Vonir forráðamanna Ferrari-liðsins í Formúlu 1 standa til þess að fyrrum heimsmeistrainn margfaldi Michael Schumacher komi finnska ökuþórnum Kimi Raikkönen til aðstoðar á fyrstu mánuðum sínum í Ferrari-bílnum. Raikkönen gekk í raðir Ferrari frá McLaren í sumar.
"Fólk gerir sér ef til vill ekki grein fyrir mikilvægi þess að hafa Schumacher áfram í herbúðum liðsins sem ráðgjafa og það er ómetanlegt fyrir ökumennina og liðið að geta stuðst við þekkingu hans og reynslu. Kimi Raikkönen er enn algjörlega óþekkt stærð fyrir okkur og þar er mikilvægt að Schumacher komi okkur til aðstoðar til að hann nái að aðlagast fljótt," sagði Jean Todt, liðsstjóri Ferrari.