Erlent

Bush kynnir Íraksáætlun sína á miðvikudag

MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti ávarpar bandarísku þjóðina klukkan níu að austurstrandartíma á miðvikudag, eða klukkan tvö að nóttu að íslenskum tíma, þar sem hann kynnir nýja áætlun sína í Írak og í baráttunni gegn hryðjuverkum.

Frá þessu greindi talsmaður Hvíta hússins, Tony Snow, í dag. Snow sagði að Hvíta húsið hefði farið fram á það við bandarískar sjónvarpsstöðvar að þær sýndu ávarpið í beinni útsendingu en forsetinn er nú að leggja lokahönd á áætlun sína.

Samkvæmt heimildum innan bandaríska stjórnkerfisins er búist við að Bush tilkynni um fjölgun í herliði Bandaríkjanna í Írak um allt að 20 þúsund hermenn en til þess þarf hann stuðning Bandaríkjaþings þar sem demókratar halda nú um stjórnartaumana. Sumir þeirra hafa lagt til hið gagnstæða, að bandarískir hermenn verði kallaðir heim frá Írak í áföngum strax á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×