessari áhættu hjá Sparnaði þegar fólk tekur að leita upplýsinga þar um vænleika þess að taka slík lán. Kveður við nýjan tónÍ þeim forsmekk að fjármálaóróleika sem íslensku bankarnir fengust við í fyrra var alvanalegt í úttektum og greiningum erlendis að Glitnir var talinn vænsti kosturinn af þeim þremur. Var það gjarnan rakið til þess að viðskiptamódel bankans væri nær þeim evrópsku, meðan Kaupþing, sem gjarnan var talinn áhættusæknari og frekar að amerískri fyrirmynd í vaxtarstefnu, var óvinsælastur. Núna kveður heldur við annan tón í nýrri greiningu svissneska alþjóðabankans UBS. Þar segist UBS fremur mæla með bréfum Kaupþings en Glitnis, þar sem sá síðarnefndi reiði sig í meiri mæli á heimamarkað á Íslandi og svo í Noregi þar sem hægi á, auk þess sem Glitnir sé líklegri til að ráðast í fyrirtækjakaup.SMS-afmæliÞað eru fleiri en Jesús sem fagna tímamótum um þetta leytið en SMS-ið er komið á unglingsár, fagnar fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Fyrsta SMS-ið mun hafa verið sent á milli verkfræðinga sem störfuðu hjá breska farsímarisanum Vodafone og innihélt jólakveðju. Þetta þótti ágætur samskiptamáti fyrir vinnufélaga til að hafa samband sín á milli. Tæknin taldist þó ekki merkileg í fyrstu innan veggja farsímarisans. Það mun því hafa komið á óvart þegar hróðurinn barst út fyrir dyrnar. Nú er svo komið að milljónir þumla víða um heim leika um lyklaborð farsíma í dag. Þetta myndi nú kallast að láta koma sér þægilega á óvart. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Nokkur fljótfærnisbragur þykir á forsíðufrétt 24 stunda í gær þar sem slegið er upp sem mikilli nýbreytni væntanlegum íbúðalánum Sparnaðar ehf. í evrum. Tilfellið er nefnilega að hér hefur fólk átt þess kost um árabil að taka lán í evrum, hver í sínum viðskiptabanka, og þá á vaxtakjörum sem um þá mynt gilda hverju sinni. Meiri afglöp eru hins vegar að hvergi kemur fram í fréttinni að lántöku í annarri mynt en krónum fylgir gengisáhætta. Ef slík lán eru tekin þegar krónan er sterk hækkar jú höfuðstóllinn (í krónum talið) þegar hún veikist. Væntanlega hafa menn nú samt orð á þessari áhættu hjá Sparnaði þegar fólk tekur að leita upplýsinga þar um vænleika þess að taka slík lán. Kveður við nýjan tónÍ þeim forsmekk að fjármálaóróleika sem íslensku bankarnir fengust við í fyrra var alvanalegt í úttektum og greiningum erlendis að Glitnir var talinn vænsti kosturinn af þeim þremur. Var það gjarnan rakið til þess að viðskiptamódel bankans væri nær þeim evrópsku, meðan Kaupþing, sem gjarnan var talinn áhættusæknari og frekar að amerískri fyrirmynd í vaxtarstefnu, var óvinsælastur. Núna kveður heldur við annan tón í nýrri greiningu svissneska alþjóðabankans UBS. Þar segist UBS fremur mæla með bréfum Kaupþings en Glitnis, þar sem sá síðarnefndi reiði sig í meiri mæli á heimamarkað á Íslandi og svo í Noregi þar sem hægi á, auk þess sem Glitnir sé líklegri til að ráðast í fyrirtækjakaup.SMS-afmæliÞað eru fleiri en Jesús sem fagna tímamótum um þetta leytið en SMS-ið er komið á unglingsár, fagnar fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Fyrsta SMS-ið mun hafa verið sent á milli verkfræðinga sem störfuðu hjá breska farsímarisanum Vodafone og innihélt jólakveðju. Þetta þótti ágætur samskiptamáti fyrir vinnufélaga til að hafa samband sín á milli. Tæknin taldist þó ekki merkileg í fyrstu innan veggja farsímarisans. Það mun því hafa komið á óvart þegar hróðurinn barst út fyrir dyrnar. Nú er svo komið að milljónir þumla víða um heim leika um lyklaborð farsíma í dag. Þetta myndi nú kallast að láta koma sér þægilega á óvart.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira