Schalke sat sat um sólarhring í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en Werder Bremen endurheimti sætið með öruggum 3-0 sigri á Hanover í sínum fyrsta leik eftir vetrarfrí í dag. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahóp Hanover.
Tim Borowski skoraði fyrir Bremen strax á 5. mínútu leiksins og eftir það var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir gestina. Hugo Almeida skoraði á 67. mínútu áður en Per Mertsacher innsiglaði sigurinn á 74. mínútu. Í millitíðinni hafði Miroslav Klose misnotað vítaspyrnu.
Einn annar leikur fór fram í Þýskalandi í dag. Bayer Leverkusen vann 3-2 útisigur á Alemania Aachen.
Werder Bremen er komið með 39 stig eftir 18 leiki, rétt eins og Schalke, en markahlutfall Bremen er hagstæðara. Bayern Munchen er í 3. sæti með 33 stig.