Tiger nálgast efstu menn 28. janúar 2007 14:30 Tiger Woods spilaði í bláu í gær. Hann mun væntanlega skipta yfir í rauða litinn fyrir lokaslaginn í kvöld. MYND/Getty Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Þeir Buckle og Snedeker hafa báðir leikið samtals á 11 höggum undir pari en í þriðja sæti er Kevin Sutherland á 10 höggum undir pari. Tiger er í fjórða sæti ásamt fjórum öðrum keppendum á 9 höggum undir pari. "Ég er mjög ánægðastur með að sleppa við að vera í ráshóp með Tiger á lokadeginum," sagði Snedeker við fjölmiðla eftir þriðja keppnisdag í nótt og glotti. Buckle tók í sama streng og sagði að pressan við að vera með Tiger í ráshóp hefði hugsanlega verið yfirþyrmandi. "Við erum náttúrulega bara kjúklingar sem höfum horft á snilli Tigers í mörg ár. Ég er eiginlega feginn að hann sé í fjórða sæti en ekki því þriðja," sagði Snedeker. Tiger hefur unnið Buick-mótið síðustu tvö ár og kveðst staðráðinn í að verja titilinn. "Ég verð betri og betri með hverjum deginum og held að ég eigi góða möguleika á sigri. Ég mun gera mitt besta á lokadeginum," sagði Tiger. Golf Íþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Eftir slæma byrjun á Buick International mótinu í golfi sem fram fer í San Diego um helgina er Tiger Woods kominn í hóp efstu manna fyrir lokadag mótsins. Nýliðarnir Andrew Buckle and Brandt Snedeker eru saman í efsta sæti en Woods er í fjórða sæti, tveimur höggum á eftir nýliðunum. Sýnt verður beint frá lokaslagnum á Sýn í kvöld. Þeir Buckle og Snedeker hafa báðir leikið samtals á 11 höggum undir pari en í þriðja sæti er Kevin Sutherland á 10 höggum undir pari. Tiger er í fjórða sæti ásamt fjórum öðrum keppendum á 9 höggum undir pari. "Ég er mjög ánægðastur með að sleppa við að vera í ráshóp með Tiger á lokadeginum," sagði Snedeker við fjölmiðla eftir þriðja keppnisdag í nótt og glotti. Buckle tók í sama streng og sagði að pressan við að vera með Tiger í ráshóp hefði hugsanlega verið yfirþyrmandi. "Við erum náttúrulega bara kjúklingar sem höfum horft á snilli Tigers í mörg ár. Ég er eiginlega feginn að hann sé í fjórða sæti en ekki því þriðja," sagði Snedeker. Tiger hefur unnið Buick-mótið síðustu tvö ár og kveðst staðráðinn í að verja titilinn. "Ég verð betri og betri með hverjum deginum og held að ég eigi góða möguleika á sigri. Ég mun gera mitt besta á lokadeginum," sagði Tiger.
Golf Íþróttir Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira